Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 30

Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 30
Sparisjóðirnir efia með sér samstarf og bæta þjónustu ,,Sameinaðir eru sparisjóðirnir með um 16% af markaðnum og sameinaðir eru þeir næstir á eftir Landsbankanum og Búnaðarbankanum að stærð. Við erum ekki eins stórir og allir einkabankarnir samanlagt en stefnum auðvitað að þvíað okkar hluti verði sem stærstur og þá um leið eigum við að geta gert miklu meira. “ Þetta voru orð Baldvins Tryggvasonar, sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sem jafnframt er formaður í Sambandi íslenzkra sparisjóða. Samband sparisjóðanna hefur látið nokkuð að sér kveða upp á síðkastið og minnast eflaust margir sjónvarpsauglýsinga, sem sambandið hefur látið sýna ný- lega og litið hafa út eins og aug- lýsingaherferð. Hún hefur greini- lega borið árangur. Aukning í við- skiptum við sparisjóðina hefur aukizt hröðum skrefum á þessu ári og er þar um að ræða framhald stöðugrar þróunar, sem haldizt hefur undanfarin ár. Aukning innlána í þeim 43 sparisjóðum, sem starfandi eru í landinu, var ívið meiri milli áranna 1977 og 1978 .en hjá viðskipta- bönkunum. Innlán hjá sparisjóð- um jukust um 49,3% en hjá bönk- unum um 47,9%. Hlutdeild spari- sjóðanna í innlögðu fé í heild hefur heldur farið vaxandi á síðustu ár- um og nálgast nú 16%. Þetta hefur verið hægfara þróun síðustu árin en þegar litið er um hönd má sjá að staða sparisjóðanna hefur styrkzt talsvert með árunum þó að hlut- fallstalan standi tiltölulega lítið breytt. Ástæðan er sú, að öflugir sparisjóðir hafa orðið að bönkum, þ.e.a.s. Verzlunarsparisjóður, Samvinnusparisjóður og Spari- sjóður alþýðu. Sparisjóður Hafnarfjarðar stærstur í bönkunum voru heildarinn- stæður 120 milljarðar um síöustu áramót en 22,8 milljarðar í spari- sjóðum. Af þeim er Sparisjóður Hafnarfjarðar stærstur með 3,1 milljarð í innstæðum, næstir koma síðan Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis með 3 milljarða, Spari- sjóður Keflavíkur 2,8, Sparisjóður Mýrasýslu 1,8, Sparisjóður vél- stjóra 1,3 og Sparisjóður Kópa- vogs 1,2 milljarða. Almennt var aukning innlána hjá stærstu sjóðunum á bilinu 45,5— 51,6% en Sparisjóður vélstjóra er þó í sérflokki því að þar var aukn- ing milli ára 63% eða 528,2 mill- jónir. Þriðji sparisjóðurinn í Reykjavík, Sparisjóöurinn Pundið var með 60,3% aukningu. Heildar- innstæður í honum voru 538,5 milljónir. Aðrir sjóðir sýna að vísu enn meiri aukningu eins og t.d. Sparisjóður Húsavíkur 125,6%, Sparisjóður Árskógshrepps 113,1% og Sparisjóður Rauða- sandshrepps 105,2%. Hér er þó um að ræða fremur litla sjóði með innstæðum 40—67 milljónir og verður að skoða aukninguna í Ijósi þess. Minnsti sparisjóðurinn á landinu við síðustu áramót var Sparisjóður Geiradalshrepps með 5.2 milljónir í innstæðum. Af einstökum flokkum innlána hjá sparisjóðunum voru veltiinn- lán, þ.e.a.s. almennir hlaupareikn- ingar og ávísanareikningar 3,9 milljarðar, en spariinnlánin, þ.e. almennar sparisjóðsbækur, bundnar innstæður á bókum og vaxtaaukareikningar, námu alls 18,8 milljörðum. Hlutfall veltiinn- lána hjá sparisjóðunum er 17,33%, -sem er nokkru lægra en hjá við- skiptabönkunum, þar sem það er 23,81%. Hlutfall spariinnlána hjá sparisjóðum af heildarinnlánum er pví 82,67% en 75,3% hjá við- skiptabönkum. Afurðalán lítil sem engin Ef litið er á yfirlit yfir útlán um síðustu áramót námu þau 15,2 milljörðum hjá sparisjóðum en 122.2 milljörðum hjá viðskipta- bönkunum. Lánaformið hjá spari- sjóðum er fyrst og fremst víxlar og vaxtaaukalán. Rúm 55% útlána 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.