Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 54

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 54
Vestmannaeyjar: Hugmyndir um að gera nýja hafskipabryggju í hraunkant- inum við innsiglinguna IVIiklar framkvæmdir fyrirhugaðar á Eiðinu I»að dylst engum sem kemur til Vestmannaeyj a núna þremur árum eftir að gosinu la'uk, að þar hefur gerst kraftaverk í uppbyggingu bæjarins. Með gífurlegum dugnaði og hörku er Vestmanna- eyingum að takast að gera kaupstaðinn að því blómlega og myndarlega byggðarlagi sem hann var áð- ur en gosið braust út. Það verður aldrei hægt að afmá öll merki gossins, en þeir eru staðráðnir að yf- irstíga alla erfiðleika og nýta sér þá kosti sem nýja hraunið hefur skapað. Hrauinið hefur gert það að verkum að höfnin sem er lífæð þessa mikla útgerðarbæjar er nú ein sú besta ef ekki sú besta á íslandi. Það eru uppi hugmyndir, sem ekki hefur komið fram áður, enda á viðræðu- og áætlunar- stigi, að byggja nýja hafskipa- bryggju í nýja hraunkantinum við núverandi innsiglingu. Nota á hausinn á norðurgarðinum, sett verður ker á milli garðanna og þeir sameinaðir í einn garð. Norðurgarðurinn verður síðan tekinn af og nýja innsiglingin gerð þar. Með því að ýta hraun- inu niður í víkina við suður- garðinn skapast land fyrir vöru- höfn og skemmur. Við núver- andi aðstæður þurfa hafskipin að sigla innst inn í höfnina en sú aðkoma er þröng. Þá eru fyrirhugaðar miklar Þessar tvær myndir sýna hvar fyrirhugað er að byggja hafskipabryggjuna og reisa vöruskemmur. Myndin til vinstri sýnir hvernig hraunið liggur utan í suðurgarðinum. Því verður rutt niður til að skapa svæði fyrir skemmurnar. Myndin hægra megin sýnir innsiglinguna eins og hún er i dag ofan af hrauninu. 54 FV 7 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.