Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 54

Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 54
Islendingur í forstöðustarfi hjá Citicorp-hankanum Rætt vió Thor Thors jr. um störf hans hjá þessari miklu bankastofnun og áhuga hans á félags- málum, sem hann sinnir í hjástundum. Thor Thors yngri er sonur hjónanna Thor Thors sendiherra og Ágústu Ingólfsdóttur, dóttur Ingólfs Gíslasonar læknis í Reykjavík. Fæddist Thor jr. í Reykjavfk 1934. Hann fluttist ungur að aldri til Bandaríkjanna eða 1940 þegar faðir hans, Thor Thors þáverandi aðalræðismaður Islendinga, settist að í New York. Hefur hann átt heima í Bandaríkjunum síðan. Arið 1941 fluttist fjölskylda Thor Thors til Washington og hefur Thor jr. hlotið alla sína skólagöngu í Bandaríkjunum. Ekki er hægt annað en dást að því hversu góða íslenzku Thor talar því hann þurfti sjaldan að leita að íslenzkum orð- um og hafði góðan framburð. Eina af ástæðunum taldi hann vera, að faðir hans krafðist þess að alltaf væri töluð íslenzka við matarborð- ið. Einnig stundaði Thor sumar- vinnu eitt sumar á íslandi, eða sumarið 1954. Vann hann þá á Hvanneyri og í fiskvinnu á Akra- nesi, og þaó kemur glampi í aug- un, þegar hann minnist íslenzku sveitaballana. Nam stjórnmálafræði og alþjóða- lög Að loknu stúdentsprófi stundaði Thor nám við Harvard-háskóla og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði. Eftir prófið við Harvard, stundaði hann nám í alþjóðalögum við Georgetown University en lauk ekki prófi, heldur giftist í staðinn Virginia Fincke. Eiga þau nú þrjú börn, Thor Phillip f. 1959, Virginia Averell f. 1963 og, eins og hann sjálfur segir „litla barniö", Regin- ald Fincke f. 1964. Elsti sonur þeirra, Thor Phillip, stundar nú nám við Princeton University. 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.