Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 35

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 35
Vegamálastjóri: Heimamönnum ber stundum illa saman um beztu leiðina, þegar þeir eru spurðir ráða um lagningu vega í héruð.um landsins. Mismunandi hagsmunir eru oft undirrótin að skiptum skoðunum. S. Jóh.: — Kostnaður við opnun leiðarinnar er ákaflega mishár. Stundum þarf ekki að moka nema lítinn hluta hennar, en þegar tíðarfar er rysjótt, get- ur kostnaðurinn orðið mjög mikill. S. 1. janúarmánuður var tvímælalaust einn snjóþyngsti mánuður á þessari leið undan- farin ár. Var meðalkostnaður við hverja opnun um 800 þús. kr. F.V.: — Nokkurrar gagnrýni hefur gætt í garð Vegagerðar- innar fyrir að hún taki of lítið tillit til heimamanna í héruðum landsins þegar verið er að velja ný vegastæði, og bjóði þetta heim hættu á að vegir lokist oftar en eðlilegt sé vegna þess að lega þeirra sé óheppileg. Vill Vegagerðin halda sínu striki eða teljið þér heppilegt, að meira verði um tengsl hennar við íbúa landshlutanna? Hvað um útibú frá aöalskrifstof'unni úti um land? S. Jóh.: — Ég hygg, að meira sé gert úr þessu en efni standa til. Ástæðan er sú, að þegar velja skal leið fyrir nýjan veg um byggðarlag, eru oftast margir spurðir, en heimamönn- um ber stundum illa saman um beztu leiðina. Eru mismunandi hagsmunir oft undirrótin að skiptum skoðunum. Er þá í þessu efni eins og öðrum eigi unnt að gera öllum til hæfis. Verða þá þeir, sem ekki er tek- ið tillit til, óánægðir og kvarta yfir því, að ráð þeirra séu að engu höfð. Fleira kemur og til í þessu sambandi. Sú leið, sem kann að vera snjóléttust, er stundum ó- heppileg af öðrum sökum og verður því ekki fyrir valinu. Vegagerðin hefur það síður en svo á stefnuskrá sinni „að halda sínu striki“ hvað sem tautar og raular, og hefur í mörgum til- vikum tekizt ágæt samvinna með heimamönnum, náttúru- verndarsamtökum og fleiri að- ilum. Einn þáttur í þessari við- leitni var að flytja mikinn hluta tæknideildarinnar út á land og koma upp bækistöðvum þar, eins og vikið var að hér að framan. Umdæmisverkfræðing- ar allra landshluta nema Reykjaneskjördæmis eru nú bú- settir hver í sínu umdæmi í stað þess, að þeir áttu áður allir heima í Reykjavík, og komu aðeins sem gestir í um- dæmin og þá mest á sumrin. Er þess vænzt, að þetta eigi eftir að treysta enn betur en aður sambandið milli heimamanna og Vegagerðarinnar. F.V.: — Stórir vöruflutninga- bílar valda talsverðum skcmmdum á vegunum eins og ástand þeirra er nú. Eru horfur á að þcssu álagi verði eitthvað dreift t. d. með sumarvegi yfir hálendið norður í land? S. Jóh.: — Stórir vöruflutn- ingabílar valda skemmdum á vegakerfinu á vorin, þegar frost er að fara úr jörð. Á þeim tíma kæmi sumarvegur yfir há- lendið ekki að gagni vegna snjóa. Sæmilegir sumarvegir um Kjöl og Sprengisand geta þó átt fuilan rétt á sér, þó að þeir muni ekki létta neinni teljandi þungaumferð af aðal- leiðinni. F.V.: — Bílacign landsmanna hefur farið ört vaxandi og allt- af eru gerðar auknar kröfur til veganna. Teljið þér eðlilegt, að landsmcnn fjárfesti einvörð- ungu í betri vegum fyrir bíla til flutninga á landi, eða er kannski tímabært orðið að huga að öðrum möguleikum í sam- göngutækni á landi t. d. raf- knúnum járnbrautum af ein- hverju tagi? S. Jóh.: — Svar við þessari spurningu hef ég að nokkru leyti þegar gefiði. Hin gífurlega hækkun á olíu seinustu tvö ár- in hefur viða um heim leitt til þess, að menn hafa tekið að endurmeta flutningakerfið. Slík endurskoðun er vafalaust orðin tímabær í okkar strjálbýla landi. FV 4 1975 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.