Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 7

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 7
i stnltu mðli # l\iýting jarðhita Nú sem stendur búa um 53% lands- manna við hitaveitu. I náinni framtíð mun þessi tala hækka í 70% þegar þau byggðarlög hafa fengið hitaveitu þar sem nú er unniö að hitaveitufram- kvæmdum. Miðað við þekkingu á jarð- hitamöguleikum nú eru nokkrar líkur á að 80% af íbúum landsins fái hita- veitu innan mjög langs tíma. 9 Vestfirðingum fjölgar í skýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins segir að vöxtur mannfjölda á landinu árið 1975 hafi verið líkur því, sem hann var árið áður eða 1,2%. Nokkuö dró úr vexti höfuðborgarsvæð- isins, og í fyrsta skipti varð fækkun í Reykjavík, en aðliggjandi sveitarfélög eru í vexti. Athyglisverðasta breytingin varð á VestfjÖrðum, en þar varð 1,1% f jölgun árið 1975. Er það veruleg breyt- ing frá árinu áður, en þá varð fækkun og árin þar á undan nær því stöðnun. 9 Finnsk fatnaðarsýning Dagana 27.—29. september í haust gengst útflutningsmiðstöð Finna (Finnish Foreign Trade Association) fyrir kynningu á finnskum fatnaði í Kristalsal Hótel Loftleiða. Verður kynningin opin frá 9 til 16 eingöngu fyrir innkaupafólk en frá 16 til 20 fyrir almenning. Alls taka 27 finnsk fyrir- tæki þátt í sýningunni, þar af eru 23, sem sýna tilbúinn fatnað, 3 með inn- anhúss-textil, eitt með skartgripi og eitt með glervörur. 9 Iðnaðarframleiðsla Áætlaö er, aö iðnaöarframleiösla hafi staðið nokkurn veginn í stað á ár- inu 1975, þrátt fyrir mikinn samdrátt álframleiðslu, en hún minnkaði um 14%, úr 68.400 tonnum í 59.000 tonn 1975, vegna erfiðra aöstæðna á heims- markaði. Framleiðsla kísilgúrs minnk- aði einnig eða úr 24.700 tonnum 1974 í 21.400 tonn 1975. Annar iðnaður en ál- framleiðsla virðist hafa aukizt um 2% árið 1975. Iðnaðarframleiðsla til út- flutnings hefur hins vegar aukizt tals- vert eða um 11%. 9 Seðlar og mynt í lok ársins 1975 voru seðlar og mynt í umferð 4.679 milljónir króna og höfðu aukizt um 27,2% á árinu, en árið áður var aukningin 28,7%. Báru 5000 kr. seðlar meginþungann af hinni auknu seðlaumferð, og er hlutdeild þeirra í seðlamagninu orðin um 75%. Að því er seölafjöldann varðar, voru 100 kr. seðlar langflestir eða 57%, en fjöldi 5000 kr. seðla aöeins 17%. Á árinu voru settar í umferð 51,3 m.kr. af skiptimynt í fjórum mynt- stærðum, sem allar voru slegnar með ártalinu 1975. Kostnaðarverð krónu- peninga við síðustu sláttu var 2,60 kr. pr. stk., og verður útgáfu þeirra nú hætt í núverandi mynd. 9 IVIokkajakkar og kápur til IMoregs Steinar Júlíusson feldskeri hefur nú nýlega fengið pantanir frá Noregi í um 3Ó0 kápur og jakka úr mokkaskinnum. Aö sögn Steinars er hér um að ræða árangur af þátttöku í Scandinavian Fashion Week s.l. vor. Áætlað sölu- verðmæti er um 11 milljónir króna. 9 Ráöherralaun Samkvæmt úrskurði Kjaradóms reiknast grunnlaun ráðherra frá 1. júlí 1 ár kr. 195 þús. en forsætisráöherra 215 þús. Að auki fá ráöherrar þing- fararkaup, kr. 159 þús. frá 1. júlí. Laun ráðherra eru því 354 þús. frá 1. júlí án vísitöluuppbótar. Þetta á eftir aö hækka þegar líður á áriö. Þann 1. októ- ber verða ráðherralaunin 215 þús. og þingfararkaupið 174 þús., hvorttveggja án vísitölu. FV 6 1976 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.