Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 71

Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 71
A verkstæði trésmiðjunnar Akurs h.f. Gjöldin innheimt á bæjarskrifstofunni. Á saumastofu Akraprjóns h.f. janúar, aldrei fallið dagur úr oft unnið um helgar, t.d. við loðnu- frystinguna. Flestir starfsmenn í vinnslusalnum eru húsmæðursem annaðhvort vinna hálfan eða allan daginn auk þess töluvert af skóla- stúlkum yfir sumarið. Við spurðum hvað vön kona hefði í tekjur á mánuði í svona vinnu og var sagt að með bónus og eftirvinnu hefðu konurnar frá 360—400 þúsund á mánuði, en þá mætti ekki slaka á vinnuhraðanum nokkra stund frá því rétt fyrir 8 á morgnana og framundir 7 á kvöldin. Það hlýtur að vera afar þreyt- andi að vinna þessi verk jafnvel þótt konurnar séu vanar og sumar eiga svo heimilisverkin eftir þegar komið er heim að kvöldi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa verið deilur á Akranesi á milli verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda um bónusfyrirkomulagið, þe. aðhaldsbónusinn sem sumir hafa kallað refsibónus. Hann fel'st í því að eftir að ákveðinn fjöldi galla hefur komið fram í framleiöslu vinnsluborðs er borðið fellt út, eða stöðvað. Hjá Heimaskaga er unnið í að- haldsbónuskerfi og sögðu verk- stjórarnir að það gengi mjög vel, það væri algjört einsdæmi ef boró félli út hjá þeim. Nýjar byggingarlóðir Magnús Oddsson bæjarstjóri fræddi okkur á því að á s.l. 5 árum hefðu um 60 íbúðir verið fullgerðar á hverju ári. Á ' kranesi hefur verið úthlutað 31 k.ð frá síðustu ára- mótum og er nú verið að hefja framkvæmdir við 2 blokkar- byggingar, en það er Trésmiðj- an Akur hf sem byggir aðra þeirra en Trésmiðja Guðmundar Magn- ússonar hina. Reiknað er með aö í hvorri blokk verði 18 íbúðir. Frá áramótum hefur verið hægt að sinna öllum umsóknum um lóðir og þegar er fyrir hendi skipu- lagt nýbyggingarsvæði sem byrjað verður á en landrými er nóg á Akranesi. Tvö iðnaðarhverfi verða á Akranesi, annað þeirra er inni í bænum en hitt rétt utan bæjarins við Berjadalsá en þar er gert ráð fyrir þyngri iðnaði og eru þar lóðir til reiðu. 71

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.