Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 53
breytast heldur alls almennings.
Markmiðið verður að fjárfesta
fjárfestingarinnar vegna, án
þess að nokkur tilraun sé gerð
til að meta arðsemi hennar —
heldur aðeins til að koma krón-
unum undan verðbólgubálinu.
Sigurður: Ein af afleiðingum
verðbólgunnar er sú, að það er
ákaflega erfitt að fylgjast með
því hvernig ákveðin verk eða
framkvæmdir hafa gengið.
Þetta verður til þess að menn
komast upp með að gera kol-
vitlausar áætlanir og láta kostn-
að fara langt fram úr áætlun
og skella svo bara skuldinni á
verðbólguna. Ef menn hafa
pappírana í lagi á að vera hægt
að sundurgreina hvað hefur
verið vitlaust áætlað og hvað
er verðbólgunni að kenna. Ég
hef það á tilfinningunni að
menn komist oft upp með það
ekki sízt í opinberum rekstri,
að skella allri skuldinni á verð-
bólguna og þá slævist allt að-
hald í þá átt að gera hlutina
betur.
Sp.: Hefur tölvutæknin haft
áhrif í þá átt að bæta stjómun
hér á landi?
Ragnar: Ég held að við höf-
um verið jafnfljótir og aðrir að
tileinka okkur tölvutækni. Ég
sá nýlega að fjárfesting í tölv-
um og því sem þeim fylgir hef-
ur meira en tvöfaldazt síðan
1970. Ég veit að við stöndumst
afveg samanburð við þetta.
Sigurður; Það er enginn vafi
á því að tölvan hefur að veru-
legu leyti skapað grundvöll fyr-
ir hagkvæmni í stjórnun stór-
fyrirtækja. Það hefur kostað
vegagerðina gífurlega fyrir-
höfn að koma þessu á, eni þegar
menn fara að sjá árangur
leggja þeir sig fram um að fá
sem mest út úr þessu. Þegar
fleiri ríkisfyrirtæki verða kom-
in með tölvur skapast mögu-
leiki á „terminölum“ út um
land og þá getum við farið að
senda upplýsingar gegnum
síma.
Ragnar: Það var mikið fram-
faraspor þegar byrjað var að
gera vegaáætlun þannig að fjár-
veitingar til vegamála nýttust
betur.
Hörður: Það er ekki vansa-
laust að það eru enn stór ríkis-
fyrirtæki sem hafa ekki komið
á kerfisbundinni áætlanagerð,
sem farið er eftir.
Ragnar: Auk þess virðist
manni oft ákaflega lítið gert
af því að reikna út hvernig
hægt er að nýta fjármagnið
sem bezt í þeim liðum sem
kosta skattborgarana mest þ. e.
í menntakerfinu og heilbrigðis-
þjónustunni. Það er stillt upp
kröfum, sem síðan er reynt að
fullnægja án tillits til þess hvar
þörfin er mest.
Sp.: íslendingar verja litlum
hluta þjóðartekna sinna til
rannsóknarstarfa. Sýnir þetta
ekki vanmat á einum veiga-
miklum þætti stjórnunar?
Ragnar: Jú, vafalaust. Við
verjum einungis einum fjórða
til einum þriðja af því sem aðr-
ir nota til þessara mála. Þetta
sýnir vanmat á rannsóknum,
því að fullyrða má, að þeir pen-
ingar sem fara til þessara mála
skili sér aftur þegar til lengri
tíma er litið.
Sigurður: Það er landlægt
hér að menn hafa litla trú á að
fjárfesta í því, sem ekki skilar
sér strax. Þannig er t. d. afstaða
fjárveitingavaldsins að veru-
legu leyti. Það hefur takmarkað
trú á störfum sem einhverjir
menn vinna að inni á einhverj-
um rannsóknarstofum og skila
fyrst árangri eftir dúk og disk.
Menn vilja helzt fá afrakstur-
inn kontant. Einni tegund rann-
sókma eru menn þó að byrja að
fá trú á en það eru hafrann-
sóknir.
Ragnar: Rannsóknir verða
líka að vera markvissar. Rann-
sóknir eiga ekki að vera eitt-
hvað, sem stundað er í kyrrþei
og síðan sé alveg undir hælinn
lagt hvort eitthvað fæst út úr
þeim. Það hefur sýnt sig að
það er hægt að setja markmið
fyrir rannsóknir og ná ákveðn-
um árangri.
STOFMAIVIR, FÉLÖG
VERZLUN ARRÁÐ
ÍSLANDS
er allsherjarfélagsskapur
kaupsýslumanna og fyrir-
tækja. Tilgangur þess er að
vinna að sameiginlegum
hagsmunum þeirra, að
styðja að jafnvægi og vexti
efnahagslífsins og efla
frjálsa verzlun og frjálst
framtak.
Verzlunarráð íslands,
Laufásvegi 36,
Reykjavík. Sími 11555.
Skrifstofan er að Hagamel 4,
sími 26850.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur.
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
Marargötu 2.
Símar 19390-15841.
FÉLAG ÍSLENZKRA
STÓRKAUPMANNA
er hagsmunafélag stórkaupmanna
innflytjenda og umboðssala.
FÉLAC l’SLENZKRA STÓRKAUPMANNA
TJARNARGÖTU 14 -- REYKJAVÍK — SlMl 10Í50.
FV 7 1976
53