Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 12

Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 12
STIKLAÐ A STORU... Aðalfundur tryggingafélaga Aðalfundur tryggingafélaga sam- vinnumanna, Samvinnutrygginga, Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnu- trygginga hf. voru nýlega haldnir. Á fundinum kom það fram, að heildariðgjöld allra þriggja félag- anna árið 1978 námu 4.409,5 millj. kr., og höfðu þau aukizt um 45,7%. Heildartjón ársins námu aftur á móti samtals 3.299,7 millj.kr., og höfðu þau hækkað um 51%. (reikningum Samvinnutrygginga g.t. kom fram, að iðgjöld ársins hjá félaginu námu 3.330,5 millj. kr. og höfðu aukizt um 47,4%. Tjóna- greiðslur námu 2.501,2 millj. og höfðu hækkað um 51,8%. Nettó bóta- og iðgjaldasjóðir voru í árslok 2.184.4 millj.kr. en voru 1.528 millj. kr. í ársbyrjun. Rekstur félagsins í heild gekk vel á árinu, nema í bif- reiðatryggingum, sem skiluðu 151.4 millj. kr. tapi. Aðrar trygg- ingagreinar bættu þetta þó upp, og niðurstaða á rekstrarreikningi var hagnaður að upphæð 32,9 millj. kr. Nordisk Folke Reso Fyrir skömmu var haldinn í Reykja- vík fundur norrænna samtaka, er kallast Nordisk Folke Reso. Sam- tökin eru mynduð af feróaskrifstof- um og orlofssamtökum, sem eru í eigu samvinnu- og verkalýðshreyf- inganna á Norðurlöndum. Fulltrúar frá íslandi á þessum fyrsta fundi, sem haldinn var hérlendis, voru Al- þýðuorlof og ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir-Landsýn hf. Meðal umræöuefna á fundinum var framkvæmd á samstarfi Sam- vinnuferða-Landsýnar og annarra norrænna ferðaskrifstofa, sem starfa á sama eða svipuðum fé- lagslegum grundvelli. I því sam- bandi var lögð sérstök áherzla á gagnkvæmt leiguflug, þar sem fé- lagsmenn gætu flogið utan og skyldir hópar erlendis síðan tekið sömu flugvélina til baka til íslands. Á fundinum var einnig rætt um útlit og horfur varðandi frítíma og or- lofsmál launafólks á Norðurlöndum og mörkuð stefna samtakanna í þeim efnum. Fjöldi peningastofnana Fjöldi banka, sparisjóða og inn- lánsdeilda samvinnufélaga var sem hér segir í árslok 1977 og 1978: Árslok 1978 Viðskiptabankar 7 Bankaútibú 72 Umboðsskrifstofur banka 19 Sparisjóðir 43 Umboðsskrifstofur sparisjóða 1 Innlárisdeildir sam- vinnufélaga 33 Afgreiðslustaðir alls 175 Á árinu opnaði Útvegsbanki (s- lands útibú á Seltjarnarnesi og annað í Hafnarfirði. Þá opnaði Landsbanki (slands umboðsskrif- stofu á Djúpavogi, og Búnaðar- banki íslands opnaði umboðsskrif- stofu á Selfossi. Á árinu var inn- lánsdeild Kaupfélags Ólafsfjarðar sameinuð innlánsdeild Kaupfélags Eyfirðinga. Veitt hafa verið leyfi til stofnunar eftirtalinna útibúa og umboðsskrif- stofa, sem ekki höfðu tekið til starfa í árslok 1978: Útibú Landsbanka íslands á fyrirhuguðu miöbæjar- svæöi í Breiðholti samkvæmt leyfi, sem veitt var 1976, umboðsskrif- stofa Búnaðarbanka íslands í Varmahlíð, Skagafiröi, samkvæmt leyfi veittu árið 1977, og umboðs- skrifstofa Sparisjóðs Hafnarfjarðar í norðurhluta Hafnarfjarðar sam- kvæmt leyfi, veittu árið 1978. Rekstur Strætisvagna Reykjavíkur Rekstrarhalli strætisvagnanna nam rösklega 479 millj.kr. í fyrra. Um síðustu áramót nam skuld S.V.R. við borgarsjóð Reykjavíkur riflega 394 millj.kr. og hafði hækkað um 239 millj.kr. á árinu. Rekstrargjöld hækkuðu í heild um 58.8% frá fyrra ári, en far-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.