Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 93

Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 93
Munktell, sem er alhliða á- moksturstæki og lyftir tveim til þrem tonnura. Bolinder vélarn- ar eru mikið notaðar sem lyft- arar. Hekla hf. Caterpillar línan skiptist í jarðýtur, hjólaskóflur wheel- loader) veghefla, vökvagröfur, vörulyftara og grjótbíla (Off highway truck) auk aðalvéla, bátavéla og rafstöðva. Hekla hf., hefur verið með umboð fyrir Caterpillar hér síðan Hekla gaus árið 1947, og hefur flutt inn mikinn fjölda þess- ara véla. Sverrir Sigfússon, sölustjóri, sagði að sjö stærð- ir jarðýta væru á boðstólun- um, eða frá D-3 til D-9. Sem dærni um mismun stærstu ýt- unnar og þeirrar minnstu, veg- Caterpillar 988. ur D-3 um sex tonn og kost- ar um 3,5 milljónir en D-9 um 50 tonn og kostar nálægt 40 milljónum fullBúin. Mest er flutt inn af millistærðunum. Hjólaskóflur frá Caterpillar komu hingað fyrst árið 1963, og er nú búið að flytja inn tæplega 40 þessháttar. Vin- sælasta gerðin er 966-c, með liðstýri og kostar hún um 11 milljónir króna. Á sl. 11 ár- um hafa 27 vegheflar verið fluttir inn, og eru þeir _ all flestir eign Vegagerðar ríkis- ins. Margar nýjungar eru nú fáanlegar með þeim, m. a. lið- stýri (hefillinn beygir um miðju sína og einnig með framhjólum) og færanlegt stjórnborð. Verð losar 11 milljónir. Hingað hafa verið fluttir sjö grjótbílar (Off high- way truck) og eru þeir við Sigölduframkvæmdirnar, en Sverrir sagði að unnt hefði verið að selja fleiri, hefðu af- greiðsluörðugleikar á s.l. ári ekki komið í veg fyrir það. Bílar þessir eru 30 tonn að eigin þyngd og taka 32 tonna hlass. Nú eru nýjar vökva- gröfur einnig komnar á mark- aðinn, eftir mikla og víðitæka tilraunastarfsemi verksmiðj- anna, og verða þær fáanlegar í fimm stærðum. Ein var flutt hér inn sl. sumar. Loks má svo nefna Caterpillar lyft- ara en Eimskip hefur keypt einn, sem lyftir 13 tonnum og er hann sá stærsti hérlendis, eða þar til þeir fá annan, sem lyftir 16 tonnum, sem þegar hefur verið pantaður frá Caterpillar. Umboðs- og heildverzlun Harðar Guntn- arssonar hf. Umboðs- og heildverzlun Harðar Gunnarssonar hf. hef- ur umboð margra erlendra stórfyrirtækja á sviði vinnu- vélaframleiðslu, þótt fyrirtæk- ið sé ekki nema liðlega þriggja ára. Má nefna Kom- atsu í Japan, sem er stærsti jarðýtuframleiðandi í 'heimi, og hefur m. a. ein 42 tonna ýta þaðan verið flutt inn. Þá flytur fyrirtækið inn gröfur frá norska fyrirtækinu Hym- as. Þær eru öflugri og stærri en traktorsgröfur eða 7,5 tonn og 9,5 tonn. Hako Werke verksmiðju- og götusópar eru einnig fluttir hingað frá Vest- ur-Þýzkalandi og frá banda- ríska fyrirtækinu Ingersoll Hymas 42. Rand eru flutt inn loftverk- færi svo sem pressur, jarðbor- ar o. fl. Einnig hefur heildv. Harðar Gunnarssonar umboð fyrir kranabifreiðar og gröfur frá North-west í Bandaríkjun- um. Hörður Gunnarsson, forstj.. sagði að af nýjum umboðum að nokkrum tegundum vinnu- véla, mætti nefna Aldek. Það er danskt fyrirtæki, sem fram- leiðir skemmur en þær eru hentugar t. d. sem véla- geymslur og þar sem verkefni eru unnin. Uppistaðan er hert stálgrind, en síðan er plastdúkur (PVC) strengdur yfir. Dúkurinn á að þola alla venjulega vinda og veður, og hefur þessi byggingamáti hlot- ið samþykki viðkomandi yfir- valda á hinum Norðurlönd- unum. 1500 fermetra skemma með klæðningu og öllu, kost- ar um sex milljónir, komin á byggingarstað hér, sjö til tíu daga tekur að reisa hana og klæða, en ekki nema tvo daga að taka hana niður, ef flytja þarf skemmuna. Hörð- ur flytur einnig inn varahluti í þungavinnuvélar af ýmsum gerðum. Dráttarvélar hf. Að líkindum verður mikið um að vera hjá Dráttarvélum hf. í ár, því nú stendur til að hefja innflutning mun fleiri tegunda af Massey/Ferguson MF-traktorsgrafa. línunni, en hingað til hefur verið gert. Að sögn Bjarna Sighvatssonar, sölufulltrúa, verður þetta m. a. kleift vegna þess, að bandaríska fyrirtækið Massey/Ferguson hefur nýlega keypt þýzku Hanomag verk- smiðjurnar, sem áttu um 40% markaðarins þar í landi og ætti ekki að verða breyting á þótt nýr aðili taki við fram- leiðslunni. Meðal nýjunga FV 1 1975 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.