Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 43

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 43
Örn O. Johnson, forstjóri Flugleiða hf.: „Vöruflutningar flugfé- laganna fjórfölduðust á 10 árum” „Verzlun og samgöngur eru hugtök svo skyld og tengd að þa,u eru gjarnan nefnd í sömu andránni, enda erfitt að hugsa sér tilveru verzlunar án samgangna, svo í nokkrum mæli sé a. m. k.,“ sagði Örn O. Johnson, forstjóri Flugleiða li.f. Það kom einu sinni til mín stórkaupmaður, eðlilega óá- nægður af því að hann þurfti að borga pakkhúsleigu án þess að fá að leggja hana á vöruna. Það er óskemmtilegt eins lág og álagningin er nú. Ég sagði við þennan mann: „Hvað færð þú í hilluleigu?“ Hann spurði: „Ha. Hvaða hilluleigu?“ „Ja, þú selur niðursoðna ávexti“, svaraði ég. „Hvað færðu fyrir að selja þessa dós með niður- suðu?“ Hann nefndi það og ég sagði, að það væri nokkuð 'há hilluleiga. „Kallarðu þetta hilluleigu? Sérðu ekki, að ég þarf að borga rafmagn, borga fólkinu, sem afgreiðir, greiða vexti og bókhald o. s. frv?“ Ég sagði þessum ágæta vini mínum, að hið nákvæmlega sama þyrftum við að gera í sambandi við þessa pakkhús- leigu. Ef sagt væri við mig: „Ég er hérna með 100 tonn, sem mega liggja í eitt „ár“, tækjum við mjög lága pakk- húsleigu og lokuðum pakkhús- inu. En í vöruskemmunum er- um við með 10—20 menn, til- búna að afgreiða þegar við- skiptamennirnir koma. Það þarf að borga rafmagn, tækja- kostnað, húsaleigu og allt slíkt. TAPREKTSUR Ég skil vel, að stórkaup- mönnum finnist þessi leiga há. En mergurinn málsins er sá, að þessi þjónustugjöld hafa verið svo lág, að alltaf hefur verið tap á vöruafgreiðslunni. Það er ekki bara fermetrinn, sem kass- inn stendur á, sem gjald er tek- ið fyrir, heldur allt hitt, sem í kringum þjónustuna er. Stefna Eimskipafélagsins er óbreytt frá því sem hún var, þegar félagið var stofnað. Við viljum gefa sem bezta þjón- ustu. Félagið var stofnað sem þjónustufyrirtæki til að ann- ast flutninga innanlands og milli íslands og annarra landa. Þetta munum við reyna að gera og stefna að því að bæta skipastólinn, endurbæta vöru- geymslur, kaupa betri tæki og veita betri þjónustu en við höf- um gert áður.“ Það er því mikilvægt fyrir verzlunina, eins og raunar flesta þætti þjóðlífsins, að sam- göngur séu sem fullkomnastar og fjölbreytilegastar. Hinsvegar er það mjög mismunandi hvaða aðstöðu þjóðirnar búa við í þessum efnum og valda því fjöl- margar og breytilegar aðstæð- ur. Segja má að sjálf samgöngu- tækin skiptist í fjóra megin flokka, skip, flugvélar, bifreiðir og járnbrautir, en vélakostir okkar íslendinga eru þó aðeins þrír hvað innanlandsflutninga snertir og tveir, þegar um er að ræða flutninga til og frá land- inu. Á þeirri tækniöld, sem við nú lifum hefur öll samgöngutækni þróast með miklum hraða, en yngsta samgöngugreinin, flugið, hefur þó tekið stærstum stökk- breytingum. Við íslendingar tókum flugtækninni opnum örmum og flugvélin er hér nctuð hlutfallslega meira, og almennar, en í flestum ef ekki öllum öðrum löndum. HRAÐUR VÖXTUR FARMFLUTNINGA Megin notagildi flugvélar- innar sem samgöngutækis hef- ur til þessa verið á sviði far- þegaflutninga. Er nú svo komið, að farþegaflutningar á langleið- um, og þá sérstaklega yfir út- höfin, fara að langmestu leyti fram með flugvélum. Þáttur flugvélarinnar í vöruflutning- um hefur hinsvegar til þessa verið með öðrum hætti, og mun Örn O. Johnson forstjóri Flugleiða. rýrari, þótt hún gegni einnig á því sviði mikilvægu og vaxandi hlutverki. Má í því sambandi benda á að á liðnum áratug hafa farmflutningar í lofti víð- ast hvar vaxið helmingi hraðar en farþegaflutningar, þótt þeir séu enn aðeins örlítið brot heildarflutninga. Hér á landi hefur þróun flugsamgangna orðið að því FV 4 1975 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.