Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 68

Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 68
Málmblendi og fjölbrautaskóli Magnús Oddsson bæjarstjóri sagöi að það væri einkum tvennt sem hefði afgerandi áhrif á íbúa- þróunina á Akranesi. Enginn vafi væri á því að veruleg íbúaaukning myndi eiga sér stað á næstu árum og skipti þar mestu Málmblendi- verksmiðjan á Grundartanga og fjölbrautaskólinn nýi. Málmblendi- verksmiðjan hefur veitt um 80 Ak- urnesingum vinnu fram að þessu og nú eftir að 1. áfangi verksmiðj- unnar er kominn í gagnið mun starfsmönnum fjölga í 150 og munu flestir þeirra setjast að á Akranesi. Magnús sagði að til- koma málmblendiverksmiðju hefði að sjálfsögöu þau áhrif að at- vinnulífið á Akranesi yrði fjöl- breyttara, auk Grundartangaverk- smiðjunnar væru það Sements- verksmiðjan og Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts sem gerðu það að verkum að sveiflur í útgerðinni kæmu ekki eins hart niður á at- vinnulífinu í bænum. Nýi fjölbrautaskólinn á Akranesi felur í sér grundvallarbreytingu á þróun byggðarlagsins. Hér áður fyrr var það ekki svo sjaldgæft að Akranes er síungur bær sem byggir afkomu sína í vaxandi mæli á iðnaðarstarfsemi. Akurnesingar tækju sig upp og flyttu til Reykjavíkur til þess að halda fjölskyldunni saman þegar börnin tóku til við framhaldsnám, sem sækja þurfti til höfuðborgar- innar. Nú hafa opnast fjölbreyttir námsmöguleikar á Akranesi sem strax hafa orðið til þess að unga fólkið sækir minna úr bænum. Fjölbrautaskólinn gegnir nú hlut- verki iðnskóla og útskrifar iðnað- Fjölbrautaskólinn skapar ný tækifæri fyrir æsku Akraness. Akranes: Fyrst og fremst útgerðar- bær en iðnaður fer hrað- vaxandi 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.