Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 27

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 27
Lpplýsingaþjónusta ríkisfjölmiðla — eftir Leó IVI. Jónsson, rekstrartæknifræðing Að undanförnu hefur talsvert korið á gónia það sambandsleysi sem virðist vera á milli hins opin- bera og almennings í landinu. Eflaust er þetta sambandsleysi ein af orsökum þess hve lítinn á- huga hinn almenni borgari virðist hafa á stjórnmálum og framkvæmd þeirra. I»að er varla hægt að búast við að hérlendis sé hinn almenni borgari virkur þátttakandi á sviði þjóðmála þar sem hann er fyrst og fremst háður flokkspólitískum fjölmiðlum hvað varðar almennar upplýsingar um hvað gerist í stjórnkerfinu, en þótt þær séu ef til vill ekki uppspuni eru þær iðulega litaðar pólitískri huginyndafræði eða fram settar í allt öðrum tilgangi en að gefa almennar upplýsingar. Undanfarin tvö ár hefur ver- ið mikið umbrotatímabil í ís- lenzkum stjórnmálum að því leyti að margar af stofnuinum ríkisins, ráðuneyti og almenn meðferð mála í kerfinu hafa verið undir smásjá almennings, í mun meira mæli en áður hef- ur tíðkast, fyrir tilstilli nýrra aðferða í blaðamennsku. Þessi blaðamennska hefur óspart ver- ið gagnrýnd og þá sérstaklega þegar hún hefur beinzt að starfsemi stjórnmálaflokka. Hvað sem um þessa blaða- mennsku má segja, en um hana eru að sjálfsögðu skiptar skoð- anir, er enginn vafi á því að hún hefur orðið til að vekja al- menning til umhugsunar um hve iniauðsynlegt er að hann láti sig meiru skipta það sem er að gerast í stjórnmálum þjóðar- innar og hvernig haldið er á framkvæmdum stjórnvalda í hinum ýmsu stofnunum hins opinbera. Þeir sem hugleitt hafa þró- un stjórnmála á íslandi undan- farin ár hafa ekki komist hjá því að verða varir við hve margt hefði betur ifarið ef al- menningur ’hefði tekið meiri þátt í þeirri opinberu umræðu um hin ýmsu mál og þannig stuðlað að skoðanamyndun á þeim breiða grundvelli sem við köllum lýðræði og teljum eina af grundvallarforsendum hins ísleruzka lýðveldis. # Stjórnmálaþroski minni hér á landi Það er enginn vafi á því að stjórnmálalegur þroski ís- lendinga er mun minni en hjá næstu nágrönnum okkar á Norðurlöndum og hjá bretum. Hér er flokkspólitíkini mun harðari, hér er yfirleitt barist í meira návígi, en, siðast en ekki sízt þá vantar okkur upplýsing- ar um hvernig pólitíkin er hjá öðrum þjóðum og þessvegna alla raunhæfa viðmiðun. Það væri hins vegar rangt að kenna flokkspólitíkinni einni um að hafa drepið í dróma pólitíska vitund almennings á íslandi. Á því máli er félagsleg hlið sem hefur eflaust engu minni áhrif. Vinnutími er hér lengri en annars staðar og frí- tími almennt allt of stuttur, nægir vart til eðlilegrar hvíld- ar og fjölskyldulífs, 'hvað þá heldur til virkrar þátttöku í stjórnmálastarfi, merna þá á kostnað fjölskyldunnar. En það er einmitt hér sem hlutverk ríkisfjölmiðlanna er hvað mest. Það eru einu hlut- lausu fjölmiðlarnir sem ná til fólksins inni á heimilunum og jafnvel við vinnu. Ef við ætlum að stuðla að auknum pólitísk- um þroska á íslandi þá er væn- legast til árangurs að nýta þá möguleika sem fyrir hendi eru i útvarpi og sjónvarpi. # Útvarpið mikilvægur upplýsingamiðill Sumir hafa talið hlutverk út- varpsins hafa minnkað með til- komu sjónvarpsins og má það eflaust til sanns vegar færa í ýmsu tilliti og þá eimkum gagn- vart yngri kynslóðinni sem hef- ur rýmri tíma nú en inokkru sinni áður. En með tilliti til hvernig vinnutíma er almennt háttað hérlendis á því herrans ári 1977, þar sem almennir FV 3 1977 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.