Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 81

Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 81
Olivetti á Ítalíu Gjörbylting í framleiðslu hefur enn styrkt stöðuna Árlega eru framleiddar átta milljónir ritvéla í heiminum, en af því magni framleiðir Oli- vetti inn 18% ferðaritvéla og 21% rafknúinna skrifstofurit- véla. Hlýtur þetta að teljast mjög stór hlutur eins fyrirtækis í heildarframleiðsliUinni á þessu sviði, enda er þetta stærsti fram- leiðsluþáttur Olivetti-verksmið- janna eða ,um 35% framleiðsl- unnar. Fyrir utan þetta eru níu framleiðslusvið. Einhver skýr- ing hlýtur að vera á velgengni þessa fyrirtækis, en hver er hún? Robert Graham skrifar sína skýringu í Financial Times 1.4. ’74, og er hún svohljóðandi: „Olivetti hefur á hefðbundinn hátt endurspeglað allt þeð besta í ítölskum iðnaði. Glöggur skilningur er á hvenær nýjunga er þörf, hönnun er mjög vönduð. Óvenju góður skilningur á öll- um kringumstæðum er áberandi og svo gott samband framleið- enda og neytenda. Þetta hefur gert Olivetti að leiðandi fyrir- tæki í framleiðslu bókhaldsvéla á sviði rita, hand-og rafknúinna reiknivéla, ferða-og skrifstofu- ritvéla og smátalva“. ELEKTRÓNÍSKAR VÉLAR Olivetti selur á markaði þar sem samkeppnin er hörð, bæði heima á Ítalíu, en Olivetti er ítalskt fyrirtæki, og í öllum þeim löndum þar sem Olivetti vörur eru seldar. Olivetti er nú búið að aðlagast því mikla og snögga stökki úr eldri gerð skrifstofuvéla yfir í elektró- íska framleiðslu og keppir nú við fyrirtæki svo sem IBM, Uni- vac.Honeywell og japönsk stór- fyrirtæki á þessu sviði. Árið 197 nam framleiðsla elektónisk- ra véla Olivetti um 33% heildar- framleiðslunnar, en á næsta ári er reiknað með að þetta hlutfall verði komið upp í 53%. Þetta er smátölvan P652 frá Olivettiverksmiðjunum. Hún kom á markaðinn haustið 1973 og hefur selst mjög vel. AUKIÐ HLUTFALL BÓKHALDSVÉLA Til þess að glöggva sig á hinum miklu breytingum, sem eiga sér stað í framleiðslulínu Olivetti, má benda á, að fyrir nokkrum árum nam framieið- sla samlagningarvéla um 40% af heildarframleiðslunni, en reiknað er með að það hlutfall verði komið niður í 6% árið 1976. Um leið er reiknað með að elektrónískar bókhaldsvélar, sem fyrirtækið framleiddi ekki fyrir nokkrum árum, muni nema um 25% heildarframleið- slunnar. Olivetti er stöðugt að koma fram með nýjungar í framleiðslu elektrónískra véla og þannig komu f jórar nýjungar fram árið 1973. Blektróniska byltingin hefur gengið ótrúlega fljótt yfir Olivetti verksmiðjur- nar sem sést m.a. af því að árið 1969, eða fyrir aðeins röskum fimm árum, var hlutfall elekt- róniskra véla í heildarframleið- slunni aðeins 8,7%. Á sviði rafreikna leggur Oli- vetti alla áherslu á framleiðslu lítilla reikna og kappkostar að fullkomna þá fram yfir reikna annara fyrirtækja. Nú alveg nýlega eru t.d. tveir nýir reik- ar frá Olivetti komnir á markað hér á landi. Árið 1964 tók Oh- vetti upp samvinnu við General Eleotric um gerð stærri reikna og hóf tilraunir 1965, en Oli- vetti dró sig út úr því ævintíri fjórum árum seinna. NÆRRI 34 ÞÚSUND STARFSMENN Framleiðsla Olivetti á fjarrit- um eykst stórlega og stendur það m.a. í sambandi við stór- aukna notkun þessara tækja í Evrópu. Þannig er reiknað með 40% vexti þess markaðar á nokkrum árum. Á Ítalíu, þar sem þessi tæki eru minna notuð en t.d. í Frakklandi Bretlandi og Vestur-Þýskalandi, fjölgaði fjarritum úr fjórum þúsundum í sex þúsund árið 1972, og er ekki talið ólíklegt að tala þessi verði komin í 15 þúsund árið 1976. Meirihluti rita, sem seldir eru núna, eru svo nefndir „con- versational“, en Olivetti kom fyrst með þá á markað. Univac kom með svipaða gerð skömmu síðar. í fyrra unnu 33,749 manns hjá Olivetti á Ítalíu, en þar af unnu tvö þúsund manns við rannsóknir. Það ár var 77 þús- und. milljónum líra varið til rannsóknarstarfsins, en það er talið nauðsynlegt eigi fyrirtækið að halda stöðu sinni á mark- aðnum. FV 1 1975 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.