Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 96

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 96
Ilm heima og geima — Þó mér 'þyki vænt um þig, Snati minn, verð ég að hegna þér með því að gefa þér ekki kjötbita í heila viku. Stórsnillingur, hvað er það? Maður, sem getur sannfært eig- inkonuna ’um að í minkapels sýnist hún feitari en hún ra'un- verulega er. Presturinn starði lengi í þungum þönkum á ungu brúð- hjónin, sem hann hafði nýlokið við að gefa saman. Þetta var ákaflega nútímalegt par, bæði með sítt og mikið hár. Eftir langa umhugsun sagði hann loks svolítið vandræðalega: —Jæja, Ætlar ekki annað- hvort ykkar að kyssa brúðina? — ® — í seinni 'heimsstyrjöldinni gekk hvorki né rak um skeið hjá ameríska hernum við Rín. Foringi hersveitar nokkurrar hét því að greiða hermönnun- um einn dollar fyrir hvern þýzkan hermann, sem þeir gætu yfirbugað. Um nóttina voru Sam og Bill á vakt í fremstu víglínu: — Ssssh, Sam — pössum að vekja ekki hina strákana. Það eru að minnsta kosti 500 dollar- ar að koma skríðandi inn yfir gaddavírsgirðinguna. — • — Tveir smástrákar voru úti að hjóla á fallegu vorkvöldi. — Heyrðu maður, sagði ann- ar. Nú verður allt vitlaust heima. Klukkan er örugglega orðin meira en átta. — Ef við förum heim núna, verðum við flengdir. Ef við förum ekki heim fyrr en klukk- an tólf hrópa allir: „Guði sé lof. Þeir eru fundnir, litlu elsk- urna.r.“ Maður nokkur kom inn á veitingastofu í Paris og pantaði viskí. Annar gestur var þar nærri og drakk appelsín. Hann vék sér að komumanni og sagði áminnandi: — Vitið þér, að milljón Frakkar deyja á ári hverju af völdum alkóhólsins? — Það kemur mér nú litið við, svaraði hinn. Ég er Breti. Þessi er frá Kaupmannahöfn: Konan var snaróð: — Þú með þessar djöfuls sjálfsmorðstilraunir þínar. Líttu á gasreikninginn, mað'ur. 96 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.