Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 13

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 13
bærilegum grunni, eða um 70% aukningu á mann milli 1950 og 1974, meðan íbúða- fjöldinn að tiltölu við íbúa jókst um 30%. Auk þróunar í stærð og gerð íbúðarhúsnæðis, felui’ þessi mælikvarði í sér lækkun á meðalaldri íbúða. ÍBÚÐIR TILTÖLULEGA NÝJAR í iheild eru íibúðir á íslandi tiltölulegar nýjar. í húsnæðis- ský.rslum frá 1960 sést að um 58% ibúða eru yngri en 20 ára (sjá töflu hér að neðan). Reynt hefur verið að reikna núver- andi aldursskiptingu með tilliti til upplýsinga úr húsnæðis- skýrslum frá 1960, upplýsing- um um nýbyggingar frá þeim tíma, fengnum frá Þjóðhags- stofnun, og mati á afskriftar- hlutfalli. Reiknast þá um 52% íbúða yngri en 20 ára, en 19% 40 ára eða eldri. Taka ber fram, að gögnin, sem stuðst er við, eru að hluta til ófullmægjandi, og ber því að taka þessa stundurliðun með varúð. FJÁRFESTING f ÍBÚÐAR- HÚSNÆÐI Sé tekið mið af þróun ráð- stöfunartekna og fjármuna- myndunar í íbúðanhúsum árið síðar, hefur þróunin verið frá 16,9% árið 1956/55 til 8.8% árið 1974/73. Hin síðari ár hefur fjárfest- ing í íbúðarbyggingum verið rúmlega 6% af vergri þjóðar- framleiðslu árin á undaan miðað við fast verðlag ársins 1960 og árið 1973/74 var hún 6,5% á sama verðlagi. ÍBÚÐIR STÓRAR Á ÍSLANDI Árið 1960 var meðalher- bergjafjöldi íbúða um 3,8 her- ber-gi utan eldhúss og hrein- lætisaðstöðu. Um það bil helm- ingur húsnæðis var 3ja og 4ra herbergja ibúðir, og 15% íbúða 5 herbergja. Eftir 1960 hafa nýbyggingar skipst sem hér greinir eftir herbergjafjölda: 3ja herbergja um 20%, 4ra her- bergja um 30% og 5 herbergja um 25 % af heildarf jölda íbúða, sem byggðar hafa verið á tíma- bilinu. Mjög stórum íbúðum og 1, 2ja og 3ja herbergjum hefur Ár 0—9 10—19 Hundraðsblutfall 28 24 Aldur 50 og 20—29 30—39 40—49 meir 19 10 9 10 í húsnæðisskýrslum frá 1960 voru 22% íbúða með jafn mörg herbergi (eldhús, bað, salerni og geymslur frátalið) og fjöl- skyldumeðlimir. í 30% íbúða vo.ru herbergi fleiri en fjöl- skyldumeðlimir, og í 48% í- búða voru 'herbergi færri en fjölskyldumeðlimir. í 15% íbúða voru herbergi þremur eða meir færri en fjöl- skyldumeðlimir, og í 5% íbúða voru herbergin þremur eða meir fleiri en fjölskyldumeðlim- ir. Töflur í húsnæðisskýrslum frá 1960, sýna, ennfremur, að tiltölulega mininst þröngbýli var í Reykjavík, en mikið þröngbýli finnst á þéttbýlis- stöðum með 199 íbúa og færri og í sveitum. Hins vegar var tiltölulega -mest í Reykjavík af íbúðum með jafn mörg herbergi og fjölskyldumeðlimi. fækkað tiltölulega í íbúðafram- leiðslunni eftir 1960 miðað við hluta slíki’a íbúða í íbúðafjölda, sem þá var til. Herbergjafjöldi í.búða byggðra eftir 1960 hefur að meðaltali verið um 4,2 herbergi utan eld- húss- og hreinlætisaðstöðu. Það er því nálægt lagi að reikna með, að meðalstærð íbúða mæld í fjölda herbergja, sé nú um 4 herbergi. Samanlborið við nágranna- löndin eru íbúðir á íslandi stór- ar, en hins vegar mun færri miðað við 1.000 íbúa (hér ca. 280 íbúðir/1.000, í No.regi t.d. 355/1.000). Að mestu eða öllu -leyti má rekje þennan mismun til mismunandi fjölskyldu- stærða, sem fyrr er rakið, og sem nú mun breytast mjög ört í svipað hoi'f og er í nágranna- löndunum. Félags- prentsmiðjan Spítalastíg 10. Stofnuð 1890. Prentum bækur, blöð og tímarit. Öll smáprentun. Litprentun. • Starfrækjum ennfremur elztu stimplagerð landsins. FV 3 1977 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.