Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 41

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 41
Eitt af skipum Eimskipafélags íslands við bryggju í Sundahöfn, þar sem félagið hefur reist stórar vöruskemmur. Felixstowe, Hamborg, Ant- werpen og Norfolk. Þá ætla ég að víkja að nokkr- um atriðum, sem ég veit að rædd hafa verið manna á með- al og ég veit að stórkaupmenn hafa áhuga á. Allir, sem hingað vilja sigla, geta gert það. Hollendingar, Danir, Novðmenn, hver sem er. Enginn getur bannað þeim það. Þetta sýnir, hvað samkeppnin er hörð. Þeir voru hér fyrir nokkrum áratugum en eru allir farnir vegna þess að ekki borg- aði sig að halda íslandssigling- um uppi. Ef einhver hagnaðar- von væri myndu þeir koma aft- ur. í viðlbót við þetta er geysi- hörð samkeppni milli islenzku skipafélaganna. Ofan á þetta bætist það einsdæmi í heimin- um, að flutningur stykkjavör- unnar er háður verðlagsákvæð- um. Það þekkist hvergi nema á íslandi. Útflutningurinn er frjáls, stórflutningur sömuleið- is en stykkjavaran er það ekki. Af þessu má sjá, að sam- keppnin er hörð og að okkur er skammtað naumt í sambandi við álagninguna ekki síður en verzlunarfyrirtækjunum. FARMGJÖLD ÞURFA AÐ HÆKKA Við síðustu gengisbreytingu fengum við % af gengisbreyt- ingunni í hækkuðum farm- gjöldum. Þá tjáðum við við- skiptaráðherra, að yfirvöld ættu að láta okkur fá fulla gengisbreytingu, því að þá yrði prósentan lægri, sem við þyrft- um að fá eftir nokkrar vikur. Síðan hækkun varð síðast á flutningsgjöldum, fyrir um hálfu öðru ári, að mig minnir, hefur verðlagið erlendis hækk- að frá 10% upp í 25%. Viðr gerðir hækkuðu, olía, trygging- ar o. s. frv. Þannig, að við þurftum að fara fram á um- talsverðar hækkanir á farm- gjöldunum af þessum sökum. ÁLÖGUR VERÐI RANNSAKAÐAR í sambandi við samgöngur innanlands langar mig að geta þess, að ég hef beðið ríkis- stjórnir, bæði þá fyrri og þá sem nú situr, að setja þrjá óvilhalla menn í að rannsaka álögur rikis og bæjarfélaga á hin ýmsu samgöngutæki. Ég hef sagt við þá: „Gætið þess, að skipið, bíllinn og flugvélin búi við sama rétt og sömu lög. Engin friðindi. Gleymið því ekki, að tollur er greiddur af bílnum en ekki flugvélinni og skipinu. Athugið svo aftur á móti vörugjaldið, sem menn verða að borga, ef varningur er fluttur með skipi, og ekki leggst á flutning með bílum. Kannið, hvað skipin verða að greiða fyrir skemmdir á bryggj- um. Hvað borgar svo bíllinn vegna skemmda á vegum? At- hugið allt þetta, jafnið gjöldin og sjáið til þess að allir séu jafnréttháir. Flugvélin er jafn- nauðsynleg og bíllinn og bíllinn jafnnauðsynlegur skipinu. Skipið hentar á þessum stað en billinn ekki og við þurfum að eiga öll þessi samgöngutæki. Þau eiga öll rétt á sér. En þau eiga öll að búa við sömu kjör.“ PAKKHÚSLEIGAN Pakkhúsleigan er mál, sem ykkur alla varðar. FV 4 1975 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.