Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 53
verzlununum og tízkuhúsunum
sem þá koma með hausttízkuna.
Ekkl má heldur gleyma öllum
skrúðgöngunum sem bæði börn
og fullorðnir hafa gaman að.
Nokkrar þeirra eru: West Indian
American Day Carnival, (Kjöt-
kveðjuhátíö), United Hispanic
American Day (dagur spænsku-
mælenda) og Veterans Day (Dag-
ur fyrrverandi hermanna). Há-
punkturinn er skrúðgangan á
Thanksgiving Day 23. nóv. Neðar
á Manhattan, í Greenwich Village,
er á hverju hausti listsýning utan-
dyra, á Washington Square.
Skammt þaðan, í svokallaðri ,,Litlu
italíu" er Fiesta di San Gennaro og
breytist þá Mulberry Street gjör-
samlega og gæti þess vegna verið
gata í Napoli.
Þó að björninn leggist í vetrar-
dvala, þá gæti New York ekki verið
meira vakandi en einmitt þá. Varla
er hægt að hugsa sér fegurri borg
en New York í jólabúningi, alls-
staðar eru götur og verzlanir
skreyttar og í Rockefeller Center
Ijómar geysihátt jólatré með þús-
undum Ijósapera.
Á gamlárskvöld er líf og fjör í
borginni, en þó maður skyldi vera
svo óheppinn að sofna áður en
gamaniö er búiö, er engin ástæða
til að fara í paník, því í febrúar
halda borgarbúar upp á kínverska
nýárið, og þá er ekki síður fjör!
Grænt er litur vorsins, en í New
York kemur græni liturinn ekki
aðeins frá trjánum heldur einnig
frá hinum mörgu íbúum borgar-
innar af írskum uppruna. En hjá
þeim byrjar vorið með skrúðgöngu
á St. Patrick's Day í marz. Síðan
koma skrúðgöngurnar og hátíðis-
dagarnir hver á fætur öðrum: ísra-
el heilsað, Herdagurinn, gríski
sjálfstæðisdagurinn og dagur til
minningar um Dr. Martin Luther
King. Á vorin kemur einnig sirkus
til borgarinnar. Stærsti sirkus í
heimi opnar þá í Madison Square
Garden.
Langir, sólríkir dagar
Sumar í New York. langir sólríkir
dagar, fullkomnir til aö njóta borg-
arinnar. Það er svo margt hægt að
gera og feröamaðurinn á erfitt
með að gera upp við sjálfan sig,
hvað hann á að velja. Það eru
ókeypis Shakespeare-sýningar í
Central Park, ókeypis fílharmóníu-
útitónleikar, Newport-Í-New York
jazzhátíðin, tízkusýningar, listsýn-
ingar og óteljandi margt fleira.
Rétt er að minnast á dýragarðana
tvo, annan í Bronx og hinn í Cent-
ral Park, en báðir eru opnir allt árið
um kring. Ef börnin eru með í
ferðinni, þá þýðir það híklaust ferð
í dýragarðínn. Næturlíf borgarinn-
ar hef ég ekki minnst á, en svo
margt hefur áður verið skrifað um
þau mál og ekki verður hér farið
nánar út í þann aragrúa af nætur-
klúbbum, diskótekum og
skemmtistöðum sem völ er á. Ekki
veróur heldur talað nánar um alla
matstaðina, þar sem hægt er að
næra sig á óteljandi vísu.
Bezta leiðin til að uppgötva
stórborgina er að rölta um götur,
fara inn í spennandi verzlanir og
veitingastaði, horfa upp í himininn
og upplifa munstrið sem himininn
myndar milli steinsteyputindanna.
Upplifa spil sólarljóssins í gler-
veggjum húsanna og láta and-
rúmsloft borgarinnar síga inn í sig.
Eru þetta nokkur þeirra atriða sem
gerir New York að hinni einu sönnu
höfuðborg 20. aldarinnar.
Finnur Fróðason skrifar:
New York
ótæmandi fjölbreytni
og líiríkt mannlíf