Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 39
kössum með rauðum borðum allt í
kring.
,,Svona merkir Tom Holton sinar
vörur“, sögðu þeir. ,,Þegar við
komum að sækja sendingu í tollinn
sjáum við um leið hvar okkar vara
er.“ Smáatriði eins og þetta geta
haft mikið að segja.
Annars eru íslenzku ullarvör-
urnar að ryðja sér mikið til rúms
hér og er óhætt að binda miklar
vonir við þann markað í framtíð-
inni.
Svo ég haldi mig nú við spurn-
inguna, sem þú beindir til mín, þá
er mín skoðun sú að það sé ekki
efnilegt fyrir unga og duglega
menn heiman af íslandi að koma
hingað til að taka við forstöðu í
sölufyrirtæki. Hitt er annað mál, að
ungir og efnilegir Islendingar eiga
að koma hingað og setja sig inn í
ameríska sölumennsku og aðferð-
ir. Þá geta þeir áreiðanlega orðið
eins hæfir í þeim störfum eins og
hverjir aðrir.
Þarna kemur svo ótal margt til
greina. Til dæmis málið. Menn
verða að tala sama mál og t.d.
fisksalinn. Hann hefur sína eigin
ensku. Vitanlega geta íslendingar
lært þetta. Við sáum til dæmis
hvernig maður eins og Jón Gunn-
arsson, sem hingað kom á sínum
tíma fyrir SH, vann stórvirki við að
hleypa freðfisksölunni af staö hér í
Bandaríkjunum.
Svo við snúum okkur að lag-
metinu aftur. Hvaða tegundir þess
hafa helzt öðlazt vinsældir hér?
ívar: — Murta úr Þingvalla-
vatni varð ákaflega vinsæl og var á
góðri leið með að verða okkar
aðalsmerki í lagmetismálum hér í
Bandaríkjunum. Það var mikið
spurt um hana. Hingað á þessa
skrifstofu komu fyrirspurnir dag
eftir dag um það, hvar hægt væri
að fá hana. En svo varð hún
skyndilega illfáanleg. Markaðs-
uppbyggingin, sem var vel á veg
komin, var allt í einu stöðvuð.
Maður hefur heyrt einhverjar
óljósar fréttir af því að aðrir aðilar
en Sölumiðstöó lagmetis eða Niö-
ursuðuverksmiðjan Ora, sem
seldu þessa afurð, hafi boðið
bændum betra verð fyrir murtuna,
og líka aö Evrópumarkaðurinn hafi
verið betri vegna gengisskráning-
ar marksins. Afleiðingin er sú, að
kaupendur hér hafa ekki fengið
það magn, sem þeir biðja um. Einn
aðili, sem keyptir hér, 6000 kassa
af murti í fyrra, fær t.d. ekki nema
1700 íár.
Þetta leiðir hugann að öðru
vandamáli, sem ég veit að ég fæ
engar þakkir fyrir að nefna upp-
hátt. Okkur hættir til þess íslend-
ingum að virða ekki samninga. Þó
að sölusamningur hafi verið gerð-
ur fyrir allt árið hika menn ekki við
að rifta honum ef betra verð er í
boði annars staðar. Þetta gera
auðvitað ekki allir. En svona fram-
koma kemur áorði á okkur í heild.
En nú fæst murtan ekki lengur.
Hvað er þá helzt selt af lagmetis-
vörum hér?
I'var: — I bili eru það svokall-
aðir kipper-snacks, sem er reykt
síld. Upphaflega er þetta brezkur
réttur. Englendingar hafa margir
hverjir borið hann fram á morgun-
verðarborði og gera enn. Þar sem
mikið hefur verið um búsetu Skota
og Englendinga í þessu landi við-
halda afkomendur gjarnan þess-
um matarvenjum.
Hafa engir möguleikar opnast á
aukinni sölu landbúnaðarafurða
okkur hingað til Bandaríkjanna?
Nú minnist maður þess, að í fyrra
var sagt frá sölu á nýslátruðu
lambakjöti hingað vestur. Gafst
sú tilraun illa?
ívar: — Þetta kjöt, sem kom í
sláturtíðinni í fyrra, líkaði alveg
prýðilega. Fyrirtækið, Grunebaum
að nafni, sem annaðist innflutn-
inginn, hefur keypt mikið af kjöti
frá Danmörku og Hollandi. Til
dæmis er vel þekkt niðursoðið
svínslæri, sem þetta fyrirtæki selur
hér á kjötmarkaði. Það er enginn
vafi á að okkar lambakjöt líkar vel.
En Nýsjálendingar selja sitt
lambakjöt miklu ódýrara en við
getum.
Hverjir keyptu þetta ferska kjöt
frá íslandi?
ívar: — Það voru aðallega
grískir veitingastaðir og kjötkaup-
menn. En við þessa tilraun kom
fram að sinn er siður í landi hverju.
Við fengum athugasemdir um það
hvernig kjötið var skorið. Kaup-
endurnir vildu að eitt rif fylgdi
frampartinum. Þannig voru þeir
vanir að hafa það og svona skyldi
það vera.
í þessari grein útflutnings þarf
að hafa mikla aðgát við umbúðir
eins og öðrum. Það var á tak-
mörkum að nógu vel væri að því
staðið. Nú er hins vegar búið að
leggja mönnum heima lífsreglurn-
ar og eitthvert framhald verður á
þessum kjötkaupum eftir því sem
ég bezt veit.
Það er annað skemmtilegt í
sambandi við Grunebaum. Það er
hugmynd um að framleiða niður-
soðið lambslæri í staðinn fyrir
svínakjöt og þá alveg sérstaklega
með tilliti til þess að Gyðingar
mega ekki borða svínakjöt. Kan-
nski yrði þetta kallað ,,Lamb—
ham“! Grúnebaum hefur soðið
niður nokkrar dósir og sent til
Sambandsins sem sýnishorn. Það
þarf tiltölulega lítil vélakaup fyrir
þessa framleiðslu, er mér sagt, og
Grúnebaum vill aðstoða við hana.
En svo er það bara spurningin,
hvort hægt er að gera þetta á því
verði, sem gengur hér.
Er verð á íslenzkum afurðum
yfirleitt í hærra lagi fyrir þennan
markað?
Ivar: — Það er það alveg
óneitanlega. En þetta virðist
ganga. íslenzkar ullarvörur eru
óneitanlega fokdýrar hér. Peys-
urnar kosta 90 til 100 dali í betri
búðum hér. En þær seljast. í þessu
sambandi verður maður að hafa í
huga að álagningin hér er geysi-
leg.
Nú óttast menn að orkukreppa
sé í aðsigi. Hefur það vakið ein-
hverja aðila hér vestan hafs til
fyrirspurna um nýtingu orku á ís-
iandi til einhverrar framleiðslu-
starfsemi?
ívar: — Ég hef ekki orðið var
við það. Ekki enn sem komið er að
minnsta kosti. Manni skilst að
áhugi ráðamanna heima á stóriöju
útlendinga sé ekki fyrir hendi eins
og sakir standa alla vega og áhugi
forsvarsmanna fyrirtækja hér er
líklega í lágmarki. Frásagnir af
Kröfluævintýri hafa valdið því.
39