Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 47

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 47
spurð, hvort sama þróun hefði átt sér stað í Bandaríkjunum. Ingibjörg Thors. FLEIRI KONUR í ÁBYRÐAR- STÖÐUM — Mér finnst það í raun og veru alltaf hafa verið algengt að konur ynnu úti í Bandaríkj- unum. Að vísu gera margar þeirra hlé á meðan börn þeirra eru ung, en byrja síðan aftur þegar börnin eru byrjuð í skóla. En það sem mér finnst hafa breyst fyrir vestan, er að nú eru fleiri konur í ábyrgðar- stöðum en áður. Og í því sam- bandi má geta þess, að nú þyk- ir orðið jafn sjálfsagt að senda dæturnar í háskóla og synina. Til skamms tíma voru það fyrst og fremst synirnir sem áttu kost á háskólanámi. Ingibjörg á tvo syni, báða búsetta í Boston. Báðir hafa þeir lokið háskólaprófi i Banda- ríkjunum. Þegar talið barst að menntun þeirra, sagði Ingi- björg að menntunarmálin í Bandaríkjunum væru vanda- mál, ásamt heilbrigðisþjónust- unni. — Kostnaður við að mennta börnin hefur farið mjög vax- andi á uindanförnum árum og sú þróun virðist halda áfram. Þetta gerir almennu millistétt- arfólki mjög erfitt fyrir og það sama er að segja um heilbrigð- islþjónustuna. Ef fólk verður fyrir einhverjum áföllum, hvað heilsuna snertir, er það fljótt að setja varanleg merki á pyngjuna, því miður. En frá heilsugæslu berst tal- ið aftur að fiski. Eins og komið hefur fram í fréttum þá hefur veturinn í vetur verið mjög kaldur í Bandaríkjunum og kuldarnir hafa orðið til þess að fólk hefur sótt veitinigahús minna en í venjulegu tíðarfari. MINNA SELT VEGNA KULDA — íslenski fiskurinn er fyrst og fremst seldur til þeirra sem reka veitingahús, og í skóla og sjúkrahús, segir Ingibjörg, og því hafa kuldarnir orðið til þess að samdráttur hefur orðið í söl- unni. En slíkar sveiflur koma alltaf, bæði í sölu á fiski og öðrum vörutegundum og því held ég að þetta sé ekki á- 'hyggjuefni. Við erum að selja góða vöru og það gerir framtíð hennar trygga. Aðspurð um ástæðuna fyrir því að íslenski fis-kuri'nn væri mest seldur beint á veitinga- hús og í stofnanir sagði Ingi- björg að skýringin væri ein- föld. íslensku fiskflökin er dýr- asti fiskurinn á markaðnum vestra. Þegar fiskur væri keyptur í matinn á einkaheim- ilum, væri ástæðan fyrst og fremst sú, að fólk viidi spara og þá lægi beint við að kaupa ó- dýrasta fiskinn. Veitingahúsin og stofnanir, sem væru að hugsa um gæði, litu hins vegar íslenska fiskinn þeim mun hýr- ara auga, enda teldu þessir að- ilar það vafasaman sparnað að kaupa lélega vöru þó hún væri heldur ódýrari. Slíkur sparnað- ur yrði dýr þegar allt kæmi til alls. Að lokum var Imgibjörg spurð að því hvaða fisktegund- ir væru vinsælastar vestra. Hún sagði að þorskur og ýsa meðal fólks sem byggi með- fram ströndinni, en karfi og steinbítur hjá fólki sem byggi inni í landinu í nánd við vötn- in. EYKST UFSANEYZLA? 1— Ég held að þetta sé afleið- ing þess að fólk vill þekkja fisktegundirnar sem það er að borða. Fólk meðfram strönd- inni er vant þorski og ýsu, en fólkið viðvötnin þekkir karfann og steinbítinn. Ég hef því litla trú á að kolmunninn og spær- lingurinn, sem miklar vonir eru bundnar við hér heima, eigi eftir að ná viinsældum vestra. Ég hef meiri trú á að neyzla ufsa aukist. Ég held að það þurfi að koma til algjört fiski- hallæri á markaðnum til þess að kolmunninn og spærlingur- inn nái vinsældum. Og svo ég tali nú fyrir sjálfa mig, þá vona ég að ég eigi aldrei eftir að upplifa það að geta ekki náð mér í ýsu í matinin^ því það er sá fiskurinn sem ég held mest upp á og tel vera betri og æðri öðrum fiskum. FV 3 1977 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.