Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 21
kvæmt sérstöku kerfi en ekki er
tekiö tölvuúrtak. Aftur á móti gerir
ríkisskattstjóri slík úrtök og sendir
þá viökomandi skattstjóra þaö til
meðferðar. í framhaldi af þessu
má taka fram aö ríkisskattstjóri
hefur með höndum skattrann-
sóknir fyrir allt landiö auk bók-
haldsrannsókna. ,,En í þessum til-
fellum sagði Gestur ,,þá veröur aö
gera greinarmun á rannsóknum
og venjulegum ,,tékkunum“.“
Skattamál fyrnast á sex árum.
Hve lengi má búast viö athuga-
semdum skattayfirvalda viö fram-
töl? Því er til aö svara aö yfirferð
yfir öll framtöl er ekki lokið fyrr en á
fyrstu mánuðum næsta árs á eftir
þannig aö t.d. var yfirferð fyrir áriö
1978 ekki lokið fyrr en í mars í vor.
En endurupptaka þessara mála er
leyfileg allt aö sex ár aftur í tímann
en þá fyrnist málið.
Að lokum skal þess getið að ef
eitthvaö óhreint virðist í poka-
horninu þá er skattayfirvöldum
heimilt aö kalla menn til skýrslu-
geröar, og þar meö yfirheyrslu, á
skattstofu.
Ríkisskattstjóri.
Fjármálaráöherra skipar ríkis-
skattstjóra og því embætti gegnir
nú Sigurbjörn Þorbjörnsson.
Verksviö embættisins er ,,að hafa
eftirlit með störfum skattstjóra og
gæta þess að samræmi sé í gerö-
um þeirra og ákvörðunum." (Lög
um tekjuskatt og eignarskatt, nr.
40/1978, XI. kafli, 101. gr.) Ríkis-
skattstjóri er þannig æösti yfir-
maður skattsins, að fjármálaráð-
herra undanskyldum. Hann getur
breytt úrskurði skattstjóra í ýmsum
málum, t.d. á skattstofni og álagn-
ingu, ef honum þurfa þykir.
Viö embætti ríkisskattstjóra er
starfandi rannsóknardeild sem
hefur það verkefni aö halda
skattaeftirlit og rannsóknir og yfir-
maöur þeirrar deildar er skatt-
rannsóknarstjóri. Skattrannsókn-
arstjóri hefur frjálsar hendur um
aö athuga allt sem þurfa þykir og
einnig getur hann faliö skattstjór-
um slíkar rannsóknir. Þá athugar
hann þau mál sem ríkisskattstjóri
felur honum.
Hægt er aö kæra einstök mál til
ríkisskattstjóra en viö komum bet-
ur að því í kaflanum um kærur. En
úrskurður ríkisskattstjóra er
endanlegur og honum er ekki
hægt aö áfrýja.
Kærumál.
Alltaf er nokkuö um að framtelj-
endur kæri álagningu sína og
eftirfarandi tafla sýnir fjölda kæra
á síðustu árum:
Fjöldi kæra einstaklingar félög
1976 3450 475
1977 2350 450
1978 2500 410
Viömælandi okkar í sambandi
við kærumálin var Björn Þórhalls-
son en hann hefur lengi átt sæti í
framtalsnefndinni í Reykjavík og
hefur því mikla reynslu af slíkum
málum.
Viö skulum, til aö byrja meö, líta
á þá aðila sem taka viö kærum og
leiðirnar sem færar eru. Ef fram-
teljandi er ekki ánægöur með
álagningu sína hefur hann um
fjórar leiðir að velja: 1) hann getur
sent kæru til skattstjóra (og er úr-
skurði skattstjóra hægt aö áfrýja til
Hitda setur
markiðhátt
Hilda hefur á rúmlega 15 ára starfsævi
sinni náð því marki að gera íslenskan
ullarfatnaö að vönduðum og eftirsóttum
tískufatnaði erlendis.
Með markvissri sölu- og kynningarstarf-
semi og gæðahönnun, auk góðs
samstarfs við þau 16 fyrirtæki víðsvegar um
land sem framleiða fatnaö fyrir Hildu,
hefur þetta orðið að veruleika.
En við setjum markið hátt
og stefnum á nýja sigra.
HILDA HF. BOLHOLT 6
SÍMI8 16 99
PÓSTHÓLF 7029 REYKJAVÍK
21