Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 77

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 77
78 iðnfyrirtæki og verzlanir á Flatahrauni í Hafnarfirði Glerborg hf. Glerborg hf. var stofnuð árið 1972 en fyrirtækið annast frani- leiðslu, sölu og drcifingu á ein- angrunargleri. Fljótlega eftir stofnunina var liafist handa með byggingu á verksmiðju- húsi sem er 900 m- að flatar- máli, auk 240 m- geymslu. Valin hráefni eru notuð við fra.mleiðslu einangrunarglers- ins, en einnig eru notuð full- komnustu fáanlegar vélar og tæki. Flotglerið, sem notað er í einangrunarglerið er aðallega keypt frá Belgíu. Auk einangrunarglers fram- lciddu úr glæru flofgleri gel- ur fyrirtækið einnig boðið ein- angrunargler úr lituðu flot- gleri og skrautgleri af ýmsum gerðum og lilum. Á síðasta ári framleiddi Glerborg hf. 30600 m2 af einangrunargleri og er búist við að' framlciðslan verði enn meiri í ár. Við framleiðsluna cru not- aðir sérstaklega mótaðir holir állistar, sem mynda einangrun- arloftrúmið milli glerja, og unnt er að velja um mismun- andi þykkt á Ioftrúmi glersins. Megnið af fra.mleiðslunni er flutt beint til kaupcnda í sér- staklega innréttuðum bíl, en þeim hluta framlciðslunnar, sem sendur er út á land er pakkað' í trékistur eða gáma. Hjá Glerborg hf, að Dals- hrauni 5, Hafnarfirði vinna 25 manns. Þar eru auk verksmiðju og geymslu skrifstofur fyrir- tækisins. Vörumerking hf. Vörumerking hf. framleiðir fjölmargar gerðir af sjálflím- andi vörumiðum, auk áprent- aðra. límbanda, varúðarborða fyrir jarðstrengi og jarðlagnir, ál-fólíur fyrir innpökkun á lyfjatöflum svo eitthvað sé nefnt. Vörumerking er til húsa að Dalshrauni 14 í Hafnarfirði og nú eru liðin 16 ár síðan fyrir- tækið hóf starfsemi sína. Það cr búið fullkomnum sérhönn- uðum miðaprentunarvélum og límmiðana má prenta. í nær hvaða lit scm er og viðskipta- vinurinn gctur valið um flest þau form á límmiðann, sem hann óskar. Má geta þess að ný- lega var sett á laggirnar deild innan fyrirtækisins, sem fram- leiðir límmiða á lyfjaglös og lyfjaumbúðir. Þeir skipta tugum þúsunda límmiðarnir, sem Vörumerk- ing hf. hcfur framlcitt og varla er svo komið inn í matvöru- verslun, að ekki blasi við lím- miði frá fyrirtækinu á ávaxta~ safa, kjötvörum, hreinlætis- vörum, ostum, niðursuðuvörum og fjölmörgu öðru. Starfsmenn fyrirtækisins eru 10, en Vöru- merking starfar í nýju og mjög hentugu 360 m2 húsnæði. FV 3 1977 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.