Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 41

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 41
5) Minnkun almenns vöruinn- flutnings um 4-5%, nemur loks 1-1,5 milljarði af „bat- anum“. F.V.: — Hvernig kemur þetta heim við spár ykkar? J. S.: — Mér finnst þessar tölur styrkja þá skoðun, sem Þjóðhagsstofnun setti fram í júní s.l., að á þessu ári verði vöruskiptahallinn ekki meiri en 11-12 milljarðar, samanborið við 23 milljarða í fyrra, sé mið- að við sama gengi. Útflutnings- verðhækkunin upp á síðkastið gæti e. t. v. dregið eitthvað úr hallanum enn, en hins veg- ar virðist almennur vöruinn- flutningur fyrstu sex mánuði ívið meiri en spáð hefur verið, þar sem samdrátturinn sýnist ekki nema 4-5% jan.-júní, sam- anborið við spá um 6-7% sam- drátt á árinu öllu. Þetta tvennt gæti jafnazt út, þegar upp er staðið. Við getum því búizt við, að viðskiptahallinn sem hlútfall af þjóðarframleiðslu lækki úr 11-12% í fyrra í 5-6% á þessu ári. Þetta væri 1-2% meiri bati en spáð var á síðasta hausti. F.V.: — Eru horfur á að afkoma undirstöðuatvinnuveg- anna verði áberandi betri á næstu mánuðum en reiknað var með við gerð kjarasamninganna í vetur? J. S.: — Ég held að óhætt sé að segja, að engin atvinnugrein, sem máli skiptir, sé nú lakar sett en við var búizt í upphafi ársins. Hagur sjávarútvegs hefur vænkazt nokkuð upp á síðkast- ið vegna hækkunar á útflutn- ingsverði. En þá er á það að líta, að í byrjun ársins var reiknað með verulegum greiðsl- um úr Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins til frystihúsanna til þess að halda upp þeirra hag, sem frystihúsamönnum þótti þó þröngur. Markaðsbatinn og reyndar gengissig krónunnar gagnvart dollar hefur hvað frystihúsin snertir einkum runnið til þess að eyða þessum greiðslum og vitaskuld einnig til að mæta hækkandi fiskverði og innlendum kostnaði. Hag- ur fiskveiða í heild er afar erf- iður enn, þótt eitthvað hafi hægzt um í sumar, enda tel ég hvorki von né vit til þess að rekstur alls okkar stóra fiski- flota geti verið arðbær við ríkj- andi ástand fiskstofnanna við landið. Hagur annarrar útflutnings- framleiðslu en sjávarútvegs er nú allgóður og hefur farið batnandi. Síðustu áætlanir okk- ar benda til þess, að hagur heimamarkaðsgreina — iðnaðar og verzlunar — sé nú ekki lak- ari en undanfarin ár og fremur betri en lakari en í fyrra. Ég tel þetta svipað og við var bú- izt í ársbyrjun, þó e. t. v. held- ur skárra frá sjónarmiði fyrir- tækjanna. F.V.: — Ef reynslan sýnir að efnahagsástandið tekur umtals- verðum breytingum til batnað- ar á næstu misserum, hverra aðgerða telur þú þá börf til að hafa hömlur á verðbólgu? J. S.: — Ég ætla mér ekki að reyna að gefa þér ýtarlegt svar við þessari spurningu, en vildi aðeins nefna örfá atriði — og ekki ýkja frumleg eða ný- stárleg, en að minni hyggju mikilvæg engu að síður. 1) Stefna verður að nokkrum greiðsluafgangi á fjárlögum ársins 1977. Horfur virðast á, að verulega miði í jafn- vægisátt í ríkisfjármálum 1976. Þessari stefnu verður enn að fylgja fast eftir á næsta ári. 2) Á sama hátt er nú sérstök ástæða til að stýra peninga- málum í aðhaldsátt, bæði með vaxtastefnu, sem tekur mið af verðbólgunni, og tak- mörkun útlána. Vaxtaauka- reikningarnir, sem upp voru teknir í vor, og vaxtahækk- unin, sem af þeim leiddi, er spor í rétta átt. Leita þarf leiða til þess að sníða ýmsa vankanta af vaxtafyrir- komulaginu. Sérstaklega virðist ástæða til að sam- ræma vaxtakjör milli lána- stofnana. 3) Launasamningar, sem gerð- ir voru á fyrri hluta þessa árs, gilda yfirleitt til vors eða miðs næsta árs. Fram til þess tíma eru fyrirsjáan- legar launa- og verðlags- breytingar, sem eru til muna hærri en yfirleitt ger- ist í löndunum í kringum okkur. Þótt mjög hafi dreg- ið úr hraða verðbólgunnar hér á landi á þessu ári, er hún enn á bilinu 25-30% á ári. Hvort okkur tekst að draga enn úr verðbólgu á næsta ári ræðst ekki sízt af niðurstöðum kjarasamn- inga á því ári. Peningalaun eru lykilstærð í hagkerfinu og verður ákvörðun þeirra að miðast við framleiðslu- getu þjóðarheildarinnar á hverjum tíma. Hins veg- ar er eðlilegt að fulltrú- ar verklýðshreyfingarinnar leggi áherzlu á, að stjórn heildareftirspurnar er sam- ofin tekjuSkiptingunni í þjóðfélaginu. Stefna stjórn- valda í skattamálum, trygg- ingamálum og verðlagsmál- um verður að taka mið af því, að raunhæf og hófsöm launastefna nær ekki fram að ganga nema hún miði jafnframt í sanngirnisátt. Af þessum ástæðum er við því að búast, að skattamál og tryggingamál verði mikil- vægir þættir í kjaramálum á næsta ári. Ég tel nauðsynlegt að reyna nú með góðum fyrirvara — t. d. þegar á þessu hausti — að með samvinnu ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins verði kann- aðar leiðir til þess að draga verulega úr verðbólgu, og sam- eiginlega reynt að finna hald- góðar forsendur sanngjarnrar og hóflegrar stefnu í launa- og kjaramálum. En eitt er víst, að án strangs aðhalds í stjórn heildareftir- spurnar er engin von til þess að við náum tökum á verð- bólgunni. Reyndar er þessa að- halds ekki síður þörf til þess að tryggja, að fyrstu ávöxtum batans í ytri skilyrðum verði varið til þess að bæta greiðslu- stöðuna við útlönd. Eins og nú horfir á íslenzka þjóðarbúinu er mikil þörf á að skoða allar efnahagsákvarðanir í samhengi við raunhæft mat á útflutnings- og framleiðslugetu þjóðarinnar nokkur næstu árin. Við verðum að þurrka úr viðskiptahallan- um við útlönd til að koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun er- FV 7 1976 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.