Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 25
eru til undantekningar ef ein- stakar atvinnugreinar eru tekn- ar út úr, einkum bændur, en menn greinir á um hvort þeir skuli teljast atvinnurekendur eða launþegar. Aðrar stéttir greiða hins vegar mun hærri tekjuskatt en meðalmaðurinn, t. d. læknar. Þetta er hins veg- ar engin sönnun þess að allir einstaklingar i atvinnurekstri greiði þann skatt sem þeim ber, en jafnfráleitt væri að álykta að ,,launþegar“ hagræddu ekk- ert framtölum sínum. Sennilega er atvinnurekstur einstaklinga tiltölulega algeng- ari hér en annars staðar. Sumir hafa fullt starf hjá hinu opin- bera og reka umboðssölu eða aðra þjónustustarfsemi auka- lega. Bændur og sýslumenn sækja á sjóinn á vissum tímum árs. Sami maður getur verið með eigin byggingarstarfsemi hluta úr ári en í vinmiu hjá öðr- um í annan tíma. Þess vegna er erfitt að skilgreina svo öllum líki hver sé atvinnurekandi og hver sé launþegi. 0 Annað atriði Löggjafinn mismunar skattþegnum með ýmsum hætti og hefur talið sérstaka ástæðu til þess, því varla hefðu lögin annars verið samþykkt. Sumt eru flestir sammála um og má reynidar líta á sem jöfn- un aðstöðu, eins og að taka til- lit til framfærslubyrði í per- sónuafslætti og barnabótum. Þær frádráttarheimildir sem vega þyngst í krónutölu eru 50% frádráttur tekna eigin- konu, vaxtagjöld, lífeyrisgjöld og sjómannafrádrættir. Þannig er ekki einvörðungu mismun- andi aðstaða þeirra sem stunda rekstur og almennra launþega, heldur er launþegum mismunað stórlega innbyrðis. Áður en skattbreytingarnar árið 1974 voru gerðar þar sem afsláttar- kerfi var tekið upp og ívilnanir vegna barna sameinaðar á einn stað, lét nærri að þriðjungur brúttótekna væri eftir, þegar allir frádráttarliðir voi'u taldir. Það segir sig sjálft að þegar öll- um frádráttarheimildum slær saman verður útkoman all handahófskennd og reyndar rembihnútur sem verið er að glíma við að leysa. # Þriðja atriði Undandráttur tekna er ef- laust talsverður, þótt engar töl- ur séu til í því efni. Ekki er óliklegt að undandráttur sé því meiri sem almenningi finnst skattkerfið óréttlátara og skatt- hlutfall er hærra. # Fjórða atriði Sú fullyrðing, að tekju- skatturinn dragi orðið úr fram- taki, er hæpin. Því hærri sem viðbótarskatturinn er þeimmun hagstæðara er fyrir einstakling- inn að taka út lífskjörin í aukn- um frítíma, en á móti vegur að hærri skattur minnkar ráðstöf- unartekjur sem í flestum tilvik- um er vinnuhvetjandi. Sömu- leiðis er tekjuskattshlutfall hér bæði að meðaltali og á jaðrin- um mun lægra en á öðrum Norðurlöndum. I þessu sam- bandi verður að gera sér ljóst að skatturinn er greiddur ári seinna og verður þá mun lægra hlutfall af samtímatekjum en tekjum skattársins. # Fimmta atriði Snar þáttur þess að tekju- skatturinn er að margra dómi hár og kemur óþægilega við menn er að staðgreiðsla skatta hefur ekki verið tekin upp. Þegar samið hefur verið um miklar kauphækkanir hafa menn ekki áttað sig á að skatt- greiðslur mundu að öðru jöfnu hækka tiltölulega meira en tekjurnar vegna þess að menn lentu i hærra skattþrepi. Þetta hefur orðið til þess m. a. að endurskoðun álagninigarreglna hefur orðið snar þáttur kjara- samninga. Skyndibreytingar hafa síðan verið gerðar sem hafa tafið fyrir gagngerri end- urskoðun. # Sjötta atriði Meðan tekjuskattskerfið er ófullkomið verða tekjujöfnun- aráhrif þess hæpin. Rétt er í þessu sambandi að hafa í huga að með skattbreytingunum sem gerðar voru 1975 voru gerðar lagfæringar sem tvímælalaust voru til tekjujöfnunar, en þá var ýmsum frádráttarliðum, sem margir höfðu ekki gagn af breytt í afslátt frá skatti og m. a. til þátttöku í útsvari. Sömu- leiðis voru barnabætur færðar til samræmis við fjölda barna fremur en tekjur. Þá var tekið fyrir beina útborgun skattaf- sláttar sem lögfest var 1973 nema hjá lífeyrisþegum þar sem hún var sameinuð svo- nefndri tekjutryggingu. Það er i deiglunni hvort unnt sé og þá hvernig að samhæfa skattgreiðslur, tryggingabætur og lífeyrisgreiðslur, en allir þessir þættir tvinnast saman hjá lífeyrisþegum, Svo virðist sem staðgreiðsla opinberra gjalda sé forsenda þess að unnt sé að samhæfa þessa þrjá þætti svo vel sé. • Á að leggja tekjuskattinn niður? Vegna þeirra annmarka sem finna má á álagningarreglum og framkvæmd tekjuskatts hafa margir dregið þá ályktun að best sé að leggja hann alveg niður. Þessu til stuðnimgs er einnig bent á að tekjuskattur sé tiltölulega hár miðað við sölu- skatt og aðflutningsgjöld. Laun- þegasamtökin sem fyrir nokkr- um árum töldu óbeina skatta verstu tegund gjalda hafa nú snúist á sveif með niðurlags- FV 7 1976 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.