Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 73

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 73
Hópsnes hf.: „Byggðastefnan að drepa fiskvinnslufyrir- tæki á Suðurnesjum” Hópsnes hf. var stofnað 1965 af Edvarð Júlíussyni, Guðlaugi Óskarssyni og Jens Óskarssyni. Fyrirtækið rekur fiskverkun- arstöð í Grindavík og gerir út einn bát Hópsnes GK 77 og er Jens skipstjóri. Þegar blaða- maður FV var á ferð þar hitti hann Edvard að máli og innti hann eftir aflafréttum og tíð- indum úr sjávarútvegi almennt í Grindavík. — Núna 24. marz eru komin 930 tonn inn í stöðina, en í ver- tíðarlok í ifyrra var heildarafl- inn 860 tonn af tveim bátum eins og nú. Mestu munar um gæftirnar. Ég man ekki eftir annari eins tíð á vertíð, en í fyrra var aftur á móti mesta ótíð sem komið hefur auk verk- fallsins. VERIÐ AÐ HEFJA BYGG- INGU Á NÝRRI SKEMMU í fyrra var ársaflamagnið tæp 1100 tonn upp úr sjó. Sum- arafli Hópsnesins var í kring- um 300 tonn og fór í frystingu hjá Hraðfrystistöð Grindavík- ur. Höfrungur, sem við seldum um áramótin, var 'leigður til til- raunarækjuveiða á djúpmiðum fyrir Norðvesturlandi og Vest- urlandi á vegum Hafrannsókn- arstofnunarinnar síðastliðið sumar. Sú útgerð kom mjög líkt út og útgerð Hópsnesins þar sem við unnum ekki aflann sjálfir. Ég álít að það sé fram- tíð í djúpsjávarrækjunni fyrir skip sem eru nægilega kröftug og með góðan útbúnað sem hentar við þessar veiðar. Nú erum við að byrja á bygg- ingu 1000 m2 skemmu, enda eru húsakynnin þegar orðin of lítil og þröng svo til vandræða horfir því að söltun í ikör tekur óhemju pláss. Núverandi hús- næði er um 1500 m2 og þolir 1000 tonn svo að nú horfir til vandræða hjá okkur ef við losn- um ekki við fisk á næstunni. >á er hugmyndin að nýta nýja húsnæðið til síldarsöltunar á haustin. FISKVINNSLUFYRIRTÆKI SUÐVESTANLANDS f ERFIÐLEIKUM — Það sem er að drepa þessi fiskvinnslufyrirtæki er byggða- stefnan. Við fáum ekki krónu lán og lausafjá.rskuldimar eru að drepa okkur. Það hefur að vísu verið lofað einhverjum úr- bótum núna en það verður sjálfsagt eitthvað lítið. Þessi atvinnugrein er í feikilegum kröggum hér suðvestanlands vegna aflaminnkunar undan- farin ár miðað við annars stað- ar. Nú þykir gott ef tveir til þrír bátar fá sama magn á ver- tíð og einn féfck fyrir 4 árum síðan. Þó að 'hækkun á mörkuð- um erlendis hafi komið til, er það engan veginn nóg til að vega upp á móti minnkandi aflabrögðum, þar sem allir kostnaðarliðir hafa hækfcað svo gífurlega jafnhliða. Þá hefur bankinn hækkað vexti á af- urða- og útgerðarlánum, svo að eftir iþví sem djregst lengur að fiskurinn fari hækfca þeir upp úr öllu valdi. Fyrir þá sem framleiða mikið yfir árið eru þetta háar upphæðir. — Það sem vantar hér er að Byggðasjóður láni hagstæð lán til fiskvinnslustöðvanna svo hægt sé að byggja fyrirtækin upp eftir þeim fcröcfum sem til þeirra eru gerðar 'hvað sinertir aðbúnað og umhverfi. Núna er þetta hins vegar rekið meira og minna á undanþágum og fleytt áfram á víxlum og van- S'kilum, og enginn maður fæst til að koma nálægt þessu bæði til lands og sjávar þar sem þessi vinna er bæði erfið og illa launuð. SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í hverjum mánuði. • Upplag SJÁVARFRÉTTA er nú á sjöunda þúsund eintök. Fjórfalt stærra blað en nokkuð annað á sviði sjávarútvegsins. SJÁVARFRÉTTIR er lesið af þeim, sem starfa við sjávarútveginn og taka ákvarðanir um innkaup vöru og þjónustu fyrir útgerð, fiskiðnað, skipa- smíðastöðvar, vél- smiðjur og aðra aðila á sviði sjávarútvegs og þjónustu- greina hans. Eflið viðskiptin við sjávarútveginn og kynnið vörur og þjónustu í SJÁVARFRÉTTUM. SJÁVARFRÉTTIR Ármúla 18. SÍMAR 82300 OG 82302. FV 3 1977 73

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.