Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 56

Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 56
syni, en ég lít einfaldlega ekki á þetta sem alvöru hjá þeim, sem settu hugmyndina fram. Þarna er um gamla lummu að ræða, sem dregin er fram til að friða einhverja. Við Sjálfstæðismennirnir í miðstjórninni, Magnús Geirs- son og ég, munum áreiðanlega kappkosta að leita samstarfs um öll mál, sem eru umbjóð- endum okkar til gagns, en sneiða hjá því, er til árekstra yrði. Það heyrir til undantekn- inga, ef ágreiningur kemur upp í miðstjórninni milli okkar og hinna og hefur ekkert borið á slíku núna undawfarið. F.V.: — Er sennilegt, að ein- hverjir launþegahópar segðu sig úr ASI, ef flokkspólitík yrði meira áberandi í störfum stjórnar þess en þegar er orðið? Björn: — Þetta er erfitt að fjalla um og gera því skóna að til slíks kynni að draga. Ég get þó endurtekið það, sem ég sagði eftir ASÍ-þingið, að hefðu tek- izt þau áform öfgahópsins að fella okkur Magnús Geirsson, formenn tveggja landssam- banida, hefðu samböndin mjög tekið til athugunar, hvort þau héldu þessu samstarfi áfram eða ekki. Forsenda okkar fyrir samstarfinu er fagleg en ekki pólitísk. Það mátti ráða af ræðu for- seta ASÍ 1. maí í fyrra, að hann væri fylg.iandi pólitískum tengslum Alþýðusambands ís- lands við ákveðinn flokk eða flokka. Núna höfum við lika orðið varir við ákveðið trúlofunarspjall í Alþýðublað- inu og Þjóðviljanum um gott og mikið samstarf Alþýðu- flokksmanna og Alþýðubanda- lags í verkalýðsfélögunum. Það hefur nú mest borið á þessu í orði en ef þess verður vart í framkvæmd verða þeir áreið- anlega margir, sem ekki kæra sig um að binda samtök sín slíkum pólitískum tengslum. Hins vegar liggur í augum uppi, að samtök eins og ASÍ verða pólitísk, hápólitísk, þó að þau séu ekki flokkspólitísk. Menn eiga að geta orðið sam- mála um mjög mörg pólitísk atriði, þó þau komi misjafn- lega vel við þá stjórnmála- £lokka, sem þeir skipa sér í. Ég vona að þannig megi túlka um- mæli forseta ASI. F.V.: — Hvenær hófst þú sjálfur afskipti af launþega- málum? Björn: — Það vill svo til, að þau hóíust um leið og Lands- samband íslenzkra verzlunar- manna var stofnað fyrir 20 ár- um. Ég var kosinn í fyrstu stjórn þess og hef átt sæti í henni síðan. Líklega hef ég komið aðeins lauslega nærri samningagerð rétt áður. í stjórn L.Í.V. hef ég gegnt ýms- um stöðum, verið gjaldkeri, varaformaður og nú formaður síðan 1972. F.V.: — Hvernig er starfi sambandsins háttað og hvað eru félagar í því margir? Björn: — Núna eru líklega milli og 8 og 9 þúsund virkir félagar, þar af tæplega 6 þús. í Verzlunarmannafólagi Reykjavíkur. Annars eru fé- lögin 22 og starf sambandsins auk kjaramálabaráttunnar hef- ur mest snúizt um að Ijúka því að skipuleggja launþegafélög fyrir verzlunarfólk um allt land. Lokaátakið í því var gert um haustið 1975 en þá var stofnað félag á Höfn í Horna- firði. Núna er farið að reyna aðrai leiðir, þ.e.a.s. að stofna deildir verzlunarmanna innan al mennra verklalýðsfélaga. Á mörgum stöðum er ekki skyn- samlegt né unnt að dreifa kröftunum í mörgum félögum, og fyrsta verzlunarmanna- deildin innan almenns verka- lýðsfélags hefur þannig verið sett á stofn í Ólafsvík fyrir for- göngu Hinriks Konráðssonar. Sams konar aðgerð er komin vel á veg í Búðardal og ég vona að með tímanum verði allir verzlunarmenn á landinu inn- an vébanda Landssambandsins, annaðhvort með aðild að verzl- unarmannafélögum eða þá deildum í öðrum verkalýðsfé- lögum. Eins og í öðrum landssamtök- um er reynt að samræma sjón- armiðin og í gegnum svona samband tengjast félögin bönd- um. Á seinni árum hefur beint samband verzlunarmannafé- laga vaxið án þess að samband- ið hefði milligöngu þar um. Skrifstofustarfið hjá því hef- ur verið lí' '.ð ailt frá fyrstu tíð. Formaður Bambandsins hefur verið starfsmaður þess í hluta starfi þó að oft sé þetta meira en fullt starf, sérstaklega þeg- ar samningar standa yfir. LÍV er því afskaplega lítið bákn og minna en mörg önnur lands- sambönd. F.V.: — Hvað finnst þér um alnicnnan áhuga umbjóðcnda ykkar í verkalýðsfélögunum á félagsstarfi og samningagerð? Vilja félagsmcnn fela ykkur í hendur allt umboð til að semja fyrir sig og yera lausir allra mála, þannig að þið gctið kall- azt með réttu „verkalýðsrek- endur“ eins og stundum hefur verið haft á orði? Björn: — Ég held að áhug- inn sé býsna almennur og næg- ur fyrir hendi. Hann kemur þó ekki fram í starfi, því mið- ur sækja menn ekki fundi. Það er ætlazt til þess að aðrir komi sjónarmiðunum á framfæri. Þetta leiðir til þess að þeir verða oft tiltölulega fáir, sem raunverulega taka ákvarðan- irnar. Ég held að þeir geri það þó ekki bara eftir eigin höfði. Þeir, sem ég þekki til, leggja sig fram um að nálgast upplýsingar og leita eftir skoð- unum fólksins til þess að verða hæfari um að túlka þær og framfylgja þeim. F.V.: — Veita almcnnir fé- lagsmenn í verkalýðsfélögun- um ykkur verulegt aðhald í samningamálum eða er litið á ykkur sem tiltölulega lokaðan hóp, sem eigi að vinna þann starfa að scmja um kaup fyrir fólk? Björn: — Það er lítið um fundarsókn eins og ég sagði áð- an og þess vegna koma menn skoðunum sínum ekki á fram- færi. Ef ég tek dæmi af sjálf- um mér, þá leitast ég við að hafa samband við forystumenn einstakra félaga víðs vegar um landið, mest við stærstu félög- in. Forystumenn þeirra reyna 56 FV 3 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.