Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 15
ordspor Krataráðherrar notuðu tækifærið til að steypa ríkisstjórninni meðan nokkir samráðherrar þeirra voru erlendis. Steingrímur, Svavar og Tómas höfðu auðvitað ekkert hugboð um það, seni í vændum var, er þeir slökuðu á í útland- inu, fremur en þeir, sem heima sátu. Svavar heyrði tíðindin um brotthlaup krata í kvöldverðarboði hjá Haraldi Kröyer, sendiherra hjá EFTA í Genf. Samt bárust honum tíðindin sínileiðis áður en Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra fékk þau hér heima. Frétta- menn útvarpsins tilkynntu Steingrími ósköpin, þegar þeir náðu í hann í síma í Portúgal. En það hafði enginn fyrir því að láta Tómas Árnason vita. Hann labb- aði sig niður í morgunverð á hóteli sínu erlendis morguninn eftir yfirlýsingu þeirra Alþýðuflokksmanna. Yfir „conti- nental breakfast“ las fjármálaráðherra íslands það í Financial Times að stjórnin væri fallin. Flugleiðir hafa sem kunnugt er tilkynnt að félagið hafi hœtt við að hœtta við flug milli Fœreyja og íslands í vetur. Kristinn Finnbogason hafði sótt um flugleyfi á þessari leið fyrir hönd Iscargo. Einnig sóttu Flugfélag Norðurlands og Flugfélag Austurlands um það i sameiningu að fljúga milli Egilsstaða og Fœreyja. Verða þessi félög í Fœreyjaflugi ásamt Flugleið- um. En af hverju halda Flugleiðir áfram? Af því að það voru fleiri sem vildu hasla sér völl á þessari flugleið. Danska flugfé- lagið Mœrsk, sem flýgur milli Kaup- mannahafnar og Fœreyja með þotum af gerðinni Boeing 737, vildi taka að sérflug milli Fœreyja og íslands. Dr. Kristján Eldjárn gaf ekkert í skyn við þingsetningu um áform sín varðandi framboð til endurkjörs að vori. Enn er allt á huldu um framboðsmálin og er forsetinn sagður hikandi að gefa afger- andi yfirlýsingar á þessu stigi. Alþýðu- bandalagsmenn munu hafa skorað á hann að halda áfram, en ólíkt því sem gerðist 1968 hefur Kristján Eldjárn ekki fengið stuðningsyfirlýsingu úr innsta hring Framsóknarflokksins. Gefur það tilefni til að ætla, að Ólafur Jóhannesson sé í alvöru að íhuga framboð sitt. Með vœntanlegar alþingiskosningar i huga hafa Sjálfstœðismenn í Reykjavík verið að rœða nauðsynlega endurnýjun á þingliði sínu. Hafa margir staldrað við sœti Gunnars Thoroddsen og talið eðlilegt að yngri maður leysti hann af hólmi. Til áherzlu hafa talsmenn þess sjónarmiðs bent á að Gunnar hafi byrjað sinn pó/i- tíska feril tveim árum á undan Hitler og nú sé kominn tími fyrir hann að hœtta. En Gunnar hættir ekkert og nœr örugglega traustsyfirlýsingu í prófkjöri enda ekki nema fáeinir mánuðir síðan hann var kosinn varaformaður Sjálfstœðisflokks- ins. Breytingar geta hins vegar auðveld- lega orðið á framboðslistanum í Reykja- vík. Ný staða innan félagsmálaráðuneytisins hefur verið auglýst til umsóknar, en það er staða deildarstjóra á vinnumálaskrif- stofu ráðuneytisins. Lítt mun þessi aug- lýsing kitla framagirni manna. Það er al- talað í bænum að Magnús H. Magnús- son, hafi stofnað stöðuna fyrir Óskar Hallgrímsson, fyrrverandi Alþýðubanka- stjóra og flokksbróður sinn. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.