Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 53

Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 53
verzlununum og tízkuhúsunum sem þá koma með hausttízkuna. Ekkl má heldur gleyma öllum skrúðgöngunum sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman að. Nokkrar þeirra eru: West Indian American Day Carnival, (Kjöt- kveðjuhátíö), United Hispanic American Day (dagur spænsku- mælenda) og Veterans Day (Dag- ur fyrrverandi hermanna). Há- punkturinn er skrúðgangan á Thanksgiving Day 23. nóv. Neðar á Manhattan, í Greenwich Village, er á hverju hausti listsýning utan- dyra, á Washington Square. Skammt þaðan, í svokallaðri ,,Litlu italíu" er Fiesta di San Gennaro og breytist þá Mulberry Street gjör- samlega og gæti þess vegna verið gata í Napoli. Þó að björninn leggist í vetrar- dvala, þá gæti New York ekki verið meira vakandi en einmitt þá. Varla er hægt að hugsa sér fegurri borg en New York í jólabúningi, alls- staðar eru götur og verzlanir skreyttar og í Rockefeller Center Ijómar geysihátt jólatré með þús- undum Ijósapera. Á gamlárskvöld er líf og fjör í borginni, en þó maður skyldi vera svo óheppinn að sofna áður en gamaniö er búiö, er engin ástæða til að fara í paník, því í febrúar halda borgarbúar upp á kínverska nýárið, og þá er ekki síður fjör! Grænt er litur vorsins, en í New York kemur græni liturinn ekki aðeins frá trjánum heldur einnig frá hinum mörgu íbúum borgar- innar af írskum uppruna. En hjá þeim byrjar vorið með skrúðgöngu á St. Patrick's Day í marz. Síðan koma skrúðgöngurnar og hátíðis- dagarnir hver á fætur öðrum: ísra- el heilsað, Herdagurinn, gríski sjálfstæðisdagurinn og dagur til minningar um Dr. Martin Luther King. Á vorin kemur einnig sirkus til borgarinnar. Stærsti sirkus í heimi opnar þá í Madison Square Garden. Langir, sólríkir dagar Sumar í New York. langir sólríkir dagar, fullkomnir til aö njóta borg- arinnar. Það er svo margt hægt að gera og feröamaðurinn á erfitt með að gera upp við sjálfan sig, hvað hann á að velja. Það eru ókeypis Shakespeare-sýningar í Central Park, ókeypis fílharmóníu- útitónleikar, Newport-Í-New York jazzhátíðin, tízkusýningar, listsýn- ingar og óteljandi margt fleira. Rétt er að minnast á dýragarðana tvo, annan í Bronx og hinn í Cent- ral Park, en báðir eru opnir allt árið um kring. Ef börnin eru með í ferðinni, þá þýðir það híklaust ferð í dýragarðínn. Næturlíf borgarinn- ar hef ég ekki minnst á, en svo margt hefur áður verið skrifað um þau mál og ekki verður hér farið nánar út í þann aragrúa af nætur- klúbbum, diskótekum og skemmtistöðum sem völ er á. Ekki veróur heldur talað nánar um alla matstaðina, þar sem hægt er að næra sig á óteljandi vísu. Bezta leiðin til að uppgötva stórborgina er að rölta um götur, fara inn í spennandi verzlanir og veitingastaði, horfa upp í himininn og upplifa munstrið sem himininn myndar milli steinsteyputindanna. Upplifa spil sólarljóssins í gler- veggjum húsanna og láta and- rúmsloft borgarinnar síga inn í sig. Eru þetta nokkur þeirra atriða sem gerir New York að hinni einu sönnu höfuðborg 20. aldarinnar. Finnur Fróðason skrifar: New York ótæmandi fjölbreytni og líiríkt mannlíf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.