Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 9
Valur Valsson, aðstoðarbankastjóri Iðn- aðarbankans, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda frá og með næstu áramótum. Valur er fæddur 11. febrúar 1944. Hann út- skrifaðist úr MR 1964 og lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla íslands 1970. ,,Það eru að því leytinu tengsl milli Iðnaðar- bankans og Félags íslenskra iðnrekenda að það er samstarf á milli þessara aðila og bankinn þekkir þau verkefni, sem unnið er að, og oft eru það sömu verkefnin, sem þessir aðilar vinna að," sagði Valur. Valur var spurður um markmið Félags ís- lenskra iðnrekenda. „Það er margþætt eins og gefur að skilja. Ef við tökum saman markmið í stutt mál þá má segja að iðnaðurinn sé undirstaða bættra lífs- kjara á landinu. Félagið vill stuðla að atvinnu- öryggi þeirra sem við iðnað starfa og skapa ný atvinnutækifæri og að þessum markmiðum fellur starf framkvæmdastjórans." Valur kvað hið nýja starf sitt leggjast mjög vel í sig. „Þetta er spennandi viðfangsefni. Núna um áramótin falla niður tollar gagnvart aðildar- löndum EFTA og mun þá íslenskur iðnaður standa í fullri og óverndaðri samkeppni vió Evrópulönd. „Jú, það verða eflaust einhverjar breytingar á högum manns. Starfið í bankanum er frekar sérhæft, en það fylgja því mikil tengsl við annað fólk og svo held ég að verði einnig með starf mitt sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda," sagði Valur. Eiginkona Vals er Guðrún Sigurjónsdóttir og eiga þau einn son. Ragnar Birgisson var hinn fyrsta júlí sl. ráð- inn framkvæmdastjóri Sanitas h.f. Ragnar er fæddur 1952. Hann lauk stúdentsprófi úr MR 1972 og viðskiptafræðiprófi úr Háskóla íslands 1976. Árið eftir fór hann til London og lagði stund á rekstrarhagfræði og lauk þaðan prófi í vor. Ragnar hefur áður unnið hjá Sana á Akur- eyri og Framkvæmdastofnun ríkisins. Ragnar var spurður að því hvernig honum líkaði við starfið. „Ágætlega. Þegar ég kom til starfa var sameining Sana og Sanitas ekki að fullu gengin í gegn, þannig að ég hef getað tekið þátt í sameiningunni. Nú er í fullum gangi verið að endurskipuleggja fyrirtækið og vinna því sess á markaðnum. Við höfum nýlega aukið við og bætt bílaflota okkar og dreifingakerfið hefur verið endur- skipulagt. Sana dreifir nú framleiðslunni fyrir norðan og austan en Sanitas fyrir sunnan og vestan. Við höfum nýlega keypt 6 nýjar flutn- ingabifreiðir sem koma munu til að styrkja dreifikerfi okkartil muna. — Við höfum komið á markaöinn með nýjan drykk, Diet Pepsi. Hann er alveg sykurlaus en bragðast eins og venjulegt Pepsi. Síðan erum farnir af stað með dreifingu á nýjum glerjum fyrir Pepsí í lítra. — Seven up hefur undanfarin ár notið sí- vaxandi vinsælda sem aó mörgu leyti má þakka nýjum umbúðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.