Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 35
sérfræðinga sem störfuðu að geimferðaáætlunum banda- ríkjamanna. Má þar nefna veð- urfræði, rafeindatækni, efna- fræði, læknisfræði, vélíræði. Á öllum þessum og öðrum sviðum hefur þekkingaraukningin kom- ið öllum heiminum að gagni við lausn ótrúlegustu vandamála. Það er kominn tími til að við íslendingar gerum okkur grein fyrir því, að okkur ber að stór- auka rannsókna- og vísinda- starfsemi í landinu á öllum sviðum. Og sú staðreynd að við erum blönk og sjáum fram á skósólasoðningu sem næsta málsverð, ætti að sýna betur nauðsyn þess að stórauka fjár- framlög til rannsókna á öllum sviðum. Við látum erlenda sér- fræðinga sletta því í andlitið á okkur að við séum tæknilega vanþróuð þjóð án þess að við roðnum. Ósjálfrátt dettur manni í hug að sá kotkarla- bragur, sem nú hefur gert menntaskólakerfið að letivistar- stofnunum og ræðst nú að æðstu menmtastofnun þjóðar- innar — Háskólanum, hafi sýnt að það er dýrt að vera fátækur en þó sé heimskan hundraðfalt dýrari. STJÓRNUN KREFST SÉRHÆFNI Eitt af lykilorðum tækniþró- unar er stjórnuin. Á því sviði eru flestar brotalamir íslenzkra stjórnmála og efnahagssögu fram á okkar daga. Hvað sem erlendir sérfræðingar telja okk- ur vanþróaða, verður þeirri staðreynd ekki hnekkt, að það eru ekki nema rúmlega hundr- að ár frá því að þessi þjóð hírðist vannærð og grálúsug í moldarkofum og menningar- stigið slíkt, að sagnfræðingar geta kallað yfir sig þjóðarónáð ef þeir fara að krukka í þann svarta depil hinnar íslenzku menningarglansmyndar. Hér er nú tækniþjóðfélag risið og það mun þróast áfram með kostum sínum og göllum. Það er á- byrgðartilfinning okkar gagn- vart eftirkomendum, sem er gangráður þeirrar þróunar sem okkur er falin. Til þess að stýra styrkri hendi þeirri þróun iðnaðar og tækni, sem okkur er lífsnauðsyn, þurfum við sér- hæft fólk. Tími brjóstvitsgutl- aranna er hvort eð er að líða undir lok, það sýna hagtölur undanfarinna ára. Nauðsyn stjórnunar með verkaskiptingu sérhæfðra ein- staklinga er alltaf að aukast. Því meiri tækni sem við not- um — því meiri verður at- hafnahraðinn. Því flóknara sem þjóðfélagið verður — því meira verður orsakavægi einstakra á- kvarðana og ein röng ákvörðun getur haft gífurlegar keðjuverk- andi afleiðingar, sem erfitt er að sjá fyrir. Því má oft engu skeika. Af þessu leiðir sú stað- reynid, að í tækniþjóðfélagi byggist árangur að verulegu leyti á áætlunarbúskap. ÁÆTLUN OG ÁKVÖRÐUN EN EKKI ÁGIZKUN OG KLÚÐUR Það hefur verið eins og rauð- ur þráður í stjórnkerfi landsins um árabil, að áætlun er ruglað saman við ágizkun. Hér hefur staðið yfir ágizkunarbúskapur með tilheyrandi viðlagastjórn brjóstvitsins í rúma tvo ára- tugi og árangurinn er sú blinda, draghalta betlikerling, sem er- lendar lánastofnanir sletta öðru hvoru í til að treina í henni tóruna, en þetta transeyði kall- ast hér heima ríkissjóður. Áætlun er röð ákvarðana sem teknar eru fyrirfram útfrá á- kveðinni forsendu og með því að beita líkindareikningi. Þess- ar ákvarðanir krefjast sérhæfni. Og ef við tökum nú athafna- hraðann — tímann inm í dæmi- ið verður það Ijóst, að það er einni mannlegri veru gjörsam- lega um megn að spanna þær víddir þekkingar, sem þarf til að taka ákvarðanir sem stýra tækniþjóðfélagi nútímans. Slík stjórnun er því falin hópi sér- hæfðra einstaklinga hjá þróuð- um þjóðum. Þessir einstakling- ar, hver á sínu afmarkaða sviði, mynda í hópi þá stjórnsýslu sem stýrir þjóðfélagi eða fyrir- tæki. Frumskylda þeirrar stjórnsýslu er að tryggja ágóða af rekstrinum, í hvaða mynd sem sá ágóði kann að vera reiknaður, fjárhagslegur, félagslegur eða þjóðhagslegur. Þótt okkur verði á að van- meta sérhæfni við stjórnsýslu og lesa síðan afleiðingarnar í hagtölum, er það ef til vill ekki eins alvarlegt mál og sú stefna, sem hér er ráðandi, að viður- kenna ekki sérhæfni nema hún sé í kolli einhvers af öðru þjóð- erni. Það þarf ávallt „erlenda sér- fræðinga“ til að endurtaka eða jafnvel apa upp álit og niður- stöður íslenzkra sérfræðinga til þess að þær teljist hér mark- tækar. IÐNÞRÓUN VERÐUR EKKI BYGGÐ Á ERLENDRI ÞEKKINGU Ef við vindum ekki bráðan bug að því að leiðrétta þessa kórvillu, mun hún verða til þess að fresta enn um sinn þeirri iðnþróuin, sem framtíð þjóðarinnar byggist á. Ef hugs- unarháttur kotkarla á enn að ráða þannig að sérhæft fólk sé fyrir þröngsýni og nirfilshátt flæmt úr landi og um leið girt fyrir að nokkurt ungmenni telji sér hag í að sérmennta sig til hagnýtra starfa, þá mun iðn- þróun enn eiga langt í land á íslandi. Hinsvegar gæti sú bón- bjargarpólitík, sem nú vill gera út á hersetu í stað þorsks, gert íslendinga að mestu aulum Evrópu á áratug eða jafnvel skemur. Kjarni málsins er sá, að það hlýtur að vera eitt af aðalmark- miðum iðnþróunar, að við get- um sjálfir valdið þeirri tækni sem hún byggist á, fyrr en seinna. Ef við höldum áfram að treysta einungis á erlenda sér- hæfni, fá íslendingar aldrei þá reynslu sem er nauðsynleg. Af- leiðingin verður sú að óbrúað bil mun myndast í atvinnu- mennt þjóðarinnar vegna skorts á sérhæfðu starfsfólki og kann það eitt að hafa nokkur áhrif á „sjálfstæði“ þjóðarinnar um- fram það sem orðið er í þeim efnum. FV 7 1976 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.