Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 86

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 86
§ Þáttur Air Bahama Auk þess að vera yfirmaður skrifstofu Loftleiða í Luxem- borg er Einar Aakrann for- stöðumaður Air Bahama í Lux- emborg, en það félag er sem kunnugt er dótturfélag Flug- leiða hf. nú eftir sameiningu íslenzku flugfélaganna. Allt sölukerfi Loftleiða í Evrópu og Bandarikjunum er einnig notað fyrir Air Bahama. í sumar mun það félag fara 4 ferðir í viku milli Luxemborgar og Nassau en Loftleiðir verða með 12 ferðr ir vikulega á norðurleiðinni svokölluðu, um ísland. Aakrann sagði, að það hefði tvímælalaust verið rétt að kaupa Air Bahama á sínum tíma vegna þeirrar hugsanlegu samkeppni við Loftleiðir, sem af félaginu stafaði. Árið 1968, sem var fyrsta ár Air Bahama á flugleiðinni, flutti félagið 10.251 farþega en í fyrra voru þeir 84,416. Við spurðum, hvort Air Bahama væri samt ekki í beinni samkeppni við Loftleið- ir. „Nei, alls ekki“, svaraði Aakrann. „Frekar má segja að þetta sé viðbót. Nú eru farþeg- arnir aðallega ferðafólk, sem fer til orlofsdvalar i Karabíska hafinu eða í Flórída og enn- fremur farþegar til Suður- Ameríku." Það hefur verið í athugun að breyta eignaraðild að Air Ba- hama, þannig að Bahamabúar fengju sinn hlut. Yrði það ef- laust til að tryggja félaginu ör- ugg lendingarréttindi í Nassau til langs tima. Þá hefur líka komið til tals, aði Luxemborgar- ar eignuðust hlut í félaginu en það mál er aðeins á frumstigi. Major Ricketts, sá er stofn- aði Air Bahama á sínum tíma, er þó ekki af baki dottinn. Hann hefur leyfi til að fljúga tvisvar í viku til Luxemborgar frá Barbados í Karabíska haf- inu og nú heitir félagið Inter- national Caribbean. Er far- gjaldið svipað og hjá Air Ba- hama en af völdum samkeppni frá Ricketts hefur Air Bahama nú lokað skrifstofu sinni í Vene- zúela. • Hvað gera Luxemborgarar ? Hér á íslandi hefur það oft legið í loftinu, að stórglæsileg- ur árangur Loftleiða á N-Atl- antshafsleiðinni kynni að vekja Luxemborgara til alvarlegrar íhugunar um sína eigin hags- muni í fluginu og þeir spyrðu sjálfa sig: „Hvers vegna ger- um við þetta ekki sjálfir?“ Fyrir nokkrum árum einkennd- ust viðhorf vissra áhrifamanna í samgöngumálum Luxemborg- ara mjög af þessu. Tilraun var gerð til að fá loftferðasamning við Bandaríkin en það tókst ekki, þrátt fyrir mikla vináttu, sem verið hefur með Luxem- borgurum og Bandaríkjamönn- um frá því á stríðsárunum. Sennilegt er að bandarísk yfir- völd hafi litið til þess, hve fáir Luxemborgarar koma vestur um haf og ennfremur, að band- arísk flugfélög hafi eindregið lagzt gegn hugmyndinni. Loft- ferðasamningur við Bandaríkin fékkst sem sé ekki og hin síð- ustu ár hafa engar tilraunir verið gerðar til aði fá flugrétt- indi vestur um haf. Um skeið sýndu Luxemborg- arar áhuga á að cignast hlut i Loftleiðum. Það var fyrir meira en tiu árum og þá hugmynd mun ekki hafa borið á góma langa lengi. Við báðum Einar Aakrann að lýsa samskiptum Loftleiða og flugmálayfirvalda í Luxemborg eins og þau eru um þessar mundir. § Samstarf vi5 Luxair Einar Aakrann sagði: „Sam- komulagið er mjög gott. Ég finn, að Luxemborgarar líta nú á Loftleiðir sem sitt annað flugfélag. Samvinna við þeirra eigin félag, Luxair, er með á- gætum og reikna má með að það flytji um 20% af farþegum okkar milli Luxemborgar og annarra áfangastaða í Evrópu. Luxair, flugfdlag þeirra Luxemborgarbúa heldur uppi ferðum með Fokker-Friendshipflugvélum til margra mikilvægustu borga í Vestur-Evrópu. 86 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.