Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 32

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 32
Það er sjálfsagt að koma við í OLÍUSTÖÐINNI Þegar þér eigið leið um Hvalf jörð er Olíustöðin áningarsaður. Við bjóðum: • SMÁRÉTTI • SMURT BRAUÐ • KAFFI • TE • SÚKKULAÐI • ÖL • GOSDRYKKI • GOTT VIÐMÓT • BENSÍN OG OLÍUR OPIÐ KL. 8—23:30 ALLA DAGA OLlUSTÖÐIN HVALFIRÐI 1. Undirbygging og frágangur 11,6 m. kr. á km. 2. Malarslitlag 6,5 m breitt 0,8 m. kr. á km. 3. Olíumalarslitlag 6,5 m breitt og 5 cm þykkt 3,3 m. kr. á km. 4. Malbiksslitlag 6,5 m breitt og 7 cm þykkt 5,9 m. kr. á km. 5. Steypt slitlag 7,5 m breitt og 22 cm þykkt 9,0 m. kr. á km. Miðað við steypt slitlag, verð- ur undirbygging þó að vera 10 m breið. Ef um minni háttar veg er að ræða verður kostnaður mun lægri. F.V.: — Hve miklum fjármun- um er varið til viðhalds vega- kerfisins á ári hverju? Hvað er áætlað að Keflavíkurvegur- inn, Vesturlandsvegur og Suð- urlandsvegur að Selfossi þurfi mikið viðhald á næstu árum? S. Jóh.: — Árið 1974 var 837 m. kr. varið til viðhalds þjóð- vega. Fóru 157 m. kr. af þeirri upphæð til vetrarviöhalds, þ. e. snjómoksturs. Meðalviðhalds- kostnaðurinn varð því 102 þús. kr. á km. í tillögu til þings- ályktunar um vegaáætlun fyrir árin 1974—77 er lagt til, að fjárveiting til viðhalds þjóð- vega á þessu ári verði 1049 m. kr. og þar af 195 m. kr. til vetr- arviðhalds. Viðhaldskostnaður á hrað- brautum út frá Reykjavík er mjög mishár eftir vegum og árum. Byggist það á því, að vegir þeir, sem eru steyptir og þannig kostað meira til í upp- hafi, þurfa mun minna viðhald fyrstu áratugina en hinir, sem eru með olíumalarslitlag, sem endurnýja þarf á fárra ára fresti. Er því ekki unnt að segja til um, hve mikill viðhalds- kostnaður verður á fyrrnefnd- um vegum á næstu árum. Á næsta ári er áætlað, að við- haldskostnaður á þeim 138 km vega Suðvesturlands, sem eru með bundnu slitlagi, verði um 90 m. kr., og gert er ráð fyrir, að um helmingur fari í endur- nýjun slitlaga. F.V.: — Hvernig er deildar- skiptingu á aðalskrifstofu Vega- gerðar ríkisins í Reykjavík háttað og hve margir starfa þar? Hversu margar stöðvar hefur vegagerðin úti 'um land og hvað starfa margir í þeim? S. Jóh.: — Aðalstöðvar Vega- gerðarinnar eru í Reykjavík. Þar er aðalskrifstofa stofnunar- innar, viðgerðaverkstæði og birgðastöðvar fyrir vega- og brúagerðarefni. Deildaskipting á vegamála- skrifstofunni er eins og hér seg- ir: tæknideild, fjármáladeild, fjárhagsáætlanadeild, lögfræði- og starfsmanna- haldsdeild. Tæknideild er stærst, og skiptist hún aftur í áætlana- deild, brúadeild og fram- kvæmdadeild. Aðeins hluti starfsliðs sumra deildanna vinnur á vegamála- skrifstofunni í Reykjavík, eins og fjármáladeildar og fram- kvæmdadeildar; en mikill hluti af starfsliði þessara deilda starfar í umdæmisskrifstofum Vegagerðarinnar úti á landi. Á það sérstaklega við um fram- kvæmdadeildina, en undir hana heyra skrifstofur um- dæmisverkfræðinga, en verk- svið þeirra nær yfir eitt eða fleiri kjördæmi. Umdæmisskrifstofur eru starfræktar á þessum stöðum: Borgarnesi, ísafirði, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi. í Borg- nesi, á Akureyri og á Reyðar- firði eru auk birgðastöðvanna starfrækt viðgerðaverkstæði fyrir vinnuvélar. Auk ofan- greindra aðalstöðva i umdæm- unum eru í flestum þeirra starfræktar minni stöðvar fyrir sýslu eða hluta úr sýslu. Þar er eigi annað starfslið en verk- stjóri og einn eða fleiri véla- menn. í aðalstöðvum Vegagerðar- innar í Reykjavík eru fastir starfsmenn 162, en í stöðvum úti á landi eru þeir 337. Mikill hluti fastra starfsmanna í Reykjavík er þó aðeins búsett- ur þar, en starfar mestan hluta ársins úti á landi. F.V.: — Hver er tækjakostur vegagerðarinnar? Er hann næg- ur? Höfum við lileinkað okkur beztu tækni, sem þekkt er í 32 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.