Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 43

Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 43
„Stýra þarf peninga- málum með vaxta- stefnu, sem tekur mið af verð- bólgunni og með takmörkun útlána.“ „Áætlanir okkar benda til að hagur iðnaðar cg verzlunar sé fremur betri en lakari en í fyrra.“ lendis, en jafnframt sýna fyllstu aðgát í nýtingu tak- markaðra fiskstofna og reynd- ar annarra auðlinda lands og sjávar. Þetta er jafnvægis- þraut íslenzkra efnahagsmála næstu árin. F.V.: — Munu efnahagsmála- sérfræðingar mæla með áfram- haldandi bindingu fjármagns i bankastofnunum þó að bet,ur ári? J. S.: — Ef þú átt við bindi- skyldu innlánsstofnana við Seðlabanka, hvort henni skuli haldið óbreyttri, er svarið hik- laust jákvætt. Haldi útflutningsverð áfram að hækka, gaeti reyndar verið ástæða til þess að auka bindi- skylduna fremur en minnka til mótvægis þeirri útlánaaukn- ingu, sem sjálfkrafa fylgir end- urkaupum á afurðalánum við slikar aðstæður. F.V.: — Sýnist þér að mik- illar mismununar gæti í fyrir- greiðslu lánastofnana við at- vinnuvegina? Ef svo er, hvaða rök mæla með því, að sjávar- útvegur njóti algers forgangs fram yfir innlendan iðnað t. d.? J. S.: — A því leikur ekki vafi, að minni hyggju, að einn heizti galli íslenzka lánakerfis- ins er sérhæfing lánastofnana eftir atvinnuvegum. Þetta á ekki sízt við um fjárfestingar- lánasjóðina. Þetta fyrirkomulag er í eðli sínu íhaldssamt og beinir fé til þess, sem fyrir er, fremur en hins, sem koma skal. Aðgangur að lánsfé og að nokkru leyti einnig lánskjör hafa verið hagstæðari fyrir hefðbundnu atvinnugreinarnar, sjávarútveg og landbúnað, en aðrar greinar. Þessu þarf að breyta og samræma þarf láns- kjör og lánsskilyrði allra fjár- festingarlána, en einnig og ekki síður að samræma kjörin raun- verulegum kostnaði lánsfjár á hverjum tíma. Hins vegar er ekki víst, að skipting lána á einu ári, t. d. milli Fiskveiða- sjóðs, Iðnlánasjóðs og Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, gefi alveg rétta mynd af at- vinnuvegaskiptingu lánsfjár, þegar grannt er skoðað. Skipa- smíðaiðnaðurinn nýtur lána Fiskveiðasjóðs og með lánum Stcfnlánadeildar eru talin lán til vinnslustöðva landbúnaðar- ins, þannig að mörkin milli greina eru ekki alltaf skýr. Auk þess sem stundum hefur verið aflað sérstaklega fjár til meiri háttar iðnfyrirtækja, sem ekki kemur fram í lánum at- vinnuvegasjóðanna. F.V.: — Nú virðist bjartara framundan í efnahagsmálunum en undanfarið. Eru horfur á að hér sé um varanlegt ástand að ræða eða er önnur efnahags- kreppa á næsta leiti innan tveggja til þriggja ára, sem koma myndi jafnvel harðara niður á þjóðum V.-Evrópu og Ameríku en þrengingar síðustu ára? J. S.: — Flestir, sem fjalla um alþjóðaefnahagsmál, virðast þeirrar skoðunar, að batinn eft- ir erfiðleika undanfarinna ára sé með eðlilegum og heppileg- um hætti, og því sé ekki ástæða til að óttast ofþenslu og verð- bólgusprengingu á næstunni með þeirri hættu á bakslagi og nýjum þrengingum, sem því fylgir. Þróunin það sem af er árinu og spár fyrir næsta ár styðja þessa skoðun, eftir því sem ég fæ séð. F.V.: — Það er ekki aðeins verðlagsþróiunin á erlendum mörkuðum, sem úrslitum ræð- ur fyrir okkur heldur líka öfl- un hráefnis fyrir útflutnings- framleiðsluna. Svarta skýrslan og mismunandi viðhorf sérfræð- inga og stjórnmálamanna til ástands fiskistofna hafa valdið almenningi nokkurri furðu og áhyggjum. Hvorum hópnum takið þið mark á í efnahags- spám ykkar? J. S.: — Ég held að þessi skoðanamunur, sem þú nefnir milli sérfræðinga og stjórnmála- manna um ástand fiskstofna, hafi verið stórlega ýktur í fjöl- miðlum, og sé reyndar að veru- legu leyti tilbúningur þeirra. Hér er ekki um það að ræða, hvor sé betri Brúnn eða Rauð- ur. Auðvitað verðum við að byggja stefnuna í fiskveiði- málum á áliti fiskifræðinga. Ákvörðun um friðun og nýt- FV 7 1976 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.