Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 81
Olivetti á Ítalíu
Gjörbylting í framleiðslu hefur
enn styrkt stöðuna
Árlega eru framleiddar átta
milljónir ritvéla í heiminum,
en af því magni framleiðir Oli-
vetti inn 18% ferðaritvéla og
21% rafknúinna skrifstofurit-
véla. Hlýtur þetta að teljast
mjög stór hlutur eins fyrirtækis
í heildarframleiðsliUinni á þessu
sviði, enda er þetta stærsti fram-
leiðsluþáttur Olivetti-verksmið-
janna eða ,um 35% framleiðsl-
unnar. Fyrir utan þetta eru níu
framleiðslusvið. Einhver skýr-
ing hlýtur að vera á velgengni
þessa fyrirtækis, en hver er
hún?
Robert Graham skrifar sína
skýringu í Financial Times 1.4.
’74, og er hún svohljóðandi:
„Olivetti hefur á hefðbundinn
hátt endurspeglað allt þeð besta
í ítölskum iðnaði. Glöggur
skilningur er á hvenær nýjunga
er þörf, hönnun er mjög vönduð.
Óvenju góður skilningur á öll-
um kringumstæðum er áberandi
og svo gott samband framleið-
enda og neytenda. Þetta hefur
gert Olivetti að leiðandi fyrir-
tæki í framleiðslu bókhaldsvéla
á sviði rita, hand-og rafknúinna
reiknivéla, ferða-og skrifstofu-
ritvéla og smátalva“.
ELEKTRÓNÍSKAR VÉLAR
Olivetti selur á markaði þar
sem samkeppnin er hörð, bæði
heima á Ítalíu, en Olivetti er
ítalskt fyrirtæki, og í öllum
þeim löndum þar sem Olivetti
vörur eru seldar. Olivetti er nú
búið að aðlagast því mikla og
snögga stökki úr eldri gerð
skrifstofuvéla yfir í elektró-
íska framleiðslu og keppir nú
við fyrirtæki svo sem IBM, Uni-
vac.Honeywell og japönsk stór-
fyrirtæki á þessu sviði. Árið
197 nam framleiðsla elektónisk-
ra véla Olivetti um 33% heildar-
framleiðslunnar, en á næsta ári
er reiknað með að þetta hlutfall
verði komið upp í 53%.
Þetta er smátölvan P652 frá
Olivettiverksmiðjunum. Hún
kom á markaðinn haustið 1973
og hefur selst mjög vel.
AUKIÐ HLUTFALL
BÓKHALDSVÉLA
Til þess að glöggva sig á
hinum miklu breytingum, sem
eiga sér stað í framleiðslulínu
Olivetti, má benda á, að fyrir
nokkrum árum nam framieið-
sla samlagningarvéla um 40%
af heildarframleiðslunni, en
reiknað er með að það hlutfall
verði komið niður í 6% árið
1976. Um leið er reiknað með
að elektrónískar bókhaldsvélar,
sem fyrirtækið framleiddi ekki
fyrir nokkrum árum, muni
nema um 25% heildarframleið-
slunnar. Olivetti er stöðugt að
koma fram með nýjungar í
framleiðslu elektrónískra véla
og þannig komu f jórar nýjungar
fram árið 1973. Blektróniska
byltingin hefur gengið ótrúlega
fljótt yfir Olivetti verksmiðjur-
nar sem sést m.a. af því að árið
1969, eða fyrir aðeins röskum
fimm árum, var hlutfall elekt-
róniskra véla í heildarframleið-
slunni aðeins 8,7%.
Á sviði rafreikna leggur Oli-
vetti alla áherslu á framleiðslu
lítilla reikna og kappkostar að
fullkomna þá fram yfir reikna
annara fyrirtækja. Nú alveg
nýlega eru t.d. tveir nýir reik-
ar frá Olivetti komnir á markað
hér á landi. Árið 1964 tók Oh-
vetti upp samvinnu við General
Eleotric um gerð stærri reikna
og hóf tilraunir 1965, en Oli-
vetti dró sig út úr því ævintíri
fjórum árum seinna.
NÆRRI 34 ÞÚSUND
STARFSMENN
Framleiðsla Olivetti á fjarrit-
um eykst stórlega og stendur
það m.a. í sambandi við stór-
aukna notkun þessara tækja í
Evrópu. Þannig er reiknað með
40% vexti þess markaðar á
nokkrum árum. Á Ítalíu, þar
sem þessi tæki eru minna notuð
en t.d. í Frakklandi Bretlandi
og Vestur-Þýskalandi, fjölgaði
fjarritum úr fjórum þúsundum
í sex þúsund árið 1972, og er
ekki talið ólíklegt að tala þessi
verði komin í 15 þúsund árið
1976. Meirihluti rita, sem seldir
eru núna, eru svo nefndir „con-
versational“, en Olivetti kom
fyrst með þá á markað. Univac
kom með svipaða gerð skömmu
síðar.
í fyrra unnu 33,749 manns
hjá Olivetti á Ítalíu, en þar af
unnu tvö þúsund manns við
rannsóknir. Það ár var 77 þús-
und. milljónum líra varið til
rannsóknarstarfsins, en það er
talið nauðsynlegt eigi fyrirtækið
að halda stöðu sinni á mark-
aðnum.
FV 1 1975
81