Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 21

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 21
Bretland Stuðningur við reksturinn hjá Chrysler - verksmiðjunum í stað atvinnuleysisbóta Reiðialdan, sem upphaflega skall yfir Wilson, forsætisráðherra Bretlands og Verkamannaflokks- stjórn hans, er tilkynnt var skömmu fyrir jól, að brezka stjórnin myndi veita Chryslerbifreiða- verksmiðjunum í landinu 162 milljón sterlingspunda styrk til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti, virðist nú gengin yfir og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar í landinu hafa lýst yfir að þeir muni halda áfram að vinna með ríkisstjórninni í baráttunni gegn verðbólgu og fyrir auknum iðn- aðarvexti. Stjórnmálafréttaritarar og efnahagssérfræðingar telja að Wilson hafi hér unnið mikil- vægan sigur. Wilson átti sann- ast sagna ekki margra kosta völ í þessu rná'li. Chryslerverk- smiðjurnar höfðu tapað um 30 milljónum punda árið 1975 og allt benti til þess að tapið í ár yrði um 40 milljónir punda. Höfðu forráðamenn fyrirtækis- ins, með forstjórann John Riccardo í fararbroddi lýst þvi yfir að verksmiðjunum yrði lokað ef brezka stjórnin kæmi ekki til hjálpar. 25 þúsund manns starfa hjá verksmiðjun- um í Bretlandi og er stærsta verksmiðjan í Linwood í Skot- landi. Ef Chrysler hefði lokað verksmiðjunum hefði allt þetta fólk misst atvinnuna og það kostað hið opinbera gífurlegar upphæðir í atvinnuleysisbótum. # Samvinna og aðstoð við fyrirtæki Kaldhæðnin í þessu máli, er að 5 nóvember sl. kallaði Wil- son fréttamenn á sinn fund og tilkynnti nýjar og strangar að- gerðir til þess að hleypa lífi í efnahag landsins með áherzlu á að örva iðnað og fjárfestingu í iðnaði. Lagði forsætisráðherr- ann áherzlu á, að ríkisstjórnin myndi beina kröftum sinum að samvinnu og aðstoð við fyrir- tæki, sem mesta möguleika ættu á að auka framleiðsluna, en ekkert yrði gert fyrir óarð- bærar iðngreinar nema forráða- Wilson átti ekki margra kosta völ en lét undan hótunum Riccardo forstjóra Chrysler um að verksmiðjunum yrði lokað. menn þeirra fyrirtækja gætu sýnt fram á að hægt væri að snúa dæminu við, eða að fyrir- tækin væru nauðsynleg fyrir iðnaðinn í heild. Meðal óarð- bærra iðngreina var einmitt bilaiðnaðurinn, sem hafði ver- ið lýst sem of stórum og of skvapkenndum. Þetta kom fram í skýrslu, sem sérfræð- ingar ríkisstjórnarinnar höfðu unnið að í langan tíma um s.töðu bifreiðaiðnaðarins og önnur kaldhæðni var að niður- stöðurnar voru birtar sama dag og Wilson tilkynnti ákvörðun- ina um Chrysler. í skýrslunni sagði að bifreiðaiðnaðurinn væri alltof stór fyrir markað- inn með of margar verksmiðj- ur og of margt starfsfólk. Þess- ar tvær miklu andstæður í fréttunum sama daginn ollu miklu umróti meðal almenn- ings í Bretlandi, en Wilson sagði að lokaákvörðun stjórnar sinnar hefði verið óhjákvæmi- leg og það eina skynsamlega í málinu. # Betra en atvinnuleysi Brezka ríkisstjórnin hafði áð- ur boðið fram 35 milljón sterl- ingspunda aðstoð, en Chrysler hafnaði því algerlega og sagði að ef stjórnin ekki biði betur yrði verksmiðjunum hreinlega lokað. Wilson sagði að sérfræð- ingar hefðu reiknað út, að ef hið opinbera þyrfti að greiða 25 þúsund manns atvinnuleysis- bætur myndi sú upphæð verða FV 3 1976 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.