Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 39

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 39
Spurning líöandi stundar Hvernig næ ég tökum á tímanum? í eftirfarandi grein er vikiö aö ýmsum atriðum tímaskipulagningar, sem bandarískir stjórnunarfræöingar hafa mælt með. Areiðanlega þykir lesendum blaösins margt athyglisvert koma fram í þessu og sitthvað má af því læra Hvernig á að fara að því að skapa sér allan þann tíma sem maður hefur ekki og verja hon- um til þess að gera það sem þig hefur alltaf langað til að gera? f raun og veru er ekkert til sem heitir „að hafa ekki tíma til“. Ef þú ert svo upptekinn að þú ert alltaf í tíma'hraki eru sterkar líkur til þess að þú mýt- ir ekki þann tima rétt, sem þú verð til þinna starfa. Allur galdurinn er í því fólginn að þú gerir upp við þig 'hvað þú raunverulega þurfir að gera, og ekki síðui- hvað þig langar mest til að gera, notar síðóm þann tíma sem þú 'hefur til þess, en rninni tíma til þess sem þú hefur minni áhuga á. Með öðrum orðum; skipuleggðu bet- ur tímanm, láttu forgangsröð verkefnanna vera í samræmi við áhuga þinn, vilja og raun- verulega þörf þess að einmitt þú annist þau. Vendu þig ekki á að draga ákvarðanir sem þú veizt að fyrr eða síðar þarf hvort eða er •að ta'ka. Þetta viðhorf, sé það tekið upp, þarf ekki að þýða það að fyrr en seinna sértu lentur í viðjum ofskipulags með því að skipuleggja alla verkþætti niður í smæstu atriði (sem einungis gerir það að verkum að þú hefur ennþá minni tíma til að vinna þá). Ennþá síður þýðir það að þú yrðir yfirhlaðinn verkefnum, eyðandi ekki andartaki til ó- nýtis, alltaf á harðahlaupum til þess að reyna að standast áætl- un sem ekki fær staðist. (Enda Hugmynd teiknarans um fyrir- tækið þar sem hin óskipulögðu vinnubrögð eru daglegt brauð. FV 3 1977 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.