Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 15
ordspor
Krataráðherrar notuðu tækifærið til að
steypa ríkisstjórninni meðan nokkir
samráðherrar þeirra voru erlendis.
Steingrímur, Svavar og Tómas höfðu
auðvitað ekkert hugboð um það, seni í
vændum var, er þeir slökuðu á í útland-
inu, fremur en þeir, sem heima sátu.
Svavar heyrði tíðindin um brotthlaup
krata í kvöldverðarboði hjá Haraldi
Kröyer, sendiherra hjá EFTA í Genf.
Samt bárust honum tíðindin sínileiðis
áður en Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra fékk þau hér heima. Frétta-
menn útvarpsins tilkynntu Steingrími
ósköpin, þegar þeir náðu í hann í síma í
Portúgal. En það hafði enginn fyrir því
að láta Tómas Árnason vita. Hann labb-
aði sig niður í morgunverð á hóteli sínu
erlendis morguninn eftir yfirlýsingu
þeirra Alþýðuflokksmanna. Yfir „conti-
nental breakfast“ las fjármálaráðherra
íslands það í Financial Times að stjórnin
væri fallin.
Flugleiðir hafa sem kunnugt er tilkynnt
að félagið hafi hœtt við að hœtta við flug
milli Fœreyja og íslands í vetur. Kristinn
Finnbogason hafði sótt um flugleyfi á
þessari leið fyrir hönd Iscargo. Einnig
sóttu Flugfélag Norðurlands og Flugfélag
Austurlands um það i sameiningu að
fljúga milli Egilsstaða og Fœreyja. Verða
þessi félög í Fœreyjaflugi ásamt Flugleið-
um. En af hverju halda Flugleiðir áfram?
Af því að það voru fleiri sem vildu hasla
sér völl á þessari flugleið. Danska flugfé-
lagið Mœrsk, sem flýgur milli Kaup-
mannahafnar og Fœreyja með þotum af
gerðinni Boeing 737, vildi taka að sérflug
milli Fœreyja og íslands.
Dr. Kristján Eldjárn gaf ekkert í skyn við
þingsetningu um áform sín varðandi
framboð til endurkjörs að vori. Enn er
allt á huldu um framboðsmálin og er
forsetinn sagður hikandi að gefa afger-
andi yfirlýsingar á þessu stigi. Alþýðu-
bandalagsmenn munu hafa skorað á
hann að halda áfram, en ólíkt því sem
gerðist 1968 hefur Kristján Eldjárn ekki
fengið stuðningsyfirlýsingu úr innsta
hring Framsóknarflokksins. Gefur það
tilefni til að ætla, að Ólafur Jóhannesson
sé í alvöru að íhuga framboð sitt.
Með vœntanlegar alþingiskosningar i
huga hafa Sjálfstœðismenn í Reykjavík
verið að rœða nauðsynlega endurnýjun á
þingliði sínu. Hafa margir staldrað við
sœti Gunnars Thoroddsen og talið eðlilegt
að yngri maður leysti hann af hólmi. Til
áherzlu hafa talsmenn þess sjónarmiðs
bent á að Gunnar hafi byrjað sinn pó/i-
tíska feril tveim árum á undan Hitler og
nú sé kominn tími fyrir hann að hœtta. En
Gunnar hættir ekkert og nœr örugglega
traustsyfirlýsingu í prófkjöri enda ekki
nema fáeinir mánuðir síðan hann var
kosinn varaformaður Sjálfstœðisflokks-
ins. Breytingar geta hins vegar auðveld-
lega orðið á framboðslistanum í Reykja-
vík.
Ný staða innan félagsmálaráðuneytisins
hefur verið auglýst til umsóknar, en það
er staða deildarstjóra á vinnumálaskrif-
stofu ráðuneytisins. Lítt mun þessi aug-
lýsing kitla framagirni manna. Það er al-
talað í bænum að Magnús H. Magnús-
son, hafi stofnað stöðuna fyrir Óskar
Hallgrímsson, fyrrverandi Alþýðubanka-
stjóra og flokksbróður sinn.
15