Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 52

Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 52
fyrirtækin að spjara sig og á- ætlanir gerðar þar um. Af- gangsstærðin er svo það, sem lauimþegarnir eiga að skipta á milli sín. Þessi uppsetning finnst mér vera röng, og of mikið hafi verið gengið út frá henni að undanförnu. Ég held það þurfi að líta á þættina alla saman með dálítilli sanngirni, þannig að engin af- gangsstærð verði nema þá helzt framkvæmdir og umsvif þess opinbera. Ef hafa á beina röð á þessu mati er hún röng eins og er. Fyrst þarf að skammta svo að launþegarnir geti lifað sæmi- legu lífi og einnig fyrirtækin en síðast það opinbera. F.V.: — Hvemig teljið þið forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar, að draga megi úr samneyzlunni? Snertir hún ekki einmitt mjög náið hag umbjóðenda ykkar? Björn: — Við teljum, að viss- um framkvæmdum megi vel fresta og hægja á öðrum. Oft er Borgarfjarðarbrúin nefnd í þessu sambandi. Ég held líka að hún sé dæmigerð. Frestur á byggingu hennar leysir ekki vandann en brúargerðin er ein af þeim framkvæmdum, sem vel mætti fresta. Svona fram- kvæmd eins og brúargerðin er líka dæmigerð fyrir verkefni sem á að skjóta inn í, þegar samdráttar gætir í atvinnu, en ekki, þegar nóg atvinna er og brýn verkefni að vinna að. Þegar rætt er um samdrátt hjá ríkinu, benda talsmenn hins opinbera á, að fjárlögin séu meira og minna bundin af öðrum lögum. Það eru lög um menntamál, heilbrigðismál o.s. frv. Þetta er út af fyrir sig rétt, en þessi lög getur þurft að end- urskoða og kafa ofurlítið niður í rekstur málaflokka eins og þessara. í heilbrigðismálunum held ég t.d. að allur kostnaður og skipu- lag sé fyrst og fremst ákveðið af læknum. Ég vil ekki segja, að þeir séu manna óhæfastir til þess en það er ekki víst að þeir séu hæfastir til þess. Það þarf ekki endilega að fara saman að kunma sitt fagve.rk og ákveða hvaða kringumstæður á að skapa því og hvaða fé að veita til þess. Alveg sama gildir um skólamálin. Kennari getur ver- ið ágætasti fræðimaður en ekki upplagðastur til að skipuleggja starfið fjárhagslega. Það er næstum eins og verið sé að skipuleggja mannsmorð, ef þessi mál eru gagnrýnd, en þetta eru því miður heilagar kýr. Þá er spurt, hvort börnin eigi að alast upp í ómennt og níðzt skuli á sjúklingunum. Auðvitað er ekki átt við það „Verður verkfall?“ „Hvenær verður verkfall?“, spyr fólk. Þetta er rangt hugarfar.“ en brýnt er að kafa rækilega í þessa tvo málaflokka. F.V.: — Hverjar verða aðal- kröfurnar í þessum samningum og hvemig getur þjóðarbúið tekið almennar launahækkanir á sig við núvera.ndi aðstæður? Björn: — Það er mjög víð- tæk samstaða um kröfurmiar núna, líklega meiri en oftast áð- ur. Aðalkrafan er um að sér- stakt tillit verði tekið til þeirra, sem lægst hafa kaupið eins og hefur reyndar komið fram af fréttum. Það hefur hins vegar okki komið mjög greinilega fram opinberlega, að þeim, sem hafa nokkru hærra kaup, finnst þetta illt við að una og telja að launamismunurinn sé svo lítill í dag, að ekki megi þrengja hann enn meir. Þessir menn hafa nokkuð til síns máls, því að launamismunurinn er ef til vill minni en ætla mætti af launatöxtunum. Þeir, sem eru yfir láglaununum, borga nefni- lega tekjuskatt en flestir hinna engan. Bezta leið til lausnar á þessu vandamáli yrði sambland af talsverðri kauphækkun til hinna lægstlaunuðu og opinber- um aðgerðum, er miðuðu að verulegri hækkun skattleysis- markanna, sem kæmi þeim með betri tekjurnar til góða og reyndist þeim drýgri en bein kauphækkun án skattabreyt- inga. Með þessu held ég að „Mér þykir ólíklegt að gengið verði að öllum kröfum fyrir mánaðamót apríl-maí.“ næðist mestur jöfnuður og sanngjarnastur milli þessara hópa. Ég vil bæta við þetta, að 100 þús. krónurnar, sem nefndar voru í vetur sem lægstu laun eða framreikningur þeirra til verðlags samningstímans, er ekki heilög tala. Mönnum er það efst í huga, að kaupmáttur launanna eftir hækkun verði sem næst því, er fá mátti fyrir 100 þús. krónur, þegar sú tala var sett fram. Önnur aðalkrafa ASÍ er að vísitölubætur verði í krónutölu eins á allt kaup og yrði það al- gjört nýmæli. Það hefur líka verið talað um að óskert vísi- tala verði látin mæla verð- hækkanir til leiðréttingar á kaupinu. Leiðréttingin þarf og að gerast hraðar en hingað til. Aðrar leiðir kæmu ennfremur til greina, til dæmis, að upp- gjör færi fram á vissu mánaða- 52 FV 3 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.