Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 43

Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 43
íslenzkar keramikvörur eru taldar eiga framtíð fyrir sér í Bandaríkjunum. Skipulag markaðsöflunar Vió teljum að það séu gullin tækifæri í Bandaríkj- unum fyrir árangursríka og ábatasama markaðsöflun fyrir margvíslegar íslenzkar vörur. Þetta hefur tekizt að vissu marki nú þegar en möguleikarnir eru miklu meiri en menn hafa gert sér grein fyrir. Sem fyrsta skref ættuð þið að hafa fulltrúa í Bandaríkjunum sem væri fær um að gera eftirfarandi og sem ætti að búa yfir eftirtöldum hæfileikum: 1. Þetta ætti að vera bandarískt fyrirtæki og starfs- maöurinn eða starfsmenn, sem hefðu bein afskipti af málum ykkar, ættu að vera bandarískir. 2. Þessir einstaklingar verða að hafa innsýn í markaösstöðu fjölbreytilegs úrvals af vörum á neyt- endamarkaði í Bandaríkjunum. 3. Þeir verða að þekkja smekk og venjur banda- rískra neytenda, hvað þeim geðjast bezt og hvað þeim geðjast ekki. 4. Þeir ættu að hafa reynslu í störfum vegna inn- flutnings á ólíkum vörutegundum. 5. Þeir ættu að þekkja nákvæmlega öll tæki, sem notuð eru í markaðsöflun vestan hafs. 6. Fyrirtækið ætti að hafa góða þekkingu á banda- rískum peningamarkaði og fjármögnunarleiöum. 7. Það ætti að þekkja til fjölda bandarískra fyrir- tækja. Það verður aó fá réttu svörin og koma hlutun- um í framkvæmd. 8. Ef nauðsynlegt reyndist ætti að láta skrá fyrir- tækið hjá bandarískum stjórnvöldum sem umboðs- aðila fyrir íslenzka ríkið. Kynningarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli Á degi hverjum hafa hundruð Bandaríkjamanna viðdvöl á íslandi. Flestir sjá eingöngu flugvöllinn og verzlanirnar í flugstöðinni. Þessi hópur býður upp á mikla möguleika til kynningar. Þarna er móttækilegur hópur meir en 400 manna á dag, sem hefur lítið annað að gera en glugga í ókeypis lesefni eftir brottför frá Keflavík. Hinir ýmsu framleiðendur gætu gefið mjög ódýra muni til minningar um ferðina. Með þeim fylgdi sérstakur upplýsingapési til að uppfræða þessa væntanlegu kaupendur. Hið talaða orð persónulegra sambanda hefur alltaf reynzt áhrifaríkasti auglýs- ingamiðillinn. Allt þetta fólk er líklegt til að auglýsa vörur ykkar þegar það ræðir við fjölskyldu sína og vini um ferðalagið. Peningaplokkerí í íslenzkum markaði á Keflavíkur- flugvelll? Helztu athugasemdir við íslenzkan kavtar eftr eó hann lykti of sterkt.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.