Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 12
STIKLAÐ A STORU...
Aðalfundur tryggingafélaga
Aðalfundur tryggingafélaga sam-
vinnumanna, Samvinnutrygginga,
Líftryggingafélagsins Andvöku og
Endurtryggingafélags Samvinnu-
trygginga hf. voru nýlega haldnir.
Á fundinum kom það fram, að
heildariðgjöld allra þriggja félag-
anna árið 1978 námu 4.409,5 millj.
kr., og höfðu þau aukizt um 45,7%.
Heildartjón ársins námu aftur á
móti samtals 3.299,7 millj.kr., og
höfðu þau hækkað um 51%.
(reikningum Samvinnutrygginga
g.t. kom fram, að iðgjöld ársins hjá
félaginu námu 3.330,5 millj. kr. og
höfðu aukizt um 47,4%. Tjóna-
greiðslur námu 2.501,2 millj. og
höfðu hækkað um 51,8%. Nettó
bóta- og iðgjaldasjóðir voru í árslok
2.184.4 millj.kr. en voru 1.528 millj.
kr. í ársbyrjun. Rekstur félagsins í
heild gekk vel á árinu, nema í bif-
reiðatryggingum, sem skiluðu
151.4 millj. kr. tapi. Aðrar trygg-
ingagreinar bættu þetta þó upp, og
niðurstaða á rekstrarreikningi var
hagnaður að upphæð 32,9 millj. kr.
Nordisk Folke Reso
Fyrir skömmu var haldinn í Reykja-
vík fundur norrænna samtaka, er
kallast Nordisk Folke Reso. Sam-
tökin eru mynduð af feróaskrifstof-
um og orlofssamtökum, sem eru í
eigu samvinnu- og verkalýðshreyf-
inganna á Norðurlöndum. Fulltrúar
frá íslandi á þessum fyrsta fundi,
sem haldinn var hérlendis, voru Al-
þýðuorlof og ferðaskrifstofan Sam-
vinnuferðir-Landsýn hf.
Meðal umræöuefna á fundinum
var framkvæmd á samstarfi Sam-
vinnuferða-Landsýnar og annarra
norrænna ferðaskrifstofa, sem
starfa á sama eða svipuðum fé-
lagslegum grundvelli. I því sam-
bandi var lögð sérstök áherzla á
gagnkvæmt leiguflug, þar sem fé-
lagsmenn gætu flogið utan og
skyldir hópar erlendis síðan tekið
sömu flugvélina til baka til íslands.
Á fundinum var einnig rætt um útlit
og horfur varðandi frítíma og or-
lofsmál launafólks á Norðurlöndum
og mörkuð stefna samtakanna í
þeim efnum.
Fjöldi
peningastofnana
Fjöldi banka, sparisjóða og inn-
lánsdeilda samvinnufélaga var sem
hér segir í árslok 1977 og 1978:
Árslok 1978
Viðskiptabankar 7
Bankaútibú 72
Umboðsskrifstofur
banka 19
Sparisjóðir 43
Umboðsskrifstofur
sparisjóða 1
Innlárisdeildir sam-
vinnufélaga 33
Afgreiðslustaðir alls 175
Á árinu opnaði Útvegsbanki (s-
lands útibú á Seltjarnarnesi og
annað í Hafnarfirði. Þá opnaði
Landsbanki (slands umboðsskrif-
stofu á Djúpavogi, og Búnaðar-
banki íslands opnaði umboðsskrif-
stofu á Selfossi. Á árinu var inn-
lánsdeild Kaupfélags Ólafsfjarðar
sameinuð innlánsdeild Kaupfélags
Eyfirðinga.
Veitt hafa verið leyfi til stofnunar
eftirtalinna útibúa og umboðsskrif-
stofa, sem ekki höfðu tekið til starfa
í árslok 1978: Útibú Landsbanka
íslands á fyrirhuguðu miöbæjar-
svæöi í Breiðholti samkvæmt leyfi,
sem veitt var 1976, umboðsskrif-
stofa Búnaðarbanka íslands í
Varmahlíð, Skagafiröi, samkvæmt
leyfi veittu árið 1977, og umboðs-
skrifstofa Sparisjóðs Hafnarfjarðar
í norðurhluta Hafnarfjarðar sam-
kvæmt leyfi, veittu árið 1978.
Rekstur Strætisvagna
Reykjavíkur
Rekstrarhalli strætisvagnanna nam
rösklega 479 millj.kr. í fyrra. Um
síðustu áramót nam skuld S.V.R.
við borgarsjóð Reykjavíkur riflega
394 millj.kr. og hafði hækkað um
239 millj.kr. á árinu.
Rekstrargjöld hækkuðu í heild
um 58.8% frá fyrra ári, en far-