Frjáls verslun - 01.03.1977, Qupperneq 44
ferðir o.s.frv.).
Að þessu loknu hefurðu án
efa skrifað niður meira en
þér væri mögulegt að fram-
kvæma. Nú er næst að
bregða af sér ham hins
skapandi ímyndunarafls og
snúa sér að viðfangsefninu
með hagnýtu raunsæi.
Byrjaðu á því að flokka þau
atriði frá sem minnstan for-
gang hafa. Bezta aðferðin
við það er að byrja efst á
listanum og spyrja síðan
sjálfan sig; mundi ég eyða
5 mínútum af tíma mínum í
þetta verkefni á næstu 7
dögum? Ef svarið er nei,
strikaðu þá yfir verkefnið.
Engin sérstök ástæða er
nauðsynleg til útstrikunar,
og engim ástæða til að velta
vöngum yfir mikilvægi
málsins, því aðalatriðið er
að þú vilt ekki fást við það
þessa stundina, — en ef til
vill kæmi það til greina í
næstu viku. Þegar þannig
hefur verið beitt útilokun-
araðferðinni gegn öllum A-
forgangsverkefnum lang-
timamarkmiðanna er þeim
sem eftir standa raðað upp
á nýjan lista. Sá ætti í flest-
um tilvikum að hafa 10—12
verkefni sem þér þætti á-
stæða til að vinna að í
næstu viku.
>á er að merkja þessi verk-
efni eftir vægi og forgangs-
röð Al, A2, A3 eða A4.
Þar með er kominn verk-
efnalisti með forgangsröðun
sem markvisst stefnir að þvi
að þú nálgist þín langtíma-
markmið. Á hverjum degi
ættirðu að velja eitthvert
þessara A-markmiða til þess
að starfa að.
Á svipaðan hátt má setja
upp skammtímamarkmið og
verkefnalista fyrir þau. Sá
verkefnalisti, mun auk A-
verkefna, innihalda B- og C-
verkefni. Listann þarf að
endurskoða í byrjun hverrar
viku, bæta við nýjum verk-
efnum, fella niður þau sem
er lokið við og þau sem
.reyndust óþörf.
Nú hefurðu greinargóða for-
gangsröðun verkefna fyrir
hverja viku og hvem dag.
SKIPULAGNING FRAM
KVÆMDA
Lykillinn að virku fram-
kvæmdaskipulagi er að fast-
setja tima í hverri viku og á
hverjum degi fyrir verkefni
með A-forgang.
Hvort þú ætlar þeim 15 mín-
útur eða nokkrar klukkustund-
ir á dag er þitt einkamál. Virk-
asta aðferðin er að ætla A-
verkefnum tíma á sama hluta
dags í hvert skipti — þann
tíma dagsins, sem þú hefur
bezta vinnuaðstöðu.
Fastsettu tíma A-verkefn-
anna 1 viku fram í tímann með
tilliti til A-verkefna þeirrar
viku, að sjálfsögðu. Hentug-
asti tíminn til þess að skipu-
leggja framkvæmdir vikunnar
er að öllum líkindum föstu-
dagseftirmiðdagur. Það losar
ákveðna spennu að hafa lokið
slíkri skipulagningu fyrir helgi,
og að eiga framundan skipu-
lagða viku sem byrjar með
skipulögðum mánudegi. Það
má vel vera að þetta sé þjóð-
saga, enda hefurðu þetta eins
og þér hentar bezt.
Framkvæmdaskipulag dags-
ins þarf að endurskoða og lag-
færa, annað hvort í upphafi
dags eða síðari hluta dagsins á
undan.
Eyddu um leið mínútu, eða
svo, í að líta yfir langtíma-
markmiðin og ákveða hvaða
verkefnum, sem miða að þeim,
þú gætir sinnt næsta vinnudag.
Dagskipun, eða verkefnalisti
dagsins er forsenda þess að þér
takist að nýta tímann betur.
Á þeim lista eiga eingöngu að
vera verkefni í forgangsröð svo
sem mikilvægir fundir, fjár-
mál og ákvarðanir, en ekki
venjubundin störf sem tilheyra
daglegum rythma.
Merktu sérstaklega við verk-
efni á listanum eftir því hvort
þeim er lokið eða ólokið (fær-
ast inn á næsta lista) og síðast
en ekki sízt geymdu þessa lista,
þeir gætu komið í góðar þarfir
sem minnisatriði síðar.
Sumir auðkenna A-verkefni
á þann hátt að skrifa þau á
listann með rauðu, B-verkefni
með bláu o.s.frv., aðrir hafa sér
lista fyrir A, B, og C-verkefni.
Einstaka erilsamir dagar
gera það að verkum að þér
tekst ekki að finna tíma fyrir
C-verkefni (jafnvel ekki fyrir
B).
Með vissu millibili skaltu
fella niður af listanum þau
C-verkefni, sem þú gætir látið
aðra annast fyrir þig, þau sem
reynast óþörf eða hægt er að
fresta þar til í næstu viku eða
næsta mánuði. i
Reyndu aldrei að skipuleggja
vinnudag í mínútum frá því þú
mætir og þar til þú ferð af
vinnustað. Það er tilgangslaust
að ætla að vinna eftir slíku
skipulagi, afleiðingin verður
streita, kvíði og leiðindi. Að
lokum, gerðu ráð fyrir ákveðn-
um tíma á degi hverjum sem
þú getur unnið í friði ótruflað-
ur, nema eitthvað óvænt og á-
ríðandi komi upp.
Lykiloróið er
YALE
Frúin nefnir þær túlípana-
læsingar, en karlmennirnir
líkja þeim við koníaksglös.
Samt sem áður gleymir
hvorugt þeirra að biðja um
YALE.
YALE læsingar með túlí-
panalaginu fara vel í hendi.
Aðeins rétti lykillinn opnar
YALE læsingu — lykillinn
yðar.
VERIÐ VISS UM AÐ
MERKIÐ SÉ YALE
ÖRUGGAR OG
FALLEGAR LÆSINGAR
44
FV 3 1977