Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Page 22

Frjáls verslun - 01.09.1976, Page 22
heimshluta síðustu árin skap- að þörf fyrir skjótar og tíðar ferðir með almennar vörur. Vegna þess að vörur hrannast upp í höfnum Miðausturlanda geta liðið fimm mánuðir frá því að vara er send frá Evrópu og þar til viðtakandi fær hana í hendur. í bakaleiðinni taka bilarnir svo varahluti úr skip- um, sem sendir eru til við- gerðar í Evrópu og einnig per sónulega muni sjómanna, sem eru á leið í land eða Evrópu- búa, er dvalizt hafa syðra en eru á heimleið. § Farið um 13 lönd Það eru norskir bílstjórar, sem sitja við stýrið í flutn ingabílunum milli Oslo og Du- bai. Þeir eru sérstaklega vald- ir til þessa starfa og sem stendur eru átta menn starf- andi við þennan akstur, sem getur verið mjög þreytandi þrátt fyrir öll þægindi eins og þau gerast í nýjustu tegund- um af flutningabílum. Ferðin, sem íiefst í Oslo, á að taka 20 daga samkvæmt áætlun, og verða bílarnir að fara um 13 lönd, áður en þeir komast á ákvörðunarstað. Leiðin liggur um Svíþjóð, þar sem flutningur- inn er tekinn um borð. Sama gerist í Kaupmannahöfn og Hamborg er lestunarstaður fyr- ir Þýzkaland. Síðasti við- komustaður, þar sem bætt er á flutningi er Salzburg í Aust- urríki. Þaðan er farið rakleið- is til Doha um Júgóslaviu, Búlgaríu, Tyrkland, Sýrland, Jórdaníu, Saudi-Arabíu, Qatar og Arabísku furstadæmin. Það leikur enginn vafi á því að með Dubai Express er mætt vissri þörf. Fjöldi fyrir- tækja hefur þegar notfært sér þessa nýju möguleika í flutn- ingum og fleiri ætla að feta i fótspor þeirra. Franskt skipafé- lag hefur þegar sent 17 tonn með norsku vöruflutningabílun- um, frá Hollandi hafa komið átta tonn af vörum og um Þýzkaland hafa verið afgreidd all mörg tonn af flutningi til Miðausturlanda. Á við og dreif Norðmenn ætla senn að hefja olíuleit við Jan Mayen. í fyrstu fara fram segulmælingar úr lofti til að kanna aðstæður á sjávarbotni í nágrenni eyj- unnar. Áætlað er að kanna 10 þús. ferkílómetra svæði og gera menn ráð fyrir að þessar athuganir, sem kosta munu 1 milljón norskra króna, gefi vísbendingu um, hvort þarna sé olíu að finna. Verzlunarfyrirtæki, með veltu, er nemur 10— 11% af þjóðarframleiðslu Svía, mun senn verða stofnað í Svíþjóð við samruna stórverzlana NK og Áhlén. Þessi sameining hefur verið lengi í undir- búningi en var fyrst tilkynnt opinberlega í júlí. Þá skýrðu forráðamenn Áhlén frá því að íyrir- tæki þeirra myndi kaupa 90% hlutabréfa í NK. Sérfræðingar telja, að sala nýrra bíla í Vestur- Evrópu 1980—81 verði ekki miklu meiri en á há- marksárinu 1973. Þá seldust 10 milljónir bíla í V- Evrópu. Þetta er miklu lægra en áætluð fram- leiðslugeta, sem verður milli 12 og 13 milljónir bíla snemma á níunda áratugnum. Japanskir bíla- framleiðendur auka útflutning á bílum til Vestur- Evrópu og Rússar og aðrar A-Evrópuþjóðir munu áreiðanlega selja meira af sínum ódýru bílum þangað. Þá eru amerískir bílar á samkeppnishæf- ara verði en á síðasta áratug. Allt þetta kemur illa við bílasmíði Vestur-Evrópulanda. Nú vill svo til, að sumt af þessu óviðjafnanlega skozka bragði í skozku viskíi kemur frá Finnlandi. Þetta kemur fram í tímariti finnska útflutnings- sambandsins. Ein af verksmiðjum Risio-fyrirtækis- ins framleiðir 35 þús. tonn af malti árlega og fer verulegur hluti þess til skozkra viskiframleiðenda. Mikil þátttaka var fyrirsjáanleg í lista- og list- iðnaðarsýningu, sem var haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn 26.—29. september. Aðilar í meir en 30 löndum í Asíu, Suður-Ameríku og Afríku höfðu tilkynnt þátttöku. Sýnd voru húsgögn, vefn- aður, tágavinna, leðurvörur, skartgripir o.fl. 22 FV 9 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.