Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 43

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 43
bandi sem jþú álítur þér enn meir í :hag, eða einfaldlega vegna iþess að önnur verk- efni verða skyndilega mi'kil- vaegari. Hér er smáæfing sem hjálp- ar þér að meta A forgang samkvæmt langtímamark- miðum. Skrifaðu eftirfar- andi 3 spurningar efst á blað: 1. Hvert er takmark þitt í lífinu? 2. Hvernig vildi ég helzt verja næstu 3 árum (ef þú ert innan þrítugs) — 5 árum (ef þú ert yfir þrítugt)? 3. Ef ég vissi að eftir 6 mán- uði dytti ég dauður iniður af ihjartaslagi, hvernig mundi ég þá haga lífi mínu næstu 6 mánuði? Svaraðu nú þessum spurning- um með eftirfarandi aðferð: • Notaður nákvæmlega 2 mín- útur til þess að setja saman eins mörg mismunandi svör og þér tekst við hverri spurningu. (2 mín. fyrir hverja spurningu). Notaðu gjannan eitt orð fyrir hverja meiningu, t.d. velgengni, frami, hamingja, ást. Hafðu hugfast að þú ert ekki bund- inn neinu þeirra svara sem þú setur fram. Þegar þú svarar 3. spurningunni, ein- skorðaðu þig við þau mark- mið sem eru mikilvægust þegar einungis 6 mánuðir eru eftir af lífinu. • Notaðu aðrar 2 mínútur, fyr- ir hverja spurningu, til þess breyta svörum þannig að þau séu þér betur að skapi, og bættu við þeim svörum sem þú gleymdir í fyrstu at- rennu. (Láttu ekki leiðast út í ritskoðun á hugmynda- fluginu). Að því loknu skaltu verja 2 mínútum til þess að lag- færa og yfirfara öll svörin sem þér 'hefur dottið í hug, hafðu engar áhyggjur af því þótt sama svarið komi fyrir oftar en einu sinni, það er fullkomlega eðlilegt. Reyndu heldur ekki að gera upp á Allt á síðasta snúningi. Frestun verkefna til elleftu stundar. Streita . . . Á þessu má ráða bót með ögn skipu- legri vinnu. milli markmiða sem virðast stangast á, svo sem að verja meiri tíma til frarna í við- skiptalífinu og jafnframt meiri tíma til fjölskyldulífs, forgangskerfið leysir slík vandamál. (Ef svörin við 3. spurningu eru verulega frá- brugðiin öðrum, þá er ef til vill rík ástæða fyrir þið að taka iífsviðhorf þitt tii ræki- iegrar íhugunar). Næst skaltu verja 1 mínútu (samtals 3) til að meta hver séu 3 mikilvægustu svörin, við hverri spurningu, merktu Al, A2 og A3 við hvert svar eftir þvi hvert þú metur vægi þeirra eða forgang. Þetta mun gefa þér 9 mikil- vægustu svörin. Að lokum, til þess að kom- ast að því hvernig þú gætir bezt varið lífinu í samræmi við langtímamarkmiðin (þau sem þú setur þér þessa stundina), skaltu nú velja úr 3 veigamestu svörin af þess- um 9. Taktu nýtt blað og skrifaðu þau þar í réttri röð undir fyrirsögninni „3 mikil- vægustu langtímamarkmið mín“. Taktu eftir því að þessi könnun á viðhorfi sjálfs þín tók ekki nema röskar 15 mínútur, það er því vel þess virði að endur- taka ihana af og til með til- liti til breytilegra ástæðna. SKIPULAGNING VERKEFNA Aðferðin við að skipuleggja verkefnalista sem hjálpaði til að ná þessum 3 mikilvægustu langtímamarkmiðum þínum er sú sama og lýst er hér á undan. Fyrir hvert þessara 3ja mark- miða: • Notaðu 3 mínútur til að gera eins langan lista og mögulegt er yfir það sem þér dettur í hug að stuðlaði að því að ná hverju hinna 3ja markmiða (samtals 9 mín.). Beittu hugmyndafluginu til hins ýtrasta. Að reyna að ná sem flestum hugmyndum með hraða og spennu verður til þess að þér dettur ýmis- legt í hug, sem þú mundir ekki setja á blað ef þú feng- ir tíma til rökhyggju, — en einmitt þannig hafa margar snjallar hugmyndir fæðst. • Næstu 3 mínútur skaltu nota til þess að yfirfara hug- mýndir, laga þær til og bæta nýjum við. Ef eitt af langtimamarkmið- um þínum var „frami“ á ein- hverju sviði, skaltu taka þér 6 mínútur til þess að setja niður á blað allt sem þér dettur í hug sérstaklega, sem verða mætti til þess að þú inéir þessu markmiði (t.d. námskeið, bækur, tímarit, félagsskapur, nýjar starfsað- FV 3 1977 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.