Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 59
Vextir af reikningunum voru upphaflega 2% í þýzk-
um mörkum, en 5% í dollurum, pundum og dönskum
krónum, en eru nú 7% í öðrum gjaldmiðlum en mörk-
um, þar sem þeir eru enn 2%. Vextir þessir eru
ákveðnir með tilliti til almennra vaxtakjara í þessum
gjaldmiðlum erlendis. Heimilt er að semja um aðra
vexti en þessa sé um háar upphæðir að ræða, sem
bundnar eru til langs tíma.
Rökin fyrir gjald-
eyrisreikningunum
Að loknum þessum inngangi skal nú farið nokkrum
orðum um ástæður þess, aö taliö var rétt að heimila
gjaldeyrisreikningana, hvers má af þeim vænta og í
framhaldi af því, hvort fengin reynsla af þessum
reikningum gefi tilefni til sérstakra ályktana.
Rökin fyrir því, að reikningarnir voru heimilaðir voru
tvenns konar. Annars vegar var Ijóst, að með stofnun
þeirra væri gengið til móts við þarfir íslenzks al-
mennings, sem eins og reynslan sýnir vill gjarnan
eiga eitthvert fé handbært í erlendri mynt, einkum til
ferðalaga. (Því má skjóta inn í til gamans að í lang-
flestum innbrotum, sem framin hafa verið í Reykjavík
undanfarin ár, hefur verið stolið einhverju af erlend-
um gjaldeyri og segir það sína sögu um ástand þess-
ara mála). Reglur um gjaldeyrissölu til almennings,
einkum til ferðalaga og dvalar erlendis, hafa ekki
verið þess hvetjandi að almenningur seldi bönkunum
þann gjaldeyri, sem hann hefur komist yfir. Að auki
hefur bærileg verðtrygging verið í því fólgin á íslandi
að eiga erlendan gjaldeyri fyrir þá sem hafa haft efni
á því að eiga þann gjaldeyri, sem þeim hefur áskotn-
ast, í staö þess að selja hann vegna þess hve raun-
vextir hafa verið neikvæðir. Gjaldeyrisreglurnar hafa
einnig orðið til þess, að vitað er að hér á landi hefur
verið blómlegur svartur markaður með gjaldeyri, sem
vart hefur farið minnkandi eftir að stjórnvöld settu
seljendum á þeim markaöi sjálfkrafa lágmarksverð
með því aö leggja 10% skatt á ferðamannagjaldeyri.
Viðvíkjandi innlendum fyrirtækjum, sem heimild
hafa til að eiga gjaldeyrisreikninga gegnir nokkuð
öðru máli en hjá einstaklingum. Auk verðtryggingar-
innar, sem gjaldeyriseignin veitir er ávinningur að því
fyrir ýmis fyrirtæki að geta notað gjaldeyristekjur
beint til þess að greiða fyrir innflutning eða útgjöld
erlendis, þar sem þannig sparast gengismunur og
ýmiss kostnaður, sem fellur á við tvöfalda yfirfærslu.
Þetta var leyft að vissu marki, áður en gjaldeyris-
reikningarnir komu til sögunnar, en hefur nú orðið til
þess að þetta fé er nú lagt inn á innlenda banka í stað
erlendra.
Hins vegar — og þaö var vafalaust höguðtilgang-
urinn með stofnun gjaldeyrisreikninganna — var
talið, að þeir gætu styrkt gjaldeyrisstöðuna og jafn-
framt dregið úr erlendum lántökum með því að beina
fé því, sem á reikningana kemur, til þeirra, sem ella
hefðu fengið lánsfé erlendis. Jafnframt var Ijóst, að að
því marki sem á reikningana væri litið sem nýtt og
handhægt form sparnaðar gæti það orðið til aö efla
nokkuð heildarsparnað landsmanna og styrkja
þannig bankakerfið, sem mjög hefur skroppið saman
á undanförnum árum vegna þess, hve ávöxtunarkjör
þess hafa verið í litlu samræmi við verðbólguþróun-
ina.
Loks má nefna, að hafi það vakað fyrir stjórnvöld-
um að stefna að því að gera gjaldeyrisviðskipti hér á
landi frjálsari og láta markaðsöflin vera meira ráðandi
um gengisþróun í framtíðinni, hefur stofnun gjald-
eyrisreikninganna skapað kjörið tækifærið til að efla
traust almennings á aðgerðum stjórnvalda í þessum
efnum, en óhætt er að segja að nokkur trúnaðar-
brestur hafi verið milli almennings og stjórnvalda um
þessi mál einkum og sér í lagi vegna reglna um út-
hlutun gjaldeyris. Ekki er þó vert að gera of mikið úr
þessu atriði.
Engin útlán til þessa
í reglum um gjaldeyrisreikningana er ráð fyrir því
gert, að gjaldeyrisbankarnir geti ávaxtað fé það, sem
á þá kemur með því að leggja fé á innstæðureikninga
í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabanka íslands, með
ávöxtun á innstæðureikningum eða innlánsskírtein-
um hjá erlendum bönkum, til kaupa á vaxtabréfum í
erlendum gjaldmiðli útgefnum af opinberum islenzk-
um aðilum á erlendum fjármagnsmörkuðum, til kaupa
á öörum auðseljanlegum tryggum vaxtabréfum í er-
lendum gjaldeyri og til útlána til innlendra aðila í stað
erlendra lántaka samkvæmt þeim reglum, sem gilda á
hverjum tíma um erlendar lántökur og greiðslufrest.
Óheimilt er að yfirfæra og ráðstafa andvirði inn-
stæðufjár á innlendum gjaldeyrisreikningum á inn-
stæðureikning hjá öðrum innlendum banka eða til
útlána í íslenzkum krónum. Ætlast er til þess að
bankarnir taki ekki á sig gengisáhættu vegna reikn-
inganna og eigi því jafnan jafnvirði í hverri mynt á móti
innstæðum.
Fram til þessa hefur sú orðið raunin á, að allt inn-
59