Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 38

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 38
Samiíðarmaéar Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: „Strangt aðhald í stjórn heild- areftirspurnar er nauðsynlegt64 m „annars er engin von til að við náum tökum á verðbólgunni“ Nafn l>jóðhagsstofn,unar og starfsmanna hennar ber oftlega á góma í opinberri umræðu um íslcnzk efnahagsmál og á þetta ekki sízt við, þegar aðilar vinnumarkaðarins setjast að samningaborði og 'þurfa að spá fyrir um afkomu atvinnuveganna. Þá er byggt á athugunum Þjóðhagsstofnunar. Eitt helzta verkefni hennar er líka að semja og birta opinberlega tvisvar á ári yfirlitsskýrslur um þróun þjóðarbúskaparins og horfur í þeiin efnum. Þetta var aðalumræðuefni okkar í viðtali við Jón Sig- urðsson, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. F.V.: — Uppörvandi fréttir ,iafa að undanförnu borizt un bætt viðskiptakjör okkar ís- lcndinga erlendis. Hvað líður Jón Sigurðsson: „Þrátt fyrir batnandi viðskiptakjör er ekki að vænta aukningar þjóðartekna á árinu, því búizt er við nokkrum samdrætti framleiðslu- magns í heild.“ langur tími þar til verðhækk- ana erlendis gætir að lullu í efnahagslífinu hér heima fyrir? J. S.: — Það er rétt, að ár- ferði í utanríkisverzlun hefur farið batnandi á þessu ári. Vax- andi framleiðslu og tekjum í heiminum fylgir vaxtarkippur í milliríkjaviðskiptum. Þjóðarbú- skapur íslendinga er þegar far- inn að njóta batans í greiðari sölu á útflutningsvöru og í hækkun útflutningsverðs um- fram innflutningsverð. Á fyrri helmingi ársins virðist útflutn- ingsverðlag í erlendri mynt a. m. k. 10-11% hærra en á sama tíma í fyrra, en innflutn- ingsverð hefur hins vegar ekki hækkað um meira en 5-6%, að því er bezt verður séð. Þannig hafa viðskiptakjörin þegar batnað um 4-5% frá fyrra ári og horfur virðast á frekari bata á síðari hluta ársins. Þú spyrð, hve langur tími líði þar til verðhækkana á er- lendum markaði gæti hér heima. Við þessu er ekki til neitt einhlítt svar, því það fer m. a. eftir því hvenær á fram- leiðslutímabili hverrar afurðar verðhækkun verður, eftir 38 FV 7 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.