Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 26

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 26
Leiga stórt gámaskip frá Noregi — Fijúgandi hleðslustjóri flýti fyrir afgreiðsiu „Það háir okkur að skipin okkar eru ekki dæmigerð gámaskip, en við leggjum áherzlu á það í fram- tíðinni að auka flutninga í gámum og á brettum," sagði Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips hf. í viðtali. Hann kvað félagið hafa aukið gámaflutninga með skipum sínum allt frá því síðla árs 1977. I dag réði félagið yfir nokkur hundruð gámum. Til að auka enn á flutningsgetu í gámum, hefur félagið tekið á leigu gámaflutningaskipið Borre frá Fred. Olsen skipafélaginu í Noregi. Hér er um aö ræða 12 mánaða samning, en Ragnar kvað það ætlun félagsins að festa kaup á þessu skipi, ef vel tekst til, og leyfi yfirvalda fást. Á skipinu er skutur með akstursbrú og tvær opnan- legar hliðar, þar sem hægt er að aka með lyftara út og inn með gáma og bretti. Afköst skipanna aukast „Kostirnir við gámaflutningana eru augljósir“, sagði Ragnar Kjartansson. „Afgreiðsla skipanna í höfnum tekur miklu skemmri tíma, þannig að afköst skipanna aukast mjög frá því sem áður var. Þannig tekur það ekki nema sól- arhring að afferma Borre hér sam- kvæmt okkar útreikningum. Þó er skipið rúmlega helmingi burðar- meira en skipin okkar, rúmar 225 þúsund tenginsfet í stað þess að okkar skip rúma um 100 þúsund teningsfet." Leigugjald $ 3000 á sólarhring Ragnar kvað Hafskip greiða Fred. Olsen ca. 3000 Bandaríkja- dali á sólarhring í leigugjald fyrir skipið. Gámarnir eru allnokkuð dýrir í innkaupi, kostar 20 feta gámur þannig eitthvað talsvert á aðra milljón króna í dag. _ „Það er augljóst að í framtíðinni munum við auka mjög flutninga á vöru í gámum og á brettum", sagði Ragnar Kjartansson. „Skórinn kreppir helzt að þar sem hafnar- aðstaðan er. Við erum með vöru- skemmur allfjarri hafnarsvæðinu, suður í Tívolí og á Eiðsgranda. Þeir flutningar kosta okkur um 100 milljónir á ári og gera vinnuna við skipin mun seinvirkari. Viö erum að gera okkur vonir um að úr þessu rætist áður en langt um líð- ur". Hleðslustjóri á ferð og flugi Ragnar sagði að í sambandi við tilkomu nýja skipsins Borre, hefði verið ráðinn sérstakur hleðslu- stjóri fyrir skipið. Hann flýgur á milli hafna þar sem skipið tekur vörur og kemur heim með hleðsluplanið. Þetta á að auðvelda og flýta fyrir losun á skipinu í höfnum hér heima. Ragnar var spurður hvort upp væri risið „stríð" eða samkeppni milli Hafskips og Bifrastar um flutningana. Báðir aðilarnir aug- lýsa starfsemi sína af kappi um þessar mundir. ,,Nei, því fer víðs fjarri", sagði Ragnar. ,,Við erum þvert á móti að vonast til að geta komið á með okkur samvinnu en ekki stríði", sagði hann og stað- festi að umræður hefðu farið fram milli aðilanna um þetta efni. Leiguskipið Borre 26

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.