Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 74

Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 74
Áhugi á framleiðslu úr perlusteini Akurnesingar og Borgnesingar hafa sýnt það í verki að þeim er það kappsmál að koma á fót nýjum iðnfyrirtækjum. í Borgarnesi var sett á laggirnar sér- stök nefnd „Nýgreinanefnd" sem hafði það hlutverk með höndum að safna saman hugmyndum um hugsanlega iðnaðarframleiðslu. Á þennan hátt var safnað saman á annað hundrað tillögum og hug- myndum. Eftir flokkun þeirra og frekari athuganir, hafa orðið eftir nokkrar hugmyndir sem ætlunin er að taka fyrir og reyna að gera að veruleika. Þessi aðferð er athyglisverð og án efa gæti hún komið mörgum sveitarfélögum að góðu gagni í viðleitni þeirra til uppbyggingar atvinnulífs, enda sjá betur augu en auga. Samvinna um perlusteinsiðnað Eins og kunnugt er finnst perlusteinn i gífurlegu magni í fjallinu Prestahnúki á Kaldadal. Þótt ekki sé nema hálftíma akstur frá Húsafelli að Prestahnúki þá er komiö inná hálendissökkulinn þar sem allra veðra er von meiri hluta ársins og snjóþyngsli mikil, jafnvel langt fram á vor. Það er því ekki hlaupið aö því að ná perlusteini í stórum stíl ofan af Kaldadal, þar sem til þess þyrfti aðra tækni og aöferðir en flutning með vörubílum svo hagkvæmt geti talist. Perlusteinn er glerkennt líparít, að því leyti sérstakt að það hefur í sér bundna vatnskristalla. Þegar efnið er hitað upp í um 1100°C þenur bundna vatnið stein- inn út þannig að hann verður að frauðkenndum kúl- um, mjög léttum, sem hafa ýmsa mjög æskilega eiginleika. Þaninn perlusteinn er t.d. góð varmaein- angrun, hljóðeinangrunareiginleikar eru mjög góðir auk þess sem efnið er eldtraust. Fyrir utan aðra eig- inleika, sem gera perlustein mjög verðmætt efni í efnaiðnaði, er hægt að framleiða úr honum, eða blöndu af honum og öðrum efnum, fjölmargar gerðir byggingarefna til mismunandi nota. í íslenzka perlu- steininum á Kaldadal er mismunandi mikið af hrafn- tinnu og feldspati, en þessi efni, eða magn þeirra, ráða nokkru um það hitastig sem steinninn þarf að ná til að þenjast út og hafa áhrif á hve auðvelt er að þenja efnið með árangri. Á sínum tíma var stofnuð gosefnanefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins fyrir frumkvæði Magnúsar Kjartanssonar þáverandi iðnaðarráðherra. Verkefni nefndarinnar var að rannsaka hagnýtingarmöguleika sem kynnu að felast í ýmsum jarðefnum hérlendis, þ.á m. perlusteins. Nefndin annaöist einnig samskipti við Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNIDO [ Vín, en sú stofnun lagði til sérfræðiaðstoð og fé til kaupa á rannsóknartækjum. Þegar gosefnanefnd var lögð niður tók Iðnþróunarstofnun islands, nú Iðn- tæknistofnun, við áframhaldi rannsóknaverkefna. Meðal þess sem Iðnþróunarstofnun gerði var að starfrækja lítinn ungverskan þensluofn fyrir perlu- stein, sem komið hafði verið fyrir í Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi. Sú tilraunastarfsemi stóð yfir um hríð, en niðurstöður hennar voru fyrst og fremst þær að efnið væri nothæft, íslenzkan perlu- stein mætti þenja og nota sem iðnaðarhráefni. I framhaldi af þessu komu fram óskir frá opinberum aðilum um að einkaaðilar könnuðu möguleika á því að koma á fót iðnrekstri þar sem byggt væri á notkun þerlusteins. Árangurinn varð sá, að stofnuö voru 3 áhugafélög um perlustein, eitt í Borgarnesi og Borgarfirði, annað á Akranesi og eitt í Reykjavík og Hveragerði. Þessi þrjú fyrirtæki, Prestahnúkur í Borgarnesi, Perla á Akranesi og Ylfell í Hveragerði, tóku fljótlega upp samvinnu þar sem stefnt var að ákveðinni verkaskiþtingu. Þannig átti Perla á Akra- nesi að standa fyrir kaupum á þensluofni með fullum afköstum fyrir iðnaðarframleiðslu, en Prestahnúkur í Borgarnesi og Ylfell störfuðu að vöruþróun og til- raunum með framleiðslu. Fyrir tilstilli Iðntæknistofnunar, sameinuðust síðan þessi fyrirtæki í hinu fjórða, Perlusteinsvinnslunni hf., en hlutverk þess fyrirtækis á að vera starfræksla námunnar á Kaldadal, flutningur efnis til framleið- enda og útflutningur perlusteins, ef af honum yröi. Áhugi hins opinbera dvínar Áhugasamir aðilar í öllum þessum félögum hafa unnið mikið starf við athuganir og tilraunir á nýtingu perlusteins og hafa notið aðstoðar Iðntæknistofnun- ar. Þótt nú séu liðin 2 ár síðan Perlu á Akranesi var ætlað að hefjast handa um kaup á þensluofni, hefur ekkert þokast í þá átt. Sú furðulega staða er komin Uþp í málinu, að hið opinbera virðist ekki lengur hafa þann áhuga sem áður var á að koma þessum málum í höfn, þar sem staðið hefur á lánsfyrirgreiðslu til kaupa á þensluofni. Þensluofn er frumforsenda þess að einhver iðnaður verði byggöur upp á perlusteini. Sá þensluofn, sem settur var upp hjá SR á Akranesi á sínum tíma, er aðeins gerður til tilrauna, hann er nánast rannsóknastofutæki sem ekki afkastar meiru en einum rúmmetra af þöndum perlusteini á klukku- stund. Á þeim ofni verður aldrei byggt iðnfyrirtæki enda lætur nærri að í fullkomnum tegundum ofna megi þenja 25 rúmmetra á klukkustund með svipuð- um gangtímakostnaði. Svipað viröist vera uppi á teningnum varðandi námavinnslu og perlusteinsflutninga frá Kaldadal. Hið opinbera fjárveitingavald virðist ekki vera jafn sannfært um gildi perlusteinsiðnaðar og þær opin- beru stofnanir sem annast hafa rannsóknir og til- raunir og því gengur treglega að fá lánsfé til þess að ráöast í framkvæmdir. Eru aðilar áhugamannafélag- anna í Borgarnesi, á Akranesi og fyrir austan fjall, að vonum orðnir langeygir eftir einhverjum aðgerðum þeirra sem öllu fjármagni ráða til atvinnuupþbygg- ingar í landinu. 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.