Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 8

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 8
áfangar Sigurður Gunnarsson var á stofnfundi sam- takanna Viðskipti og verslun, hinn 11. júlí í sumar kosinn formaöur þeirra. Sigurður starfar sem framkvæmdastjóri Skrifstofuvéla h.f. Að Viðskipti og verslun standa átta aðilar, en þeir eru: Bílgreinasambandið, Kaupmanna- samtök íslands, Félag íslenskra stórkaup- manna, Landssamband íslenskra verslunar- manna, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Versl- unarbanki íslands, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Verslunarráð íslands. „Markmið samtakanna er aó breyta almenn- ingsálitinu og áliti ráðamanna á þýðingu versl- unar, sem er ein höfuðatvinnugrein þjóðarinn- ar og gera þessum aðilum grein fyrir því, að án viðskipta og verslunar mun enginn atvinnu- vegur annar þrífast," sagði Sigurður. Sigurður var spurður að því hvort það væri ekki einsdæmi að atvinnurekendur og starfs- menn sameinuðust í einum félagsskap til fram- gangs atvinnugreininni. ,,Það er næstum því einstakt. Launþegar og atvinnurekendur í verslunarstétt hafa fyrir nokkuð löngu síðan hafið byggingu húss í nýja miðbænum, Hús verslunarinnar, þannig að það er fólk í versl- unarstétt sem er frumherjar á þessu sviði." Sigurður Gunnarsson er fæddur 1931 og lauk verslunarprófi 1949. Hann hefur sótt ýmis stjórnunarnámskeiö og hefur yfirleitt starfað við verslun. Hann er kvæntur Sigríði Th. Guðmundsdóttur og eiga þau eina dóttur og tvo syni. Ragnar Önundarson hefur verið ráðinn að- stoðarbankastjóri Iðnaðarbankans frá og með 15. nóvember að telja. Ragnar er aðeins 27 ára gamall og má það heita öruggt að hann er yngsti maðurinn sem gegnt hefur starfi að- stoðarbankastjóra hér á landi. Ragnar er fæddur 14. ágúst 1952 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972 og prófi úr viðskiptafræðideild Háskóla íslands 1976. Hóf hann strax störf við hagdeild Iðn- aðarbankans sem sérfræðingur en varð síðan forstöðumaður deildarinnar 1978 og hefur gegnt því starfi þar til nú, að hann verður að- stoöarbankastjóri. Ragnar var spurður að því hvort þetta teldust ekki nokkuð hraðar stööu- hækkanir: „Líklega má það heita svo," sagði Ragnar. ,,Þetta helgast þó af því að Valur Valsson sem verið hefur aðstoðarbankastjóri færir sig nú um set og verður framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda." Ragnar kvaðst aðspurður hafa mikinn áhuga á því að framhald verði á þeirri þróun að gera bankana opnari og auka samkeppni milli þeirra. „Afskipti ríkisvaldsins af bönkunum eru þó síst til hins betra. Hin síhækkandi bindiskylda er okkur bankamönnum mikill þyrnir í augum. Hún nemur núna 28% og henni er að megninu til ráðstafað til hinna hefðbundnu atvinnuvega, landbúnaðar og sjávarútvegs, en iðnaðurinn býr mjög við skertan hlut. Þetta er eitt stærsta vandamáliö sem bankarnir hafa við að glíma og kemur nióur á okkar eigin útlánum til iðnaðar- ins." Ragnar er kvæntur Áslaugu Þorgeirsdóttur og eiga þau einn son.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.