Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 29

Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 29
irhugað er að sveitarfélagið láti skipuleggja fyrir bústaði. Gróska í framleiðslu sumarbú- staða. Hér á landi eru ýmis fyrirtæki sem framleiða sumarbústaði. Þak hf. á Álftanesi er eitt þessara fyrir- tækja, en það framleiðir eingöngu sumarbústaði, og er framleiðslan um 20 bústaðir á ári. Þak hf. hefur framleitt sumarbústaði í átta ár bæði fyrir einstaklinga og félaga- samtök. Fyrirtækið hefur byggt níu sumarbústaði fyrir bandalag há- skólamanna í Brekkulandi í Bisk- upstungum og fjóra sumarbústaði fyrir starfsmannafélag Landhelg- isgæslunnar vestan við Bjarkar- lund svo eitthvað sé nefnt fyrir ut- an mikinn fjölda sumarbústaða fyrir einstaklinga um allt land. Sumarbústaðirnir sem Þak hf. framleiöir eru af sömu gerð en tveimur stærðum, 36 m2 og 46 m2. Minna húsið er með 9 m2 svefnlofti og 32 m2 verönd fyrir utan grunn- flöt, en í stærri húsunum er svefn- loft 111/22 en verönd 39 m2. Húsin eru klædd með furu að innan, með furuhurðum, stiga upp á loft og eldhúsinnréttingu, þ.e.a.s. allt tré- verk fylgir. Fyrir utan uppsetningu kosta minni bústaðirnir frá Þaki hf. 5.5 milljónir en stærri bústaðirnir kosta 6.6 milljónir. Uppsetninga- kostnaður er frá 1.0—1.8 milljónir að meðaltali með flutningi. Undanfarið hefur mátt sjá aug- lýsingu í blöðum um sumarbú- staði, sem fáanlegir eru á ýmsum byggingastigum. Frjáls verzlun hafði samband við Jón Ástvalds- son húsasmið, sem framleiðir í fé- lagi við aðra þessa sumarbústaði. Bústaðirnir eru 44 m2 að grunnfleti með 20 m2 verönd, og eru smíð- aðir á byggingastaðnum sjálfum en ekki í verksmiðju. Hægt er að fá bústaöina frá fokheldum til full- smíðaðra bústaða. Fullsmíðaður sumarbústaður klæddur með grenipanel að innan og með furu- panel á gólfum, auk koja og rúm- stæða kostar 6.5 milljónir króna, en afgreiðslufrestur er u.þ.b. einn mánuður. Undanfarin fjögur ár hafa verið á markaðnum svokölluð KR-sumar- hús sem Kristinn Ragnarsson húsasmíðameistari framleiöir. Sumarbústaöirnir eru framleiddir í 5 stærðum frá 32—50 m2, en auk þess er 12—22/2 m2 verönd eftir stærðum og gerðum. Bústaðirnir eru fáanlegir á öllum byggingarstigum, allt frá fokheld- um og upþ í fullfrágengna með öllum innréttingum og hreinlætis- tækjum, en verðið er frá 5 milljón- um til 12 milljóna króna. Að innan eru húsin klædd með furupanel. Nokkrir aðilar hér á landi flytja inn sumarbústaði, einkum frá Norðurlöndunum s.s. Noregi og Finnlandi. Eitt þessara fyrirtækja er H. Guðmundsson, sem flytur inn sumarbústaði frá Finnen fyrirtæk- inu í Finnlandi. Fluttar eru inn 60 gerðir af sumarbústöðum, og eru verðflokkar mjög mismunandi. Bæði er hægt að fá staðlaða sum- arbústaði og eins eru þeir fram- leiddir eftir pöntunum, og stærð- irnar geta verið allt frá 2 m2 upp í 500 m2. Húsin eru öll bjálkahús og eru bjálkarnir til í mismunandi þykkleikum. Verð á 45 m2 sumar- bústað getur verið frá 4.7—6.3 milljónir. Hjá þeim framleiðendum og innflytjendum sumarbústaða, sem blaðið hafði samband við kom fram að mikil eftirspurn hefur verið hjá þeim eftir sumarþústöóum í sumar. Sumarbústaðalönd til sölu. í vor og sumar hefur mátt reka augun í auglýsingar um sumarbú- staðalönd til sölu, þó ekki hafi þau verið mörg. Dæmi um eitt slíkt er að nýlega voru auglýst sumarbú- staðalönd austur í Biskuþstung- um, milli 20 og 30 lönd, á kjarri vöxnu svæði í fögru umhverfi. Er stærð hvers lands u.þ.b. 3.300 m2, en verðið er um 1.3 milljónir króna, sem virðist vera gangverð fyrir slík lönd nú. Strax og þessi lönd voru auglýst var mikil eftirspurn eftir þeim, svo sem verið hefur um öll þau sumarþústaðalönd, sem aug- lýst hafa verið undanfarið. Svo virðist, sem kapþhlauþinu um að eignast sumarbústað og sumar- bústaðaland sé hvergi nærri lokið, því áhugi fólks í þéttbýlinu fer sí- fellt vaxandi. □ r Hver selur hvað? Þegar þu þarft að afla þér upplýsinga um hver hafi umboð fyrir ákveðna vöru eða selji hana þá er svarið að finna í iSLENSK FYRIRTÆKI sem birtir skrá yfir umboðsmenn vöruflokka og þjónustu sem íslensk fyrirtæki bjóða upp á Sláið upp í ÍSLENSK FYRIRTÆKI og finnið svarið. ÍSLENSK FYRIRTÆKI Ármúla 18. Símar 82300 og 82302 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.