Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 12

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 12
a Byggingarframkvæmdir: Mikil þensla á markaðnum og tilboð talsvert yfir kostnaðaráætlunum Frjáls verzlun leitar upplýsinga hjá verktökum um helztu verkefni þeirra Mikil gróska virðist vera í verklegum framkvæmdum um þessar mundir og síður en svo að at- vinnuleysis og þrenginga gæti í byggingariðnað i. Samdráttar varð vart í vetur þannig að tilboð í verk hjá opinberum aðilum voru jafnvel 20—30% undir kostnaðaráætlunum. Dæmið hefur algjör- lega snúizt við. Yfirborganir til byggingarman na eru stundaðar af f'ullu kappi og algengt er að lægstu tilboð í stærri verkefni séu 10—20% hærri en kostnaðaráætlunin. Frjáls verzlun lcitaði til allmargra byggingarverktaka og spurðist fyrir um einstök verkefni þeirra. AÐALBRAUT H.F., Síðumúla 18. Aðalbraut h.f. vinnur nú að gatnagerð og lögnum í Hóla- hverfi í Breiðholti III, fyrir Reykjavíkurbor-g. Verkinu verður lokið fyrir 15. sept- ember n.k. Þá er verið að vinna við Skammadalsæð fyrir Hita- veitu Reykjavíkur, en það er tengilögn frá Reykjahlíð yfir að Reykjum í Mosfellssveit. Lögnin er 3 km löng. Skamma- dalsæð er samtenging á tveim- ur aðalborholum Hitaveitu Réykjavíkur. Áætlað er að hleypa vatni á 15. okt. n.k. Á síðasta ári lagði Aðalbraut h.f. lögn frá Breiðholti yfir í Hafn- arfjörð 2. áfanga. Vatni var hleypt á í fyrra, en verið er að ganga endanlega frá verk- inu, Auk þessara verkefna hef- ur Aðalbraut h.f. með höndum ýmis smærri verkefni svo sem byggingu einstakra húsa og grunna. BJÖRGUN H.F., Sævarliöfða 13. Björgun h.f. á nú þrjú sand- dæluskip, Sandey I, II og III. Sandey I sér Sementsverk- smiðjunni á Akranesi fyrir Skrifstofubygging, sem Breiðholt h.f. er að reisa við Háaleitis- braut. 12 FV 7 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.