Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 37

Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 37
fáir eru hæfari til að dæma um hvort þörf sé aðstoðar eða sér- stakra ákvarðana frá forstjór- anum en einmitt einkaritarinn, að honum sjálfum frátöldum. Sitji einkaritarinn þessa fundi þá er hún í lykilstöðu hvað varðar að fylgja ákveðn- um málum eftir. Hér má nefna sem dæmi, að ef það hefur verið ákveðið að skýrsla um ákveðið málefni ætti að vera tilbúin til dreifingar á ákveðn- um degi, þá getur einkaritarinn fylgst með því verkefni og gert þær ráðstafanir sem tryggja að skýrslan sé tilbúin á réttum degi og þannig sparað forstjór- anum fyrirhöfn og áhyggjur. VERKEFNALISTINN Dr. Mackenzie hefur þetta að segja um verkefnalista einka- ritarans fyrir forstjórann. Verk- efnalista fyrir hvern vinnudag, eða eins konar dagskipun for- stjórans, gerir einkaritarinn með hliðsjón af þeirri yfirsýn sem hún hefur um fundi, stefnumót og tímasetningu ein- stakra verkefna og þar að auki með ákveðinni vissu um hvern- ig forstjórinn vill halda á mál- unum. Forstjórinn fær ekki aðeins listann upp í hendurnar, held- ur öll þau skjöl sem hann þarf á að halda viðvíkjandi hinum ýmsu málefnum. Þau málefni á listanum, sem sérstök gögn fylgja, eru sérstaklega auð- kennd með merki. Ennfremur eru málefnin flokkuð eftir forgangsröð, t. d. 2. eða 3. Algengast og eflaust hag- kvæmast er að setja saman verkefnalista fyrir hvern vinnu- dag, en í sumum tilvikum þar sem forgangsröð verkefna get- ur raskast með stuttum fyrir- vara þarf að endurskoða verk- efnaröðina jafnóðum. HVERNIG ÚTILOKA MÁ TÍMAÞJÓFA Höfuðkosturinn við að virkja einkaritarann sem einn aE stjórnendum er sá tímasparnað- ur, sem það hefur í för með sér fyrir forstjórann. Ef það á að takast til fulln- ustu verða báðir aðilar að virða gagnkvæmt tíma hvors annars þannig að samvirkjunin skili hámarksárangri í starfi beggja. Um ónauðsynlega tímasóun og hvernig komast megi hjá slíku, segir Dr. Mackenzie að nauðsynlegt sé að bæði einka- ritarinn og forstjórinn geri hvort um sig lista yfir þá þætti í daglegum störfum, sem þau telji hafa mesta tímasóun í för með sér. Hvor listi ætti að inni- halda að minnsta kosti 10 þætti sem orsaka mesta tímasóun, 9 sem orsaka næst mesta og svo koll af kolli niður í einn. Síðan hafa þau skipti á list- um svo hvort um sig geti séð mat hins á tímaþjófunum. Næsta skrefið er að gera einn lista úr báðum með því að leggja saman matstölur beggja aðila, en þar með er kominn nothæfur listi til að ganga eftir við endurbætur. Meðfylgjandi listi sýnir vel hvað átt er við. Hann gerði Dr. Mackenzie sjálfur ásamt einka- ritara sínum yfir þá þætti, sem mestri tímasóun ollu hjá báð- um. Eitt vandamál kemur oft upp við gerð svona lista sem óhjákvæmilega þarf að leysa. Það er oft svo að annar aðil- inn dregur við sig að nefna ákveðna þætti sem valda tíma- sóun ,sérstaklega þó einkaritar- inn. Þessir þættir eru þess eðl- is að hægt væri að túlka þá sem gagnrýni á störf annarra, þótt það sé að sjálfsögðu ekki ætlun- in. í slíkum tilvikum byggist það meir en ella á frumkvæði forstjórans að vandinn leysist, en það getur hann einna helst gert með skírskotun til þess að lausn vandans þjóni hagsmun- um beggja aðila. Dæmigerður listi yfir tímasóunarþætti og áhrifaröð þeirra. Þættir Mat forstjóra Mat einka- ritara Samtals Röð Ofrausn í tímaáætlunum 10 10 20 1 Frávik frá ákveðnum tíma- skammti verkefna 9 8 17 2 Breytingar á forgangi 8 7 15 3 Að geta ekki sagt nei 7 2 9 5 Pappírsmyllan 6 6 6 Samband við umheiminn (síminn) 5 3&6 14 4 Persónulegur skortur á skipulagi 4 5 9 5 Hik og tilhneiging til að fresta ákvörðunum 3 3 8 Að vantreysta öðrum 2 2 9 Ætlast til þess að aðrir haldi áætlun 1 1 10 Hlaupið frá hálfkláruðu verki 9 9 5 Þrælahald vanans 4 4 7 Rétt orðalag í bréfum og smámunasemi 1 1 Takið eftir því að margir þeirra þátta, sem Dr. Mackenzie nefnir hér eru ekki teknir með á lista einkaritarans. Á hinn bóginn telur einkaritarinn hér tvo þætti, sem Dr. Mackenzie taldi aðeins einn. Þegar gera á einn lista úr tveimur er nauðsynlegt að gera ráð fyrir plássi fyrir þætti, sem kynnu að koma hjá öðrum að- ila en ekki hinum. FV 3 1977 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.