Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.09.1976, Qupperneq 22
heimshluta síðustu árin skap- að þörf fyrir skjótar og tíðar ferðir með almennar vörur. Vegna þess að vörur hrannast upp í höfnum Miðausturlanda geta liðið fimm mánuðir frá því að vara er send frá Evrópu og þar til viðtakandi fær hana í hendur. í bakaleiðinni taka bilarnir svo varahluti úr skip- um, sem sendir eru til við- gerðar í Evrópu og einnig per sónulega muni sjómanna, sem eru á leið í land eða Evrópu- búa, er dvalizt hafa syðra en eru á heimleið. § Farið um 13 lönd Það eru norskir bílstjórar, sem sitja við stýrið í flutn ingabílunum milli Oslo og Du- bai. Þeir eru sérstaklega vald- ir til þessa starfa og sem stendur eru átta menn starf- andi við þennan akstur, sem getur verið mjög þreytandi þrátt fyrir öll þægindi eins og þau gerast í nýjustu tegund- um af flutningabílum. Ferðin, sem íiefst í Oslo, á að taka 20 daga samkvæmt áætlun, og verða bílarnir að fara um 13 lönd, áður en þeir komast á ákvörðunarstað. Leiðin liggur um Svíþjóð, þar sem flutningur- inn er tekinn um borð. Sama gerist í Kaupmannahöfn og Hamborg er lestunarstaður fyr- ir Þýzkaland. Síðasti við- komustaður, þar sem bætt er á flutningi er Salzburg í Aust- urríki. Þaðan er farið rakleið- is til Doha um Júgóslaviu, Búlgaríu, Tyrkland, Sýrland, Jórdaníu, Saudi-Arabíu, Qatar og Arabísku furstadæmin. Það leikur enginn vafi á því að með Dubai Express er mætt vissri þörf. Fjöldi fyrir- tækja hefur þegar notfært sér þessa nýju möguleika í flutn- ingum og fleiri ætla að feta i fótspor þeirra. Franskt skipafé- lag hefur þegar sent 17 tonn með norsku vöruflutningabílun- um, frá Hollandi hafa komið átta tonn af vörum og um Þýzkaland hafa verið afgreidd all mörg tonn af flutningi til Miðausturlanda. Á við og dreif Norðmenn ætla senn að hefja olíuleit við Jan Mayen. í fyrstu fara fram segulmælingar úr lofti til að kanna aðstæður á sjávarbotni í nágrenni eyj- unnar. Áætlað er að kanna 10 þús. ferkílómetra svæði og gera menn ráð fyrir að þessar athuganir, sem kosta munu 1 milljón norskra króna, gefi vísbendingu um, hvort þarna sé olíu að finna. Verzlunarfyrirtæki, með veltu, er nemur 10— 11% af þjóðarframleiðslu Svía, mun senn verða stofnað í Svíþjóð við samruna stórverzlana NK og Áhlén. Þessi sameining hefur verið lengi í undir- búningi en var fyrst tilkynnt opinberlega í júlí. Þá skýrðu forráðamenn Áhlén frá því að íyrir- tæki þeirra myndi kaupa 90% hlutabréfa í NK. Sérfræðingar telja, að sala nýrra bíla í Vestur- Evrópu 1980—81 verði ekki miklu meiri en á há- marksárinu 1973. Þá seldust 10 milljónir bíla í V- Evrópu. Þetta er miklu lægra en áætluð fram- leiðslugeta, sem verður milli 12 og 13 milljónir bíla snemma á níunda áratugnum. Japanskir bíla- framleiðendur auka útflutning á bílum til Vestur- Evrópu og Rússar og aðrar A-Evrópuþjóðir munu áreiðanlega selja meira af sínum ódýru bílum þangað. Þá eru amerískir bílar á samkeppnishæf- ara verði en á síðasta áratug. Allt þetta kemur illa við bílasmíði Vestur-Evrópulanda. Nú vill svo til, að sumt af þessu óviðjafnanlega skozka bragði í skozku viskíi kemur frá Finnlandi. Þetta kemur fram í tímariti finnska útflutnings- sambandsins. Ein af verksmiðjum Risio-fyrirtækis- ins framleiðir 35 þús. tonn af malti árlega og fer verulegur hluti þess til skozkra viskiframleiðenda. Mikil þátttaka var fyrirsjáanleg í lista- og list- iðnaðarsýningu, sem var haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn 26.—29. september. Aðilar í meir en 30 löndum í Asíu, Suður-Ameríku og Afríku höfðu tilkynnt þátttöku. Sýnd voru húsgögn, vefn- aður, tágavinna, leðurvörur, skartgripir o.fl. 22 FV 9 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.