Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 64

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 64
mismunurinn allt upp í hund- ruð þúsunda, hvað 3K innrétt- ingarnar eru ódýrari. Á síðustu tveim árum hefur meðalstór innrétting í eldhús í fjölbýlis- húsi hækkað aðeins um 12% vegna aukinnar framleiðni. 3K býður eldhúsinnréttingar í venjulega fjölbýlishúsaíbúð á allt niður í tæpar 200 þúsund krónur. ,,Ég hef ekki enn fundið er- lendar innréttingar, sem geta keppt við okkur í verði og alls ekki í gæðum,“ sagði Ólafur, er hann var spurður um hugsan- leg áhrif frjáls innflutnings inn- réttinga á starfsemi 3K. Hann benti á að um leið og ákvörðun var tekin um að ganga í EFTA, hefði verið hafist handa um að byggja upp þá aðstöðu að verða samkeppnishæfir við innflutn- inginn og það hefði greinilega tekist á öllum þrem stöðunum. Örðugasta vandamálið sagði hann, hversu erfitt og hve dýrt væri að fá fé til fjármögnunar þessara fyrirtækja, þótt þau væru í góðum rekstri, og benti á að erlendu keppinautarnir fengju mun auðveldar og mun ódýrara fjármagn en innlendir aðilar. Þrátt fyrir það upplýsti Ólafur að rekstur þessara fyrir- tækja hefði gengið vel á síðasta ári fjárhagslega. Samstarf þetta hefur nú staðið í tvö og hálft ár og sagði Ólafur að staða fyrir- tækjanna væri ótrúlega góð miðað við að á tímabilinu hafi þau breyst úr þjónustufyrirtæk- jum, eins og áður er lýst, yfir í framleiðslufyrirtæki. SAMVINNA VIÐ NORÐMENN Ein af ástæðunum fyrir vel- gengni í uppbyggingu þessa samstarfs taldi Ólafur þá, að mjög gott samstarf hafi náðst við stór norsk húsgagnafram- leiðslufyrirtæki og framleiðir 3K húsgögn eftir þeirra teikn- ingum. Annað þessara fyrir- tækja er eitt það stærsta á sínu sviði í Evrópu. Það er op- inn möguleiki að 3K framleiði upp í samninga erlendu fyrir- tækjanna en eins og sakir standa sagði Ólafur að fyrsta markmið væri að vera það sam- keppnisfærir á íslenska markað- num að fært sýndist að flytja einnig út. En á meðan gengi íslensku krónunnar og fjármála- ástandið hérlendis væri eins og raun ber vitni, taldi Ólafur ó- kleift fyrir úslenskan húsgagna- iðnað að hugleiða útflutning því m. a. þarf að gefa út verð- lista eitt ár fram í tímann. FOSSNESTI Selfossi Greiðasala. Essó-benzín og olíur. Allskonar léttar veitingar, Leigubifreiðir til lengn sælgæti öl tóbak og ís. og skemmri ferða. Ljósmyndavörur.. Ymsar bifreiðavörur. Alls konar ferðavörur og Afgreiðsla sérleyfisbifreiða nauðsynjar. Austurleiðar. Sími 99-1266 Selfossi. HÓTEL SELFOSS er í þjóðleið. Leigjum út veizlusali. Venð ávallt velkomm. Sendum út heitan mat Veitingasalur opinn og köld borð daglega frá kl. 8-23.30 . fynr veizlur. Sími 99-1230. 64 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.